Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2025 17:11 Alfreð Erling var stopp á ljósum á gatnamótum Snorrabrautar á Egilsgötu á leiðinni upp að Hallgrímskirkju þegar hann var handtekinn eftir hádegi þann 22. ágúst. Hamar fannst í bílnum sem var í eigu hjónanna. vísir/vilhelm Reynslubolti hjá tæknideild lögreglu sagði verksummerki í húsinu við Strandgötu í Neskaupstað þar sem eldri hjón fundust látin í ágúst í fyrra hafa bent til þess að morðinginn hefði notað hamar. Hamar fannst í bíl Alfreðs Erlings Þórðarsonar þegar hann var handtekinn í bíl hjónanna við Snorrabraut í Reykjavík. Þetta kom fram á fyrsta degi aðalmeðferðar málsins. Alfreð Erling, 46 ára Norðfirðingur, er talinn hafa orðið eldri hjónum að bana sem höfðu árin á undan séð aumur á honum, boðið í kaffi og gefið honum að borða þegar hann var svangur. Alfreð virðist síðustu ár hafa verið haldinn miklum ranghugmyndum og allar líkur á því að hann verði metinn ósakhæfur. Lögreglumaður sem starfað hefur um árabil hjá tæknideild lögreglu kom fyrir dóminn í dag. Honum var flogið austur á firði þann 22. ágúst þegar hjónin fundust látin á heimili sínu. Hann sagði fjölmörg skóför hafa sést í íbúðinni en tæknideildin hefði ekki haft sem bestan búnað til að framkvæmda nægjanlega rannsókn á þeim. Viku síðar hefði rannsókn verið framhaldið með sérstöku efni sem hentaði vel til að mynda skóför í blóði. Lögreglumaðurinn sagði að skóför í gólfi hefðu verið borin saman við skóna sem Alfreð Erling klæddist þegar hann var handtekinn í Reykjavík. Sólinn á skónum var einkennandi, með sexhyrndu munstri, og fundust víða á heimili hjónanna. Bæði höfðu þau greinilega stigið í blóð og svo hafði fundist blóð á skónum sjálfum. Hann sagði yfirgnæfandi líkur að förin væru eftir skó Alfreðs. Þá sagði hann frá skemmdum sem hefðu fundist í eldhússtól sem stóð einum til tveimur metrum frá hurðinni að baðherberginu, þar sem hjónin fundust látin. Far í stólnum benti til þess að það væri eftir hamar. Þá bentu för á þeim látnu sömuleiðis til þess að vera eftir hamar eða álíka áhald. Alfreð ók bíl hjónanna frá Neskaupstað og alla leið til Reykjavíkur þá um nóttina. Hann var handtekinn í bílnum við Snorrabraut í Reykjavík síðdegis daginn eftir og sagðist þá yfirvegaður vera á leið í Hallgrímskirkju að vinna verk fyrir djöfulinn eða guð. Í bíl hjónanna sem Alfreð ók fannst hamar sem kom heim og saman við grunsemdir lögreglumannsins um áhaldið sem notað var til að bana hjónunum. Aðalmeðferðinni í málinu verður framhaldið á morgun. Þá koma meðal annars fyrir dóminn fleiri lögreglumenn og sömuleiðis réttargeðlæknir þar sem væntanlega verður kafað ofan í ástand Alfreðs Erlings með hliðsjón af skynsamlegri refsingu fyrir verknaðinn. Málinu lýkur svo á miðvikudaginn með málflutningi. Dómsmál Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Tengdar fréttir Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Menntaskólanemar sem bjuggu í íbúð sem deildi innvegg með hjónunum sem var ráðinn bani í Neskaupstað í ágúst í fyrra segjast hafa séð Alfreð Erling Þórðarson við hús hjónanna og heyrt þaðan hljóð og hvelli. 10. febrúar 2025 14:32 Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Lögregluþjónn sem kom að handtöku Alfreðs Erlings Þórðarsonar á Snorrabraut í ágúst í fyrra segir Alfreð hafa verið mjög rólegan, samvinnuþýðan og rætt um dauðann, djöfulinn og guð. Upptökurnar eru til á búkmyndavél lögreglumannsins. 10. febrúar 2025 10:41 Aðkoman vægast sagt ekki fögur Lögreglukona sem stóð vaktina í Neskaupstað þann 22. ágúst þegar útkall barst að Strandgötu í bænum segir litinn á blóðinu baðherbergisgólfinu hafa bent til þess að blóðið var ekki nýtt. Nokkur tími hefði liðið frá því atburðirnir hefðu átt sér stað. 10. febrúar 2025 10:16 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Þetta kom fram á fyrsta degi aðalmeðferðar málsins. Alfreð Erling, 46 ára Norðfirðingur, er talinn hafa orðið eldri hjónum að bana sem höfðu árin á undan séð aumur á honum, boðið í kaffi og gefið honum að borða þegar hann var svangur. Alfreð virðist síðustu ár hafa verið haldinn miklum ranghugmyndum og allar líkur á því að hann verði metinn ósakhæfur. Lögreglumaður sem starfað hefur um árabil hjá tæknideild lögreglu kom fyrir dóminn í dag. Honum var flogið austur á firði þann 22. ágúst þegar hjónin fundust látin á heimili sínu. Hann sagði fjölmörg skóför hafa sést í íbúðinni en tæknideildin hefði ekki haft sem bestan búnað til að framkvæmda nægjanlega rannsókn á þeim. Viku síðar hefði rannsókn verið framhaldið með sérstöku efni sem hentaði vel til að mynda skóför í blóði. Lögreglumaðurinn sagði að skóför í gólfi hefðu verið borin saman við skóna sem Alfreð Erling klæddist þegar hann var handtekinn í Reykjavík. Sólinn á skónum var einkennandi, með sexhyrndu munstri, og fundust víða á heimili hjónanna. Bæði höfðu þau greinilega stigið í blóð og svo hafði fundist blóð á skónum sjálfum. Hann sagði yfirgnæfandi líkur að förin væru eftir skó Alfreðs. Þá sagði hann frá skemmdum sem hefðu fundist í eldhússtól sem stóð einum til tveimur metrum frá hurðinni að baðherberginu, þar sem hjónin fundust látin. Far í stólnum benti til þess að það væri eftir hamar. Þá bentu för á þeim látnu sömuleiðis til þess að vera eftir hamar eða álíka áhald. Alfreð ók bíl hjónanna frá Neskaupstað og alla leið til Reykjavíkur þá um nóttina. Hann var handtekinn í bílnum við Snorrabraut í Reykjavík síðdegis daginn eftir og sagðist þá yfirvegaður vera á leið í Hallgrímskirkju að vinna verk fyrir djöfulinn eða guð. Í bíl hjónanna sem Alfreð ók fannst hamar sem kom heim og saman við grunsemdir lögreglumannsins um áhaldið sem notað var til að bana hjónunum. Aðalmeðferðinni í málinu verður framhaldið á morgun. Þá koma meðal annars fyrir dóminn fleiri lögreglumenn og sömuleiðis réttargeðlæknir þar sem væntanlega verður kafað ofan í ástand Alfreðs Erlings með hliðsjón af skynsamlegri refsingu fyrir verknaðinn. Málinu lýkur svo á miðvikudaginn með málflutningi.
Dómsmál Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Tengdar fréttir Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Menntaskólanemar sem bjuggu í íbúð sem deildi innvegg með hjónunum sem var ráðinn bani í Neskaupstað í ágúst í fyrra segjast hafa séð Alfreð Erling Þórðarson við hús hjónanna og heyrt þaðan hljóð og hvelli. 10. febrúar 2025 14:32 Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Lögregluþjónn sem kom að handtöku Alfreðs Erlings Þórðarsonar á Snorrabraut í ágúst í fyrra segir Alfreð hafa verið mjög rólegan, samvinnuþýðan og rætt um dauðann, djöfulinn og guð. Upptökurnar eru til á búkmyndavél lögreglumannsins. 10. febrúar 2025 10:41 Aðkoman vægast sagt ekki fögur Lögreglukona sem stóð vaktina í Neskaupstað þann 22. ágúst þegar útkall barst að Strandgötu í bænum segir litinn á blóðinu baðherbergisgólfinu hafa bent til þess að blóðið var ekki nýtt. Nokkur tími hefði liðið frá því atburðirnir hefðu átt sér stað. 10. febrúar 2025 10:16 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Menntaskólanemar sem bjuggu í íbúð sem deildi innvegg með hjónunum sem var ráðinn bani í Neskaupstað í ágúst í fyrra segjast hafa séð Alfreð Erling Þórðarson við hús hjónanna og heyrt þaðan hljóð og hvelli. 10. febrúar 2025 14:32
Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Lögregluþjónn sem kom að handtöku Alfreðs Erlings Þórðarsonar á Snorrabraut í ágúst í fyrra segir Alfreð hafa verið mjög rólegan, samvinnuþýðan og rætt um dauðann, djöfulinn og guð. Upptökurnar eru til á búkmyndavél lögreglumannsins. 10. febrúar 2025 10:41
Aðkoman vægast sagt ekki fögur Lögreglukona sem stóð vaktina í Neskaupstað þann 22. ágúst þegar útkall barst að Strandgötu í bænum segir litinn á blóðinu baðherbergisgólfinu hafa bent til þess að blóðið var ekki nýtt. Nokkur tími hefði liðið frá því atburðirnir hefðu átt sér stað. 10. febrúar 2025 10:16