Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2025 07:04 Þúsundir hafa snúið aftur til norðurhluta Gasa eftir að samdist um vopnahlé. Framhaldið er hins vegar afar óljóst. Getty/Anadolu/Ali Jadallah Ísraelsher hefur dregið sig frá Netzarim-mörkunum, sex kílómetra línu sem herinn dró til að skipta Gasa upp í tvo hluta. Um er að ræða þátt í vopnahléssamkomulaginu við Hamas. Eftir að samið var um vopnahlé hófu Ísraelsmenn að leyfa íbúum Gasa að snúa aftur norður yfir Netzarim-mörkin. Talsmaður Hamas segir brotthvarf hersins frá mörkunum til marks um að Ísrael hafi ekki náð fram sínum ítrustu markmiðum. Stjórnvöld í Ísrael hafa hins vegar ítrekað að herinn muni ekki hverfa alfarið frá svæðinu fyrr en Hamas-samtökunum hafi verið útrýmt. Hamas hafa sagt á móti að þau muni ekki láta alla gísla lausa fyrr en herinn er horfinn á braut. Enn hefur ekki náðst saman um annan fasa vopnahlésins, sem snýr einmitt að lausn allra gísla gegn brotthvarfi Ísraelshers frá Gasa. Yfirlýsingar Donald Trump Bandaríkjaforseta í síðustu viku, um að Bandaríkjamenn taki Gasa yfir og geri svæðið að einhvers konar ferðamannaparadís, hafa bætt á óvissuna um framhaldið. Boðað hefur verið til neyðarráðstefnu Arabaríkja 27. febrúar næstkomandi, vegna tillagna hans um að Egyptaland, Jórdanía og önnur Arabaríki taki við Palestínumönnum frá Gasa. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í samtali við Fox News á laugardag að hugmynd Trump væru fyrsta „ferska hugmyndin“ sem lögð hefði verið fram í langan tíma og að hún gæti mögulega „breytt öllu“ á Gasa. Trump hefur útilokað að senda hermenn á svæðið en Netanyahu segir Ísraelsher myndu „ganga í verkið“. Ísrael Palestína Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Sjá meira
Eftir að samið var um vopnahlé hófu Ísraelsmenn að leyfa íbúum Gasa að snúa aftur norður yfir Netzarim-mörkin. Talsmaður Hamas segir brotthvarf hersins frá mörkunum til marks um að Ísrael hafi ekki náð fram sínum ítrustu markmiðum. Stjórnvöld í Ísrael hafa hins vegar ítrekað að herinn muni ekki hverfa alfarið frá svæðinu fyrr en Hamas-samtökunum hafi verið útrýmt. Hamas hafa sagt á móti að þau muni ekki láta alla gísla lausa fyrr en herinn er horfinn á braut. Enn hefur ekki náðst saman um annan fasa vopnahlésins, sem snýr einmitt að lausn allra gísla gegn brotthvarfi Ísraelshers frá Gasa. Yfirlýsingar Donald Trump Bandaríkjaforseta í síðustu viku, um að Bandaríkjamenn taki Gasa yfir og geri svæðið að einhvers konar ferðamannaparadís, hafa bætt á óvissuna um framhaldið. Boðað hefur verið til neyðarráðstefnu Arabaríkja 27. febrúar næstkomandi, vegna tillagna hans um að Egyptaland, Jórdanía og önnur Arabaríki taki við Palestínumönnum frá Gasa. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í samtali við Fox News á laugardag að hugmynd Trump væru fyrsta „ferska hugmyndin“ sem lögð hefði verið fram í langan tíma og að hún gæti mögulega „breytt öllu“ á Gasa. Trump hefur útilokað að senda hermenn á svæðið en Netanyahu segir Ísraelsher myndu „ganga í verkið“.
Ísrael Palestína Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Sjá meira