Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar 10. febrúar 2025 12:32 Nú hafa verkföll verið boðuð frá 21. febrúar nk. í fimm framhaldsskólum og veita þessar fréttir mér miklu hugarangri þar sem Menntaskólinn á Akureyri er einn þessara skóla. Munu verkfallsaðgerðir hafa bein áhrif á mína fjölskyldu í þetta sinn. Sonur minn stundar sitt framhaldsnám þar og voru ýmsar ástæður fyrir þessu skólavali og vó þar bekkjakerfi, námsbraut, gott orðspor og heimavist allnokkru. Ég ætla ekki að setja mat mitt á deilumál á milli aðila. Ég vil aðeins tjá hugleiðingar mínar varðandi yfirvofandi verkföll framhaldsskólanna sem foreldri og hvaða mögulegar afleiðingar þetta getur haft fyrir þessa nemendur. Framhaldsskólar á Íslandi eru rúmlega 35 talsins. Langflestir þeirra eru opinberir skólar í eigu íslenska ríkisins og eru verkföll boðuð í fimm þeirra þegar þetta er ritað. Framhaldsskólar tilheyra þriðja skólastiginu þar sem ekki ríkir skólaskylda og eru yfirvofandi verkfallsaðgerðir í aðeins fimm framhaldsskólum að mínu mati gífurleg mismunun. Það er nemandans að ákveða að stunda framhaldsnám í skóla að eigin vali, greiða þar skólagjöld ásamt ýmsum auka gjöldum eins og húsaleigu, matar- og ferðakostnaði. Ég lít svo á að yfirvofandi verkfallsaðgerðir framhaldsskólana sé óréttlátt miðað við hvaða framhaldsskóla einstaklingur hefur valið að stunda nám sitt í. Þá finnst mér líklegt að gæði náms sé að veði og óvissa með afleiðingar andlega og félagslega á nemendur þessara skóla. Ég sem móðir drengs í framhaldsskóla hef miklar áhyggjur af hvaða áhrif svona ótímabundið verkfall hefur á son minn. Eitt mesta brottfall drengja úr framhaldsskólum í Evrópu er á Íslandi (Stjórnarráðið, 2024). Þá er brottfall úr framhaldsskóla mun hærra meðal drengja og var nógu alvarleg staða meðal þeirra í menntakerfinu fyrir. Þetta verkfall verður ekki til þess að stuðla að bættri líðan, virkni, áhuga, skýrari tilgangi og betri námsárangri hjá nemendum þessara fimm skóla. Það getur verið ansi snúið fyrir foreldra á landsbyggðinni að hvetja börn sín til frekara náms og sýna þeim aðhald í framhaldsnámi sérstaklega þegar þessir nemendur þurfa að stunda nám fjarri foreldrum og heimahögum. Framhaldsskólarnir á Akureyri eru heimavistarskólar og er því talsvert fjárhagslegt tjón sem nemendur á heimavist hljóta ef af verkfalli verður. Fæðisgjald og húsaleigu þarf að greiða áfram þrátt fyrir að barnið fái ekki að stunda nám á meðan verkfalli stendur og finnst mér ekki boðlegt að hafa son minn aðgerðalausan rúmum 300 km í burtu um óákveðinn tíma. Þá hvílir andleg byrði á nemendum og foreldrum að vita ekki hversu lengi verkfall muni vara og erfitt er að gera aðrar ráðstafanir. Ekki er auðvelt að fá vinnu eða önnur verkefni við hæfi fyrir ungmenni tímabundið með slíkri óvissu sem yfirvofandi og ótímabundið verkfall er. Ég tel því óásættanlegt að framhaldsskólanemum þessara fimm framhaldsskóla verði mismunað á þennan hátt. Höfundur er foreldri framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Framhaldsskólar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Nú hafa verkföll verið boðuð frá 21. febrúar nk. í fimm framhaldsskólum og veita þessar fréttir mér miklu hugarangri þar sem Menntaskólinn á Akureyri er einn þessara skóla. Munu verkfallsaðgerðir hafa bein áhrif á mína fjölskyldu í þetta sinn. Sonur minn stundar sitt framhaldsnám þar og voru ýmsar ástæður fyrir þessu skólavali og vó þar bekkjakerfi, námsbraut, gott orðspor og heimavist allnokkru. Ég ætla ekki að setja mat mitt á deilumál á milli aðila. Ég vil aðeins tjá hugleiðingar mínar varðandi yfirvofandi verkföll framhaldsskólanna sem foreldri og hvaða mögulegar afleiðingar þetta getur haft fyrir þessa nemendur. Framhaldsskólar á Íslandi eru rúmlega 35 talsins. Langflestir þeirra eru opinberir skólar í eigu íslenska ríkisins og eru verkföll boðuð í fimm þeirra þegar þetta er ritað. Framhaldsskólar tilheyra þriðja skólastiginu þar sem ekki ríkir skólaskylda og eru yfirvofandi verkfallsaðgerðir í aðeins fimm framhaldsskólum að mínu mati gífurleg mismunun. Það er nemandans að ákveða að stunda framhaldsnám í skóla að eigin vali, greiða þar skólagjöld ásamt ýmsum auka gjöldum eins og húsaleigu, matar- og ferðakostnaði. Ég lít svo á að yfirvofandi verkfallsaðgerðir framhaldsskólana sé óréttlátt miðað við hvaða framhaldsskóla einstaklingur hefur valið að stunda nám sitt í. Þá finnst mér líklegt að gæði náms sé að veði og óvissa með afleiðingar andlega og félagslega á nemendur þessara skóla. Ég sem móðir drengs í framhaldsskóla hef miklar áhyggjur af hvaða áhrif svona ótímabundið verkfall hefur á son minn. Eitt mesta brottfall drengja úr framhaldsskólum í Evrópu er á Íslandi (Stjórnarráðið, 2024). Þá er brottfall úr framhaldsskóla mun hærra meðal drengja og var nógu alvarleg staða meðal þeirra í menntakerfinu fyrir. Þetta verkfall verður ekki til þess að stuðla að bættri líðan, virkni, áhuga, skýrari tilgangi og betri námsárangri hjá nemendum þessara fimm skóla. Það getur verið ansi snúið fyrir foreldra á landsbyggðinni að hvetja börn sín til frekara náms og sýna þeim aðhald í framhaldsnámi sérstaklega þegar þessir nemendur þurfa að stunda nám fjarri foreldrum og heimahögum. Framhaldsskólarnir á Akureyri eru heimavistarskólar og er því talsvert fjárhagslegt tjón sem nemendur á heimavist hljóta ef af verkfalli verður. Fæðisgjald og húsaleigu þarf að greiða áfram þrátt fyrir að barnið fái ekki að stunda nám á meðan verkfalli stendur og finnst mér ekki boðlegt að hafa son minn aðgerðalausan rúmum 300 km í burtu um óákveðinn tíma. Þá hvílir andleg byrði á nemendum og foreldrum að vita ekki hversu lengi verkfall muni vara og erfitt er að gera aðrar ráðstafanir. Ekki er auðvelt að fá vinnu eða önnur verkefni við hæfi fyrir ungmenni tímabundið með slíkri óvissu sem yfirvofandi og ótímabundið verkfall er. Ég tel því óásættanlegt að framhaldsskólanemum þessara fimm framhaldsskóla verði mismunað á þennan hátt. Höfundur er foreldri framhaldsskólanema.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun