Þrjú hlaup, þrír sigrar og þrjú Íslandsmet: „Get ekki kvartað yfir neinu“ Aron Guðmundsson skrifar 10. febrúar 2025 11:45 Baldvin Þór hefur farið afar vel af stað á nýju ári og raðað inn Íslandsmetum Vísir/Einar Baldvin Þór Magnússon hljóp á nýju Íslandsmeti þegar að hann tryggði sér Norðurlandameistaratitilinn í 3000 metra hlaupi innanhúss í Finnlandi í gær. Hlaupið tryggir Baldvini sæti á EM eftir innan við mánuð en þetta er þriðja Íslandsmet hans í fyrstu þremur keppnum ársins sem hann hefur í þokkabót unnið. Hann stefnir á medalíu á EM. Baldvin Þór hljóp 3000 metra hlaupið á 7:39,94 í gær. Það er nýtt Íslandsmet en Baldvin átti einnig fyrra metið í greininni sem hann setti fyrr á árinu á tímanum 7:45,13 og er þetta nýja Íslandsmet Baldvins því bæting hjá honum um rúmar fimm sekúndur. Í þokkabót sigraði Baldvin hlaupið og er því Norðurlandameistari í 3000 metra hlaupi innanhúss og hafði hann þar meðal annars betur gegn Norðmanninum Filip Mangen Ingebrigtsen. Tíminn sem Baldvin setti tryggir honum þátttökurétt á EM innanhúss. „Ég bjóst kannski alveg við svona miklu en vissi að ég gæti alveg hlaupið eitthvað hraðar en þegar að ég hljóp á 7:45, það var ekki alveg hið fullkomna hlaup og var einnig í fyrstu keppni ársins,“ segir Baldvin í samtali við Vísi. „ Ég var klárlega í betra formi núna heldur en þegar að ég setti það. Ég var kannski að búast við því að hlaupa nær 7:41 en það er bara frábært að hlaupa tveimur sekúndum hraðar en það, komast undir 7:40 og vinna. Ég er alveg í skýjunum með þetta.“ Mjög gott skref í rétta átt Aðalmarkmiðið fyrir hlaup var að hlaupa sig inn á EM. „Ég vildi tryggja mér það sæti, langaði mjög mikið að komast á það mót. Síðasta haust ræddu ég og þjálfarinn minn markmiðin, hvað við vildum gera, og ætlunin var að stilla okkur vel upp til þess að hlaupa EM innanhúss. Að hafa náð því er alveg frábær tilfinning.“ Er hægt að segja að þetta hafi verið hið fullkomna hlaup? „Fullkomið hlaup miðað við allt sem var gefið. Ég hugsa alveg að ég hefði geta farið hraðar ef það hefði verið einhver annar að leiða hlaupið. Ég tók allan seinni helminginn, Ingebrigtsen kom aðeins nálægt mér síðustu fimmtíu metrana en það hefði verið gaman hvernig hefði farið ef einhver annar hefði verið að stýra pace-inu, hversu hratt hann hefði farið. Maður kvartar þó ekkert, þetta er mjög gott skref í rétta átt.“ Baldvin er að upplifa frábæra byrjun á árinu en á þessum fyrstu tveimur mánuðum ársins hefur hann slegið þrjú Íslandsmet. „Árið hefur byrjað mjög vel. Þrjú hlaup, þrír sigrar og þrjú Íslandsmet. Ég get ekki kvartað yfir neinu.“ Árangur Baldvins á árinu til þessa: - 1. sæti og Íslandsmet í 3000 metra hlaupi þann 19. janúar síðastliðinn þegar hann hljóp á 7:45,11 mínútum á móti í Sheffield. - 1.sæti og Íslandsmet í 1500 metra hlaupi þann 27. janúar á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöll þegar að hann kom í mark á tímanum 3:39,67. - 1. sæti og Íslandsmet í 3000 metra hlaupi þann 9. febrúar á Norðurlandamótinu í Espoo, Finnlandi þegar að hann hljóp á tímanum 7:39,94 og sló þar með Íslandsmet sitt í hlaupinu frá því 19. Janúar í Sheffield. Innan við mánuður er til stefnu þar til að Evrópumeistaramótið innanhúss hefst og Baldvin er í góðri stöðu. „Ég held ég þurfi aðeins að fara aðeins í grunnæfingarnar aftur núna, er búinn að keppa svolítið mikið. Ég er búinn að keppa þrisvar sinnum á síðustu þremur vikum og hef ekki verið að sinna grunnæfingunum á milli. Ég ætla aftur í grunninn núna og undirbúa mig svo fyrir EM. Ég er klárlega með smá forskot á suma keppendur á EM þar sem að það eru aðeins þrír frá hverju landi gjaldgengir í hverja grein. Lönd eins og Þýskaland, Bretland og Holland eru með fleiri en þrjá hlaupara sem hafa tryggt sér keppnisrétt en þeir þurfa að keppa á sínu landsmóti, keppa um þessi þrjú sæti. Ég er hins vegar öruggur inn og get því farið að einbeita mér að fullu að EM.“ Og Baldvin er með markmiðin á hreinu fyrir mótið. „Fyrst og fremst ætla ég mér í úrslit og svo keppa um medalíu þar. Það verður gaman að sjá hverjir mæta til leiks. En það væri frábært að næla sér í medalíu.“ Frjálsar íþróttir Íslendingar erlendis Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Sjá meira
Baldvin Þór hljóp 3000 metra hlaupið á 7:39,94 í gær. Það er nýtt Íslandsmet en Baldvin átti einnig fyrra metið í greininni sem hann setti fyrr á árinu á tímanum 7:45,13 og er þetta nýja Íslandsmet Baldvins því bæting hjá honum um rúmar fimm sekúndur. Í þokkabót sigraði Baldvin hlaupið og er því Norðurlandameistari í 3000 metra hlaupi innanhúss og hafði hann þar meðal annars betur gegn Norðmanninum Filip Mangen Ingebrigtsen. Tíminn sem Baldvin setti tryggir honum þátttökurétt á EM innanhúss. „Ég bjóst kannski alveg við svona miklu en vissi að ég gæti alveg hlaupið eitthvað hraðar en þegar að ég hljóp á 7:45, það var ekki alveg hið fullkomna hlaup og var einnig í fyrstu keppni ársins,“ segir Baldvin í samtali við Vísi. „ Ég var klárlega í betra formi núna heldur en þegar að ég setti það. Ég var kannski að búast við því að hlaupa nær 7:41 en það er bara frábært að hlaupa tveimur sekúndum hraðar en það, komast undir 7:40 og vinna. Ég er alveg í skýjunum með þetta.“ Mjög gott skref í rétta átt Aðalmarkmiðið fyrir hlaup var að hlaupa sig inn á EM. „Ég vildi tryggja mér það sæti, langaði mjög mikið að komast á það mót. Síðasta haust ræddu ég og þjálfarinn minn markmiðin, hvað við vildum gera, og ætlunin var að stilla okkur vel upp til þess að hlaupa EM innanhúss. Að hafa náð því er alveg frábær tilfinning.“ Er hægt að segja að þetta hafi verið hið fullkomna hlaup? „Fullkomið hlaup miðað við allt sem var gefið. Ég hugsa alveg að ég hefði geta farið hraðar ef það hefði verið einhver annar að leiða hlaupið. Ég tók allan seinni helminginn, Ingebrigtsen kom aðeins nálægt mér síðustu fimmtíu metrana en það hefði verið gaman hvernig hefði farið ef einhver annar hefði verið að stýra pace-inu, hversu hratt hann hefði farið. Maður kvartar þó ekkert, þetta er mjög gott skref í rétta átt.“ Baldvin er að upplifa frábæra byrjun á árinu en á þessum fyrstu tveimur mánuðum ársins hefur hann slegið þrjú Íslandsmet. „Árið hefur byrjað mjög vel. Þrjú hlaup, þrír sigrar og þrjú Íslandsmet. Ég get ekki kvartað yfir neinu.“ Árangur Baldvins á árinu til þessa: - 1. sæti og Íslandsmet í 3000 metra hlaupi þann 19. janúar síðastliðinn þegar hann hljóp á 7:45,11 mínútum á móti í Sheffield. - 1.sæti og Íslandsmet í 1500 metra hlaupi þann 27. janúar á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöll þegar að hann kom í mark á tímanum 3:39,67. - 1. sæti og Íslandsmet í 3000 metra hlaupi þann 9. febrúar á Norðurlandamótinu í Espoo, Finnlandi þegar að hann hljóp á tímanum 7:39,94 og sló þar með Íslandsmet sitt í hlaupinu frá því 19. Janúar í Sheffield. Innan við mánuður er til stefnu þar til að Evrópumeistaramótið innanhúss hefst og Baldvin er í góðri stöðu. „Ég held ég þurfi aðeins að fara aðeins í grunnæfingarnar aftur núna, er búinn að keppa svolítið mikið. Ég er búinn að keppa þrisvar sinnum á síðustu þremur vikum og hef ekki verið að sinna grunnæfingunum á milli. Ég ætla aftur í grunninn núna og undirbúa mig svo fyrir EM. Ég er klárlega með smá forskot á suma keppendur á EM þar sem að það eru aðeins þrír frá hverju landi gjaldgengir í hverja grein. Lönd eins og Þýskaland, Bretland og Holland eru með fleiri en þrjá hlaupara sem hafa tryggt sér keppnisrétt en þeir þurfa að keppa á sínu landsmóti, keppa um þessi þrjú sæti. Ég er hins vegar öruggur inn og get því farið að einbeita mér að fullu að EM.“ Og Baldvin er með markmiðin á hreinu fyrir mótið. „Fyrst og fremst ætla ég mér í úrslit og svo keppa um medalíu þar. Það verður gaman að sjá hverjir mæta til leiks. En það væri frábært að næla sér í medalíu.“
Árangur Baldvins á árinu til þessa: - 1. sæti og Íslandsmet í 3000 metra hlaupi þann 19. janúar síðastliðinn þegar hann hljóp á 7:45,11 mínútum á móti í Sheffield. - 1.sæti og Íslandsmet í 1500 metra hlaupi þann 27. janúar á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöll þegar að hann kom í mark á tímanum 3:39,67. - 1. sæti og Íslandsmet í 3000 metra hlaupi þann 9. febrúar á Norðurlandamótinu í Espoo, Finnlandi þegar að hann hljóp á tímanum 7:39,94 og sló þar með Íslandsmet sitt í hlaupinu frá því 19. Janúar í Sheffield.
Frjálsar íþróttir Íslendingar erlendis Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Sjá meira