„Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Hinrik Wöhler skrifar 8. febrúar 2025 19:00 Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, trúði ekki sínum eigin augum í leikslok. Vísir/Anton Brink Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var gott sem orðlaus eftir grátlegt tap Aftureldingar á móti Fram í Olís-deild karla í handbolta í dag. Mosfellingar leiddu með sjö mörkum í hálfleik en glutruðu niður forskotinu og töpuðu leiknum með tveimur mörkum, 34-32. „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik og bara að upplifa þetta, þetta er ótrúlegt. Við vissum að Fram er með frábært lið og þeir koma til baka, það kom engum á óvart. Hugarfarið hjá okkur, það vantar „killerinn“ í þetta, ef við ætlum okkur eitthvað annað en bara næstum því. Þetta er hugarfarið sem við þurfum að komast yfir. Það dugar ekki að slaka á sjö mörkum yfir á móti Fram og halda að maður komist upp með það,“ sagði Gunnar skömmu eftir leikinn. Mosfellingur leiddu 20-13 í hálfleik og benti fátt til þess að Framarar færu með sigur af hólmi í dag. Fyrsta mark Mosfellinga í seinni hálfleik kom eftir rúmar níu mínútur og var mikill meðbyr með Frömurum í upphafi seinni hálfleiks. „Seinni hálfleikur, við mættum ekki til leiks. Þú getur ímyndað þér hvað er talað í hálfleik í svona stöðu. Mannskepnan er kannski svo einföld að maður slakar bara á og þeir ganga á lagið og ná mómentinu. Við horfum tölfræðina hjá okkur í seinni hálfleik, það er bara grín að horfa á vörnina og markvarslan dettur niður,“ sagði þjálfarinn um leik leiðsins í seinni hálfleik. Lykilleikmenn brugðust í seinni hálfleik Gunnar var einnig afar ósáttur með máttarstólpa liðsins í seinni hálfleik og var fátt um fína drætti hjá lykilleikmönnum liðsins í seinni hálfleik. „Svo er varla framlag, horfðu á útilínuna, Blær [Hinriksson] ekki með mark og Biggi [Birgir Steinn Jónsson] með eitt víti og lítið hjá þeim örvhentu. Þetta hrundi allt saman og lykilmennirnir einhvern veginn voru ekki þarna. Það er eitthvað sem ég þarf að skoða, hvað er það sem ég get gert til að hjálpa þeim í gegnum þetta því að þetta er hugarfarið. Ef maður ætlar að afreka eitthvað á ævinni og vinna eitthvað þarf maður að komast yfir þetta.“ Mosfellingar fóru gríðarlega vel af stað í leiknum og komust Framarar ekki lönd né strönd og var staðan 10-3, Afturelding í vil, á tímapunkti í fyrri hálfleik. Skiljanlega var Gunnar sáttur með taktinn í byrjun leiks en segir að Mosfellingar hafa ekki mætt til leiks í seinni hálfleik. „Frábær vörn og sókn í fyrri hálfleik enda vorum við sjö mörkum yfir en við köstuðum þessu frá okkur. Leikurinn er 60 mínútur og ef þú mætir ekki í þetta og leyfir þér þetta þá auðvitað gengur jafn gott lið og Fram á lagið.“ „Erfitt að sjá ljósan punkt eftir að hafa kastað frá sér sjö marka forystu og sýnt svona frammistöðu og andlegan veikleika, það er erfitt,“ sagði Gunnar niðurlútur að lokum. Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Sjá meira
„Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik og bara að upplifa þetta, þetta er ótrúlegt. Við vissum að Fram er með frábært lið og þeir koma til baka, það kom engum á óvart. Hugarfarið hjá okkur, það vantar „killerinn“ í þetta, ef við ætlum okkur eitthvað annað en bara næstum því. Þetta er hugarfarið sem við þurfum að komast yfir. Það dugar ekki að slaka á sjö mörkum yfir á móti Fram og halda að maður komist upp með það,“ sagði Gunnar skömmu eftir leikinn. Mosfellingur leiddu 20-13 í hálfleik og benti fátt til þess að Framarar færu með sigur af hólmi í dag. Fyrsta mark Mosfellinga í seinni hálfleik kom eftir rúmar níu mínútur og var mikill meðbyr með Frömurum í upphafi seinni hálfleiks. „Seinni hálfleikur, við mættum ekki til leiks. Þú getur ímyndað þér hvað er talað í hálfleik í svona stöðu. Mannskepnan er kannski svo einföld að maður slakar bara á og þeir ganga á lagið og ná mómentinu. Við horfum tölfræðina hjá okkur í seinni hálfleik, það er bara grín að horfa á vörnina og markvarslan dettur niður,“ sagði þjálfarinn um leik leiðsins í seinni hálfleik. Lykilleikmenn brugðust í seinni hálfleik Gunnar var einnig afar ósáttur með máttarstólpa liðsins í seinni hálfleik og var fátt um fína drætti hjá lykilleikmönnum liðsins í seinni hálfleik. „Svo er varla framlag, horfðu á útilínuna, Blær [Hinriksson] ekki með mark og Biggi [Birgir Steinn Jónsson] með eitt víti og lítið hjá þeim örvhentu. Þetta hrundi allt saman og lykilmennirnir einhvern veginn voru ekki þarna. Það er eitthvað sem ég þarf að skoða, hvað er það sem ég get gert til að hjálpa þeim í gegnum þetta því að þetta er hugarfarið. Ef maður ætlar að afreka eitthvað á ævinni og vinna eitthvað þarf maður að komast yfir þetta.“ Mosfellingar fóru gríðarlega vel af stað í leiknum og komust Framarar ekki lönd né strönd og var staðan 10-3, Afturelding í vil, á tímapunkti í fyrri hálfleik. Skiljanlega var Gunnar sáttur með taktinn í byrjun leiks en segir að Mosfellingar hafa ekki mætt til leiks í seinni hálfleik. „Frábær vörn og sókn í fyrri hálfleik enda vorum við sjö mörkum yfir en við köstuðum þessu frá okkur. Leikurinn er 60 mínútur og ef þú mætir ekki í þetta og leyfir þér þetta þá auðvitað gengur jafn gott lið og Fram á lagið.“ „Erfitt að sjá ljósan punkt eftir að hafa kastað frá sér sjö marka forystu og sýnt svona frammistöðu og andlegan veikleika, það er erfitt,“ sagði Gunnar niðurlútur að lokum.
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Sjá meira