Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. febrúar 2025 10:47 Jón Halldórsson er formaður handknattleiksdeildar Vals og eigandi KVAN. Jón Halldórsson, formaður handknattleiksdeildar Vals, hefur ákveðið að gefa kost á sér sem næsti formaður Handknattleikssambands Íslands. Hann er sá fyrsti sem lýsir yfir framboði. Kosið verður um formann á þingi HSÍ þann 5. apríl næstkomandi. Guðmundur B. Ólafsson hefur gegnt starfinu undanfarin tólf ár en tilkynnti á fimmtudag að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Formaður er kosinn til tveggja ára í senn. Jón er sá fyrsti sem lýsir formlega yfir framboði. Það gerði hann á Facebook síðu sinni í morgun en handbolti.is greindi fyrst frá. Jón býr yfir mikilli reynslu úr heimi handboltans, hefur setið í stjórn deildarinnar hjá Val um langt árabil og er í dag starfandi formaður. „Þessi störf hafa sýnt mér hvað hægt er að gera með samhentu átaki og hvernig er hægt að vinna saman að því að ná metnaðarfullum markmiðum, markmiðum sem áður höfðu talist ólíkleg að nást. Það er allt hægt.” „Í gegnum árin hefur verið unnið mikið og gott starf hjá Handknattleikssambandinu og því fólki sem þar hefur staðið í stafni og lagt góðan grunn sem hægt er að byggja ofan á. Það er eitthvað sem við eigum að vera þakklát fyrir. Það eru allskyns tækifæri til þess að gera enn betur og við verðum að nýta öll þau tækifæri. Grunnurinn að því er öflugt handknattleikssamband sem leitt er áfram af einstaklingum með ástríðu og faglegan metnað sem vilja gera vel. Þetta er hópur sem ég vil leiða. Samvinna milli allra félagsliða, HSÍ og þessara einstaklinga er lykilatriði í þeirri vegferð. Ég ætla mér að stefna þessum aðilum saman þar sem að við setjum okkur sameiginleg markmið sem ein heild. Þar munum við tengjast betur, hlusta á hugmyndir hvors annars og nýta allt það afl, hugvit, reynslu og allar þær hugmyndir sem einstaklingar og hópar innan hreyfingarinnar hafa fram að færa.“ Skrifar Jón meðal annars á Facebook og telur einnig upp tíu áhersluatriði framboðsins. Jón og kona hans Anna Steinsen, stjórnarformaður UN Women, eru í eigendahópi mennta- og þjálfunarfyrirtækisins KVAN. Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrum formaður KSÍ, og Dr. Jakob Frímann Þorsteinsson eru einnig eigendur. Á heimasíðu fyrirtækisins segir að Jón sé menntaður íþróttakennari, lögreglumaður og vottaður ACC markþjálfi. Þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi ásamt því að halda fyrirlestra. Fréttin hefur verið uppfærð. HSÍ Handbolti Valur Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira
Kosið verður um formann á þingi HSÍ þann 5. apríl næstkomandi. Guðmundur B. Ólafsson hefur gegnt starfinu undanfarin tólf ár en tilkynnti á fimmtudag að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Formaður er kosinn til tveggja ára í senn. Jón er sá fyrsti sem lýsir formlega yfir framboði. Það gerði hann á Facebook síðu sinni í morgun en handbolti.is greindi fyrst frá. Jón býr yfir mikilli reynslu úr heimi handboltans, hefur setið í stjórn deildarinnar hjá Val um langt árabil og er í dag starfandi formaður. „Þessi störf hafa sýnt mér hvað hægt er að gera með samhentu átaki og hvernig er hægt að vinna saman að því að ná metnaðarfullum markmiðum, markmiðum sem áður höfðu talist ólíkleg að nást. Það er allt hægt.” „Í gegnum árin hefur verið unnið mikið og gott starf hjá Handknattleikssambandinu og því fólki sem þar hefur staðið í stafni og lagt góðan grunn sem hægt er að byggja ofan á. Það er eitthvað sem við eigum að vera þakklát fyrir. Það eru allskyns tækifæri til þess að gera enn betur og við verðum að nýta öll þau tækifæri. Grunnurinn að því er öflugt handknattleikssamband sem leitt er áfram af einstaklingum með ástríðu og faglegan metnað sem vilja gera vel. Þetta er hópur sem ég vil leiða. Samvinna milli allra félagsliða, HSÍ og þessara einstaklinga er lykilatriði í þeirri vegferð. Ég ætla mér að stefna þessum aðilum saman þar sem að við setjum okkur sameiginleg markmið sem ein heild. Þar munum við tengjast betur, hlusta á hugmyndir hvors annars og nýta allt það afl, hugvit, reynslu og allar þær hugmyndir sem einstaklingar og hópar innan hreyfingarinnar hafa fram að færa.“ Skrifar Jón meðal annars á Facebook og telur einnig upp tíu áhersluatriði framboðsins. Jón og kona hans Anna Steinsen, stjórnarformaður UN Women, eru í eigendahópi mennta- og þjálfunarfyrirtækisins KVAN. Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrum formaður KSÍ, og Dr. Jakob Frímann Þorsteinsson eru einnig eigendur. Á heimasíðu fyrirtækisins segir að Jón sé menntaður íþróttakennari, lögreglumaður og vottaður ACC markþjálfi. Þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi ásamt því að halda fyrirlestra. Fréttin hefur verið uppfærð.
HSÍ Handbolti Valur Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira