Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar 9. febrúar 2025 12:32 Kjör okkar og afkoma ráðast af mörgum þáttum sem oft tengjast með einum eða öðrum hætti. Það verður því alltaf að horfa til þeirra allra þegar rætt er um kaup og kjör, árangur í kjarabaráttu og möguleika á þeim vettvangi. Kjarasamningar í mars 2024 sem samþykktir voru af 79% félagsmanna VR fólu í sér árlegar launahækkanir á bilinu 3,25% - 3,5%, að lágmarki 23.750 krónur yfir samningstímann og var sérstaklega horft til lægstu hópanna. Einnig var orlofsréttur aukinn í kjarasamningnum, samið um hlutdeild launafólks af auknum afköstum með framleiðniauka, bætt inn kafla um fjarvinnu og bætt í réttindi varðandi starfsmenntamál til að nefna nokkur atriði. Það var meginforsenda við undirritun samninganna og samþykkt þeirra að drægi úr verðlagsþróun og að skapa forsendur fyrir vaxtalækkun á næstu misserum. Einnig var forsenda að ríkistjórn og sveitarstjórnir stæðu við yfirlýsingar og loforð sem stjórnvöld gáfu í tilefni samninganna. Því miður hefur þegar komið fram að einstök sveitarfélög hafa ekki staðið við loforð sín og yfirlýsingar og hafa hækkað gjaldskrár umfram það sem lofað var eða eðlilegt mæti telja. Byggt á kjarasamningum, aðgerðum stjórnvalda í tengslum við þá og þróun efnahagsmála hefur Seðlabankinn lækkað vexti þrisvar síðan. Samanlagt um 1,25%. Vaxtalækkun felur í sér umtalsverðar kjarabætur fyrir fólk og hefur bein áhrif hvort sem það er á húsnæðiskostnað eða aðra framfærslu. Viðfangsefni daglegs lífs sem launafólk í landinu fæst við á hverjum degi í sínum heimilsrekstri. Kaupmáttur hefur vaxið frá kjarasamningum. Frá febrúar til desember á síðasta ári hækkaði kaupmáttur um 2,2%. Nú í upphafi árs kom svo til önnur almenn launahækkun kjarasamninganna að lágmarki upp á 3,5% fyrir félagsmenn VR. Verðbólga dróst saman í mánuðinum og er því ljóst að kaupmáttur jókst enn meira þó launavísitala fyrir janúar 2025 sé ekki komin fram. Í október höfðu laun stórra hópa innan VR, skrifstofufólks, sérfræðinga, þjónustu-, sölu og afgreiðslufólks, hækkað í kringum 7% milli ára. Til að verja það sem þegar hefur náðst og ná markmiðum um aukinn kaupmátt og betri kjör fyrir félagsfólk í VR þarf að veita nýrri ríkisstjórn virkt aðhald og aðstoð svo hægt sé að standa við kjarasamninga okkur öllum til hagsbóta. Með framboði mínu til formanns VR vil ég undirstrika mikilvægi þessara viðfangsefna dagslegs lífs. Að félagið leggi aðaláherslu á þá stóru og mikilvægu hluti sem sameinar okkur og snúist alla daga um hag og heill félagsmanna. Vonandi eru sem flestir félagar í VR sammála um að við förum í þá vegferð saman. Höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Kjaramál Stéttarfélög Flosi Eiríksson Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leiðin úr svartholinu - Hugleiðingar við heimkomu Gunnar Páll Tryggvason Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Kjör okkar og afkoma ráðast af mörgum þáttum sem oft tengjast með einum eða öðrum hætti. Það verður því alltaf að horfa til þeirra allra þegar rætt er um kaup og kjör, árangur í kjarabaráttu og möguleika á þeim vettvangi. Kjarasamningar í mars 2024 sem samþykktir voru af 79% félagsmanna VR fólu í sér árlegar launahækkanir á bilinu 3,25% - 3,5%, að lágmarki 23.750 krónur yfir samningstímann og var sérstaklega horft til lægstu hópanna. Einnig var orlofsréttur aukinn í kjarasamningnum, samið um hlutdeild launafólks af auknum afköstum með framleiðniauka, bætt inn kafla um fjarvinnu og bætt í réttindi varðandi starfsmenntamál til að nefna nokkur atriði. Það var meginforsenda við undirritun samninganna og samþykkt þeirra að drægi úr verðlagsþróun og að skapa forsendur fyrir vaxtalækkun á næstu misserum. Einnig var forsenda að ríkistjórn og sveitarstjórnir stæðu við yfirlýsingar og loforð sem stjórnvöld gáfu í tilefni samninganna. Því miður hefur þegar komið fram að einstök sveitarfélög hafa ekki staðið við loforð sín og yfirlýsingar og hafa hækkað gjaldskrár umfram það sem lofað var eða eðlilegt mæti telja. Byggt á kjarasamningum, aðgerðum stjórnvalda í tengslum við þá og þróun efnahagsmála hefur Seðlabankinn lækkað vexti þrisvar síðan. Samanlagt um 1,25%. Vaxtalækkun felur í sér umtalsverðar kjarabætur fyrir fólk og hefur bein áhrif hvort sem það er á húsnæðiskostnað eða aðra framfærslu. Viðfangsefni daglegs lífs sem launafólk í landinu fæst við á hverjum degi í sínum heimilsrekstri. Kaupmáttur hefur vaxið frá kjarasamningum. Frá febrúar til desember á síðasta ári hækkaði kaupmáttur um 2,2%. Nú í upphafi árs kom svo til önnur almenn launahækkun kjarasamninganna að lágmarki upp á 3,5% fyrir félagsmenn VR. Verðbólga dróst saman í mánuðinum og er því ljóst að kaupmáttur jókst enn meira þó launavísitala fyrir janúar 2025 sé ekki komin fram. Í október höfðu laun stórra hópa innan VR, skrifstofufólks, sérfræðinga, þjónustu-, sölu og afgreiðslufólks, hækkað í kringum 7% milli ára. Til að verja það sem þegar hefur náðst og ná markmiðum um aukinn kaupmátt og betri kjör fyrir félagsfólk í VR þarf að veita nýrri ríkisstjórn virkt aðhald og aðstoð svo hægt sé að standa við kjarasamninga okkur öllum til hagsbóta. Með framboði mínu til formanns VR vil ég undirstrika mikilvægi þessara viðfangsefna dagslegs lífs. Að félagið leggi aðaláherslu á þá stóru og mikilvægu hluti sem sameinar okkur og snúist alla daga um hag og heill félagsmanna. Vonandi eru sem flestir félagar í VR sammála um að við förum í þá vegferð saman. Höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram til formanns VR.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar