Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. febrúar 2025 23:46 Trump sagði fréttamanni frá fyrirhuguðum tollum um borð í forsetaflugvélinni. Í sömu flugferð skrifaði hann undir plagg sem kvað á um að 9. febrúar yrði framvegis „dagur Ameríkuflóans.“ Trump hefur breytt, eða sagst vilja breyta, nafni Mexíkóflóa í Ameríkuflóa. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla leggja 25 prósenta toll á allan innflutning á stáli og áli strax á morgun. Þá muni hann einnig leggja gagnkvæma tolla á öll ríki sem hafa lagt tolla á bandarískan útflutning. Trump sagði þetta við fréttamenn er hann var um borð í forsetaflugvélinni Air Force One á leið á Ofurskálina. Samkvæmt BBC á hann að hafa sagt að tollarnir muni eiga við um „allt stál“ og ál sem flutt er inn til Bandaríkjanna. Þeir eigi að taka gildi strax á mánudaginn. Þá muni gagnkvæmu tollarnir taka gildi á þriðjudaginn eða miðvikudaginn. „Þetta er einfalt, ef þau rukka okkur, þá rukkum við þau. Þetta verður frábært fyrir alla, líka hin löndin,“ sagði Trump. Hætti við tolla á Mexíkó og Kanada Donald Trump hótaði fyrir rúmlega viku að leggja 25 prósenta toll á allar vorur frá Kanada og Mexíkó, og tíu prósenta toll á vörur frá Kína. Tollunum gegn Mexíkó og Kanada var frestað eftir að leiðtogar ríkjanna lofuðu að stórefla landamæragæslu sína með það að markmiði að draga úr flæði fentaníls og fólks yfir landamærin. Árið 2018 lagði ríkisstjórn Trumps í Bandaríkjunum 25 prósent toll á allan stálinnflutning og 10 prósent á allan álinnflutning frá Kanada, Mexíkó og Evrópusambandinu. Samkomulag náðist rúmu ári síðar um að afnema tollana gegn Mexíkó og Kanada, en þá voru gerðir viðskiptasamningar milli landanna þriggja, USMCA samkomulagið. BBC. Íslenskt ál fer að langmestu til Evrópu Í nýrri greiningu sem Samtök Iðnaðarins fóru fyrir kom fram að frá Íslandi hefðu verið fluttar út iðnaðarvörur til Bandaríkjanna og ESB fyrir um 422 milljarða króna árið 2023 samkvæmt upplýsingum frá Íslandsstofu og Hagstofu Íslands. Þá hafi vöruútflutningur iðnaðarvara til ESB numið 382 milljörðum króna, eða rétt um 91 prósenti. Þar af hafi um 300 milljarðar samanstaðið af álútflutningi. „Allt ál sem að framleitt er hér á landi fer til Evrópu meira og minna,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins. Verðmæti iðnaðarvara sem fluttar voru frá Íslandi til Bandaríkjanna numu um 40 milljörðum árið 2023, og þar var hugverkaiðnaður í aðalhlutverki. „Við erum að sjá það til dæmis að lækningavörur og tæki er það sem við flytjum mest af út til Bandaríkjanna þegar kemur að iðnaðarvörum. Síðan eru það matvæla-, drykkjar- og landbúnaðarvörur,“ segir Sigurður. Sigurður hefur sagt að mikilvægt sé fyrir Ísland að gæta hagsmuna sinna gagnvart bæði ESB og Bandaríkjunum, enda miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan útflutning. Á vefsíðu Samtaka álframleiðanda á Íslandi er sagt frá því að allt ál sem framleitt er á Íslandi sé að uppistöðu flutt til Evrópusambandsins. Þá sé ál frá Norðuráli til að mynda selt til Rotterdam og þaðan fari það í dreifingu til annarra Evrópulanda. Það sé meðal annars notað í framleiðslu Mercedes Benz bíla, og íhluti fyrir bíla eins og felgur. Donald Trump Skattar og tollar Bandaríkin Áliðnaður Tengdar fréttir Hvað gengur Trump til með tollum? Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill beita Kanada, Mexíkó og Kína umfangsmiklum tollum og segir tolla gegn Evrópu væntanlega á næstunni. Viðbrögð markaða hafa að mestu verið á einn veg, þar sem flest ljós loga rauð í kauphöllum heimsins. 3. febrúar 2025 11:40 Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn staðráðinn í því að leggja aukna tolla á ríki Evrópusambandsins og jafnvel Bretland. Þetta segir hann munu gerast fyrr en síðar. 3. febrúar 2025 06:22 Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Fyrirhuguðum tollahækkunum Bandaríkjanna sem áttu að beinast að Kanada hefur verið frestað. 3. febrúar 2025 22:05 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Trump sagði þetta við fréttamenn er hann var um borð í forsetaflugvélinni Air Force One á leið á Ofurskálina. Samkvæmt BBC á hann að hafa sagt að tollarnir muni eiga við um „allt stál“ og ál sem flutt er inn til Bandaríkjanna. Þeir eigi að taka gildi strax á mánudaginn. Þá muni gagnkvæmu tollarnir taka gildi á þriðjudaginn eða miðvikudaginn. „Þetta er einfalt, ef þau rukka okkur, þá rukkum við þau. Þetta verður frábært fyrir alla, líka hin löndin,“ sagði Trump. Hætti við tolla á Mexíkó og Kanada Donald Trump hótaði fyrir rúmlega viku að leggja 25 prósenta toll á allar vorur frá Kanada og Mexíkó, og tíu prósenta toll á vörur frá Kína. Tollunum gegn Mexíkó og Kanada var frestað eftir að leiðtogar ríkjanna lofuðu að stórefla landamæragæslu sína með það að markmiði að draga úr flæði fentaníls og fólks yfir landamærin. Árið 2018 lagði ríkisstjórn Trumps í Bandaríkjunum 25 prósent toll á allan stálinnflutning og 10 prósent á allan álinnflutning frá Kanada, Mexíkó og Evrópusambandinu. Samkomulag náðist rúmu ári síðar um að afnema tollana gegn Mexíkó og Kanada, en þá voru gerðir viðskiptasamningar milli landanna þriggja, USMCA samkomulagið. BBC. Íslenskt ál fer að langmestu til Evrópu Í nýrri greiningu sem Samtök Iðnaðarins fóru fyrir kom fram að frá Íslandi hefðu verið fluttar út iðnaðarvörur til Bandaríkjanna og ESB fyrir um 422 milljarða króna árið 2023 samkvæmt upplýsingum frá Íslandsstofu og Hagstofu Íslands. Þá hafi vöruútflutningur iðnaðarvara til ESB numið 382 milljörðum króna, eða rétt um 91 prósenti. Þar af hafi um 300 milljarðar samanstaðið af álútflutningi. „Allt ál sem að framleitt er hér á landi fer til Evrópu meira og minna,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins. Verðmæti iðnaðarvara sem fluttar voru frá Íslandi til Bandaríkjanna numu um 40 milljörðum árið 2023, og þar var hugverkaiðnaður í aðalhlutverki. „Við erum að sjá það til dæmis að lækningavörur og tæki er það sem við flytjum mest af út til Bandaríkjanna þegar kemur að iðnaðarvörum. Síðan eru það matvæla-, drykkjar- og landbúnaðarvörur,“ segir Sigurður. Sigurður hefur sagt að mikilvægt sé fyrir Ísland að gæta hagsmuna sinna gagnvart bæði ESB og Bandaríkjunum, enda miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan útflutning. Á vefsíðu Samtaka álframleiðanda á Íslandi er sagt frá því að allt ál sem framleitt er á Íslandi sé að uppistöðu flutt til Evrópusambandsins. Þá sé ál frá Norðuráli til að mynda selt til Rotterdam og þaðan fari það í dreifingu til annarra Evrópulanda. Það sé meðal annars notað í framleiðslu Mercedes Benz bíla, og íhluti fyrir bíla eins og felgur.
Donald Trump Skattar og tollar Bandaríkin Áliðnaður Tengdar fréttir Hvað gengur Trump til með tollum? Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill beita Kanada, Mexíkó og Kína umfangsmiklum tollum og segir tolla gegn Evrópu væntanlega á næstunni. Viðbrögð markaða hafa að mestu verið á einn veg, þar sem flest ljós loga rauð í kauphöllum heimsins. 3. febrúar 2025 11:40 Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn staðráðinn í því að leggja aukna tolla á ríki Evrópusambandsins og jafnvel Bretland. Þetta segir hann munu gerast fyrr en síðar. 3. febrúar 2025 06:22 Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Fyrirhuguðum tollahækkunum Bandaríkjanna sem áttu að beinast að Kanada hefur verið frestað. 3. febrúar 2025 22:05 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Hvað gengur Trump til með tollum? Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill beita Kanada, Mexíkó og Kína umfangsmiklum tollum og segir tolla gegn Evrópu væntanlega á næstunni. Viðbrögð markaða hafa að mestu verið á einn veg, þar sem flest ljós loga rauð í kauphöllum heimsins. 3. febrúar 2025 11:40
Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn staðráðinn í því að leggja aukna tolla á ríki Evrópusambandsins og jafnvel Bretland. Þetta segir hann munu gerast fyrr en síðar. 3. febrúar 2025 06:22
Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Fyrirhuguðum tollahækkunum Bandaríkjanna sem áttu að beinast að Kanada hefur verið frestað. 3. febrúar 2025 22:05