Umsvifamikill verktaki bætist í hóp stærstu hluthafa Reita
Fjárfestingafélag í eigu eins umsvifamesta verktaka landsins hefur verið að byggja upp stöðu í Reitum og er núna á meðal allra stærstu einkafjárfestanna í hluthafahópi fasteignafélagsins. Fjárfestar hafa á undanförnum mánuðum verið að sýna fasteignafélögunum aukinn áhuga en hlutabréfaverð þeirra hefur hækkað hvað mest meðal allra félaga í Kauphöllinni á tímabilinu.
Tengdar fréttir
Arcus hagnaðist um fimm milljarða og eigið fé eykst í 20 milljarða
Fasteignaþróunarfélagið Arcus, sem er í eigu Þorvaldar Gissurarsonar, hagnaðist um 4,7 milljarða króna á árinu 2023. Hagnaðurinn jókst um milljarð króna milli ára. Arcus er systurfélag ÞG Verks.
Brimgarðar minnka verulega stöðu sína í Reitum og Heimum
Brimgarðar, stór einkafjárfestir í öllum skráðu fasteignafélögunum, hefur á undanförnum tveimur mánuðum losað um verulegan hluta af stöðu sinni í Heimum og Reitum samtímis því að fjárfestingafélagið hefur freistað þess að stækka enn frekar við eignarhlut sinn í Eik.
Reitir munu fjárfesta fyrir hærri fjárhæðir í ár en vænst var
Búast má við að Reitir fjárfesti fyrir hærri fjárhæðir en gert var ráð fyrir í ár. Forstjóri fasteignafélagsins benti á að þegar hafi verið fjárfest fyrir níu milljarða af þeim ellefu sem miðað var við. „Það hefur gengið vel að fá góðar eignir,“ að hans sögn, og haldið verði áfram á sömu braut.
Hundrað punkta lækkun vaxta myndi hækka virði eigna Heima um 26 milljarða
Stjórnendur Heima munu áfram halda að skoða tækifæri til eignasölu en á árinu hefur félagið selt eignir fyrir um 3,3 milljarða og mun skila þeim fjármunum til hluthafa í gegnum kaup á eigin bréfum. Eftir mikla hækkun á hlutabréfaverði Heima síðustu mánuði er virði hlutafjár núna að nálgast bókfært eigið fé en væntingar um lækkandi vaxtastig ættu að hafa mikil jákvæð áhrif á virðismat fjárfestingareigna og vaxtakostnað fasteignafélaganna.