Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. febrúar 2025 10:05 Setning Alþingis febrúar 2025 Kristrún Frostadóttir Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana fara fram á Alþingi í kvöld, fimm dögum síðar en áætlað var. Kristrún Frostadóttir átti að flytja fyrstu stefnuræðu sína í embætti forsætisráðherra á fimmtudaginn í síðustu viku en því var frestað vegna veðurs. Kristrún tók við embætti forsætisráðherra þann 21. desember og þing kom saman í síðustu viku, en venju samkvæmt flytur forsætisráðherra stefnuræðu sína á fyrstu dögum eftir að þing kemur saman. Tveir þingmenn úr öllum flokkum sem sæti eiga á Alþingi eru á mælendaskrá. Kristrún verður fyrst í pontu en dagskráin hefst klukkan 19:40. Umræðurnar skiptast í tvær umferðir og hefur forsætisráðherra tólf mínútur til framsögu. Ræðumenn annarra þingflokka en þingflokks forsætisráðherra hafa sex mínútur í fyrri umferð. Í seinni umferð hafa þingflokkarnir sex mínútur hver. Röð stjórnmálaflokkanna í umræðunum er í takt við þingstyrk flokkanna en ræðumenn kvöldsins eru eftirfarandi: Samfylkingin Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, í fyrri umferð og Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í seinni umferð. Sjálfstæðisflokkur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, 1. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í fyrri umferð og Hildur Sverrisdóttir, 8. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í seinni umferð. Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, í fyrri umferð og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, í seinni umferð. Miðflokkurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 2. þingmaður Norðausturkjördæmis, í fyrri umferð og Bergþór Ólason, 4. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í seinni umferð. Flokkur fólksins Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í fyrri umferð og Ragnar Þór Ingólfsson, 5. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í seinni umferð. Framsóknarflokkur Sigurður Ingi Jóhannsson, 10. þingmaður Suðurkjördæmis, í fyrri umferð og Stefán Vagn Stefánsson, 5. þingmaður Norðvesturkjördæmis, í seinni umferð. Hægt verður að fylgjast með umræðunum á Vísi í gegnum spilarann hér að neðan. Kennarar boða komu sína á Austurvöll Þess má geta að Kennarafélag Reykjavíkur hefur boðað til samstöðufundar á Austurvelli á sama tíma í kvöld með það að markmiði að sýna samstöðu með kennurum í yfirstandandi kjaradeilu. Í tilkynningu á vef Kennarasambands Íslands hvetur Kennarafélagið félagsfólk í KÍ til að fjölmenna á Austurvöll „og sýna samstöðu og baráttuvilja meðan forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína í þingsal,“ líkt og það er orðað í tilkynningunni. Ráðgert er að safnast saman við Vatnsberann, styttu Ásmundar Sveinssonar, á horni Lækjargötu og Bankastrætis klukkan 19:00 þaðan sem gengið verður á Austurvöll. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Samfylkingin Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Kristrún tók við embætti forsætisráðherra þann 21. desember og þing kom saman í síðustu viku, en venju samkvæmt flytur forsætisráðherra stefnuræðu sína á fyrstu dögum eftir að þing kemur saman. Tveir þingmenn úr öllum flokkum sem sæti eiga á Alþingi eru á mælendaskrá. Kristrún verður fyrst í pontu en dagskráin hefst klukkan 19:40. Umræðurnar skiptast í tvær umferðir og hefur forsætisráðherra tólf mínútur til framsögu. Ræðumenn annarra þingflokka en þingflokks forsætisráðherra hafa sex mínútur í fyrri umferð. Í seinni umferð hafa þingflokkarnir sex mínútur hver. Röð stjórnmálaflokkanna í umræðunum er í takt við þingstyrk flokkanna en ræðumenn kvöldsins eru eftirfarandi: Samfylkingin Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, í fyrri umferð og Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í seinni umferð. Sjálfstæðisflokkur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, 1. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í fyrri umferð og Hildur Sverrisdóttir, 8. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í seinni umferð. Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, í fyrri umferð og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, í seinni umferð. Miðflokkurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 2. þingmaður Norðausturkjördæmis, í fyrri umferð og Bergþór Ólason, 4. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í seinni umferð. Flokkur fólksins Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í fyrri umferð og Ragnar Þór Ingólfsson, 5. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í seinni umferð. Framsóknarflokkur Sigurður Ingi Jóhannsson, 10. þingmaður Suðurkjördæmis, í fyrri umferð og Stefán Vagn Stefánsson, 5. þingmaður Norðvesturkjördæmis, í seinni umferð. Hægt verður að fylgjast með umræðunum á Vísi í gegnum spilarann hér að neðan. Kennarar boða komu sína á Austurvöll Þess má geta að Kennarafélag Reykjavíkur hefur boðað til samstöðufundar á Austurvelli á sama tíma í kvöld með það að markmiði að sýna samstöðu með kennurum í yfirstandandi kjaradeilu. Í tilkynningu á vef Kennarasambands Íslands hvetur Kennarafélagið félagsfólk í KÍ til að fjölmenna á Austurvöll „og sýna samstöðu og baráttuvilja meðan forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína í þingsal,“ líkt og það er orðað í tilkynningunni. Ráðgert er að safnast saman við Vatnsberann, styttu Ásmundar Sveinssonar, á horni Lækjargötu og Bankastrætis klukkan 19:00 þaðan sem gengið verður á Austurvöll.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Samfylkingin Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira