Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. febrúar 2025 13:04 Ásgeir Jónsson hefur verið formaður handknattleiksdeildar FH undanfarin ellefu ár. Ásgeir Jónsson, fráfarandi formaður handknattleiksdeildar FH, hefur tilkynnt um framboð til varaformanns Handknattleikssambands Íslands. Kosið verður á þingi HSÍ þann 5. apríl næstkomandi. Fyrr í dag lýsti Jón Halldórsson yfir formannsframboði. Sem stendur eru þeir einir í framboði til embættanna tveggja. Ásgeir segir í tilkynningu sinni að hann styðji Jón heilshugar. Ásgeir tilkynnti fyrir rúmum tveimur vikum að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri til formanns handknattleiksdeildar FH, stöðu sem hann hefur gegnt í ellefu ár. Hann tilkynnti svo um framboð sitt til varaformanns áðan, fljótlega eftir að Jón hafði tilkynnt sitt framboð. Tilkynningu hans má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: Það er gaman að tilheyra... Að hafa metnað, vilja og áhuga er veigamikið veganesti í lífinu. Ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að vera virkur þátttakandi í handknattleikshreyfingunni allt mitt líf. Það er ómetanlegt hvað það hefur gefið mér mikið. Ég hef kynnst ótrúlega mikið af öflugu og góðu fólki sem leggur á sig mikla vinnu fyrir sitt félag. Það er aðdáunarvert að fylgjast með. Það er mjög mikilvægt að Handknattleikssambandið og félögin í landinu starfi þétt saman. Að heiðarleiki og virðing ríki á milli allra aðila. Þannig næst árangur öllum til góðs. Íslenskur handbolti er vinsæll og áhorf mikið. Gæðin alltaf að aukast og ungir og efnilegir íslenskir leikmenn fá tækifæri í atvinnumennsku erlendis. Þetta er félögunum að þakka og þeirra starfi. Yngri landslið okkar hafa sýnt og sannað í gegnum árin að efniviðurinn er mikill og framtíðin björt. A landslið kvenna og A landslið karla hafa síðan náð framúrskarandi árangri eins og við öll höfum séð og fylgst með af stolti. Það eru spennandi tímar framundan og mikilvægt að halda vel utanum allt okkar góða landsliðsfólk. Við erum á réttri leið, en getum alltaf gert betur. Við verðum að gera það saman. Handknattleikssamband Íslands leitar nú nýrrar forystu. Jón Halldórsson hefur tilkynnt þá ákvörðun sína að gefa kost á sér til embættis formanns og lagt fram áhersluatriði sín. Ég styð hann heilshugar. Að mínu mati er mjög mikilvægt að ganga sameinuð til verks í þeim mikilvægu verkefnum sem framundan eru. Það er jafnframt mjög ánægjulegt þegar framtíðarsýn fólks, markmið og áherslur eru með þeim hætti að aðilum langar til að sameinast til góðs um verkefni sem skiptir það máli. Að vinna saman handboltanum til heilla. Um leið og ég hvet öll sem áhuga hafa að bjóða fram aðstoð sína fyrir félag sitt eða Handknattleikssambandið þá tilkynni ég hér með að ég býð mig fram til varaformanns Handknattleikssambands Íslands á ársþingi sambandsins 5. apríl næstkomandi. Áfram handboltinn Ásgeir Jónsson HSÍ Handbolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Fyrr í dag lýsti Jón Halldórsson yfir formannsframboði. Sem stendur eru þeir einir í framboði til embættanna tveggja. Ásgeir segir í tilkynningu sinni að hann styðji Jón heilshugar. Ásgeir tilkynnti fyrir rúmum tveimur vikum að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri til formanns handknattleiksdeildar FH, stöðu sem hann hefur gegnt í ellefu ár. Hann tilkynnti svo um framboð sitt til varaformanns áðan, fljótlega eftir að Jón hafði tilkynnt sitt framboð. Tilkynningu hans má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: Það er gaman að tilheyra... Að hafa metnað, vilja og áhuga er veigamikið veganesti í lífinu. Ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að vera virkur þátttakandi í handknattleikshreyfingunni allt mitt líf. Það er ómetanlegt hvað það hefur gefið mér mikið. Ég hef kynnst ótrúlega mikið af öflugu og góðu fólki sem leggur á sig mikla vinnu fyrir sitt félag. Það er aðdáunarvert að fylgjast með. Það er mjög mikilvægt að Handknattleikssambandið og félögin í landinu starfi þétt saman. Að heiðarleiki og virðing ríki á milli allra aðila. Þannig næst árangur öllum til góðs. Íslenskur handbolti er vinsæll og áhorf mikið. Gæðin alltaf að aukast og ungir og efnilegir íslenskir leikmenn fá tækifæri í atvinnumennsku erlendis. Þetta er félögunum að þakka og þeirra starfi. Yngri landslið okkar hafa sýnt og sannað í gegnum árin að efniviðurinn er mikill og framtíðin björt. A landslið kvenna og A landslið karla hafa síðan náð framúrskarandi árangri eins og við öll höfum séð og fylgst með af stolti. Það eru spennandi tímar framundan og mikilvægt að halda vel utanum allt okkar góða landsliðsfólk. Við erum á réttri leið, en getum alltaf gert betur. Við verðum að gera það saman. Handknattleikssamband Íslands leitar nú nýrrar forystu. Jón Halldórsson hefur tilkynnt þá ákvörðun sína að gefa kost á sér til embættis formanns og lagt fram áhersluatriði sín. Ég styð hann heilshugar. Að mínu mati er mjög mikilvægt að ganga sameinuð til verks í þeim mikilvægu verkefnum sem framundan eru. Það er jafnframt mjög ánægjulegt þegar framtíðarsýn fólks, markmið og áherslur eru með þeim hætti að aðilum langar til að sameinast til góðs um verkefni sem skiptir það máli. Að vinna saman handboltanum til heilla. Um leið og ég hvet öll sem áhuga hafa að bjóða fram aðstoð sína fyrir félag sitt eða Handknattleikssambandið þá tilkynni ég hér með að ég býð mig fram til varaformanns Handknattleikssambands Íslands á ársþingi sambandsins 5. apríl næstkomandi. Áfram handboltinn Ásgeir Jónsson
Það er gaman að tilheyra... Að hafa metnað, vilja og áhuga er veigamikið veganesti í lífinu. Ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að vera virkur þátttakandi í handknattleikshreyfingunni allt mitt líf. Það er ómetanlegt hvað það hefur gefið mér mikið. Ég hef kynnst ótrúlega mikið af öflugu og góðu fólki sem leggur á sig mikla vinnu fyrir sitt félag. Það er aðdáunarvert að fylgjast með. Það er mjög mikilvægt að Handknattleikssambandið og félögin í landinu starfi þétt saman. Að heiðarleiki og virðing ríki á milli allra aðila. Þannig næst árangur öllum til góðs. Íslenskur handbolti er vinsæll og áhorf mikið. Gæðin alltaf að aukast og ungir og efnilegir íslenskir leikmenn fá tækifæri í atvinnumennsku erlendis. Þetta er félögunum að þakka og þeirra starfi. Yngri landslið okkar hafa sýnt og sannað í gegnum árin að efniviðurinn er mikill og framtíðin björt. A landslið kvenna og A landslið karla hafa síðan náð framúrskarandi árangri eins og við öll höfum séð og fylgst með af stolti. Það eru spennandi tímar framundan og mikilvægt að halda vel utanum allt okkar góða landsliðsfólk. Við erum á réttri leið, en getum alltaf gert betur. Við verðum að gera það saman. Handknattleikssamband Íslands leitar nú nýrrar forystu. Jón Halldórsson hefur tilkynnt þá ákvörðun sína að gefa kost á sér til embættis formanns og lagt fram áhersluatriði sín. Ég styð hann heilshugar. Að mínu mati er mjög mikilvægt að ganga sameinuð til verks í þeim mikilvægu verkefnum sem framundan eru. Það er jafnframt mjög ánægjulegt þegar framtíðarsýn fólks, markmið og áherslur eru með þeim hætti að aðilum langar til að sameinast til góðs um verkefni sem skiptir það máli. Að vinna saman handboltanum til heilla. Um leið og ég hvet öll sem áhuga hafa að bjóða fram aðstoð sína fyrir félag sitt eða Handknattleikssambandið þá tilkynni ég hér með að ég býð mig fram til varaformanns Handknattleikssambands Íslands á ársþingi sambandsins 5. apríl næstkomandi. Áfram handboltinn Ásgeir Jónsson
HSÍ Handbolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti