Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar 10. febrúar 2025 17:00 Blaðagrein mín Agaleysi í íslenskum skólum – kennarar þurfa valdið til baka vakti mikil viðbrögð í samfélaginu. Ég fékk skilaboð og tölvupósta alls staðar að. Frá foreldrum, kennurum og stjórnendum. Allir þökkuðu mér fyrir hugrekkið og að þora að segja frá, eins og hlutirnir eru. Það sem stakk mig var að ég fékk fleiri sögur. Fleiri erfiðar sögur. Sögur frá kennurum og stjórnendum sem höfðu hrökklast úr starfi eftir erfið foreldrasamskipti. Sögu frá stjórnanda sem var kærð í starfi vegna þess að hún ákvað að bregðast við til að forðast að stórslys yrði innan skólans. Eftir 18 mánuði var kæran látin niður falla en málaferlin skilja eftir sig stórt ör. Í vikunni sem greinin mín var birt var málefni skólanna ofarlega á baugi og tjáðu sig margir um það. Rætt var vítt og breytt um að kennarar þurfa að vinna traust barnanna og þá myndi til dæmis orðbragð barnanna breytast til betri vegar. Slíkar alhæfingar er ekki hægt að viðhafa. Sum börn eru með svo ljótan orðaforða að þeim finnst eðlilegt að segja slíkt við kennarann sinn. Önnur börn halda í sér og nota ekki slík orð við kennarann, en nota þau við aðra starfsmenn skólans t.d. þá sem sinna útigæslu. Foreldrar verða að taka ábyrgð. Umræða um ofbeldi barna og börn sem missa stjórn á skapi sínu varð einnig áberandi í kjölfar greinar minnar. Að missa stjórn á skapi sínu og að beita ofbeldi eru tveir gjörólíkir hlutir. Starfsfólk skólanna er allt að vilja gert til að aðstoða þau börn sem missa stjórn á skapi sínu í ákveðnum aðstæðum. Þau börn sem missa stjórn á skapi sínu eru að læra inn á sína erfiðleika, þau geta verið með undirliggjandi greiningu eða hreinlega líður illa. Starfsfólk skólanna aðstoðar og leiðbeinir börnunum að ná stjórn á sér. Það kennir þeim að læra inn á erfiðleika sína og hjálpar til með lausnir.Þar stendur fagfólk sig gríðarlega vel og er aðdáunarvert að vita af þeim árangri sem næst í skólunum með mörg börn. Barn sem gengur framhjá bekkjarfélaga sínum og kýlir hann í magann eða sparkar í höfuð hans án nokkurs fyrirvara er ekki að missa stjórn á skapi sínu. Það er að beita ofbeldi. Það er of algengt í skólum landsins. Þetta tvennt þarf að aðgreina. Í íslensku samfélagi eru lög um að skóli eigi að vera fyrir alla, skóli án aðgreiningar. Það er mikilvægt að allir nemendur fái tækifæri til að vera í því námsumhverfi sem hentar þeim best. Er það alltaf hinn almenni íslenski skóli? Í okkar samfélagi eru sérskólar og skólar með sérdeildir og eru þessir skólar fyrir nemendur sem víkja verulega frá og þurfa námsumhverfi sem hentar þeim vel. Staðan í dag er sú að það er gríðarleg aðsókn í þessa skóla. Fjöldi plássa í þessum skólum hefur verið sá sami í fjölda ára en nemendum í landinu fjölgar. Ef hlutföllin halda sér segir það sig sjálft að nemendum sem þurfa á þessum úrræðum að halda er líka að fjölga. Það er ekki pláss og nemendum er hafnað og þá er reynt að hlúa sem best að þeim í þeirra heimaskóla. Stjórnvöld þurfa að huga að þeim sem víkja frá. Það þarf að huga að því hvaða leiðir þarf að fara í okkar samfélagi til að búa öllum nemendum sem bestar aðstæður og námsumhverfi. Um leið og það er gert fá fleiri tækifæri til náms eins og best verður á kosið. Líka þeim sem eru námslega sterkir. Þeir fá þá meiri tíma innan hins hefðbundna skóla. Heilbrigðiskerfið okkar er í molum og úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum skilar sér inn í skólana. Stjórnvöld þurfa verulega að bæta geðheilbrigðismálin svo að foreldrar barna hafi greiðari aðgang að úrræðum fyrir börnin sín. Í dag eru komin lög um farsæld barna. Það er skref í rétta átt en það er ennþá alltof langt í land svo þjónustan verði sem best fyrir börnin okkar. Í íslensku samfélagi erum við með nemendur sem eru á löngum biðlista því þau þurfa að fá greiningu við hæfi eða þeim er vísað frá Bugl vegna alvarlegrar andlegrar líðan. Öll úrræði eru yfirfull. Börnin okkar í dag þurfa að vera það langt leidd í mikilli vanlíðan svo þau séu gripin. Það er ekki nóg að þau séu farin að gera tilraunir til að skaða sig. Þau þurfa hálfpartinn að vera við dauðans dyr svo þau séu gripin. Ég hringdi einu sinni á Bugl. Ég kynnti mig og útskýrði áhyggjur mínar. Ég hafði áhyggjur af því að senda nemanda heim. Ég var hrædd um að hann myndi taka sitt eigið líf. Ég hef aldrei hringt í neyð á Bugl. Ég hafði aldrei haft svona miklar áhyggjur af nemanda. Ég hringi ekki að gamni mínu svona símtal. Aðilinn sem svaraði hálfpartinn hló að mér. Ég fékk þau skilaboð að ég gæti ekki hringt og mætt með barn til þeirra. Ég man að ég stóð á gati. Ég stóð á gati yfir því að ég sem skólamanneskja, með mikla reynslu, væri hafnað af neyðarmóttöku Bugl. Átti ég að senda barnið heim og vona að það kæmi í skólann daginn eftir? Ég tek ofan fyrir starfsfólki í heilbrigðiskerfinu því það er að gera sitt allra besta í þeim aðstæðum sem það er í, alveg eins starfsfólk í skólakerfinu. Kerfin, sem stjórnmálamenn hafa búið til, eru að bregðast okkur, foreldrum og börnum í landinu. Það vantar eitthvað í okkar kerfi og á meðan þetta er svona er skólinn að glíma við það að skapa sem bestar aðstæður fyrir hvern og einn nemanda. Sama hvernig þeim líður eða hvaða bakgrunn þeir hafa. Í skólanum er starfsfólk með með grátandi foreldra í fanginu sem eru í uppgjöf og að niðurlotum komnir. Foreldra sem eru orðnir uppgefnir á því að lenda ítrekað á vegg í kerfinu. Þá vantar aðstoð. Börnunum þeirra er hafnað hvar sem þau koma. Starfsfólk skólanna er allt af vilja gert til að aðstoða en við getum það ekki alltaf þegar barn þarf aðstoð annars staðar frá en í skólanum. Það er mikið talað um að það sé eitthvað að í menntakerfinu okkar. Vandinn er svo miklu stærri. Kerfin verða að tala saman. Ef heilbrigðiskerfið virkaði betur sem skyldi og börn og foreldrar þeirra væru gripin þá skilar það sér út í skólana. Börnunum líður betur þegar þau fá viðeigandi þjónustu. Stundum er það þannig að við erum að lifa af með ákveðna nemendur. Því við höfum ekki umhverfið né aðra þjónustu börnunum í hag. Hvenær mun þetta lagast? Foreldri fékk greiningu fyrir barnið sitt í skólanum af skólasálfræðingi og átti í kjölfarið að panta tíma hjá geðlækni. Foreldrið hringir og ætlar að fá tíma hjá barnageðlækni. ,,Barnageðlækni, það er allavega þriggja ára bið að fá tíma hjá barnageðlækni.“ Það eru bara örfáir barnageðlæknar á landinu. Á meðan barnið bíður í þrjú ár er það í grunnskólanum sínum og hefur engin önnur úrræði. Það getur fengið tíma hjá barnalækni en ekki sérfræðingi á því sviði sem barnið þarfnast. Við reynum að gera okkar besta en það getur verið svo erfitt að horfa upp á það að börnin okkar, já ég segi börnin okkar því öll börn í íslensku samfélagi koma okkur við, fái ekki þjónustu við hæfi. Hver á að grípa börnin ef samfélagið gerir það ekki? Eigum við að bjóða börnunum okkar upp á þessa þjónustu? Hvort sem það er heilbrigðiskerfið eða sérskólar þá er löng bið í úrræði og börnin okkar komast ekki að. Við heyrum oft að skólakerfið þurfi að breytast. Skólakerfið er langt frá því að vera eini vandinn. Það er kerfið í heild sinni. Kerfið þarf að lagast svo starfsumhverfi kennara í skólum landsins verði betra. Við vinnum við eitt mikilvægasta starf í okkar samfélagi. Við erum með börnunum okkar lungann úr deginum. Það er nauðsynlegt að fá fagmenntað fólk í skóla landsins og fleira fagfólk í heilbrigðiskerfið til að grípa börnin okkar. Börnin sem okkur þykir öllum vænt um. Að vinna sem kennari er frábært starf en á sama tíma krefjandi. Kennarar þurfa laun sem hæfa menntun þeirra og ábyrgð. Nú þurfa samningar að fara að klárast svo við fáum góða framtíðarkennara fyrir börnin okkar, því þeir liggja ekki á lausu. Höfundur er skólastjóri í Hörðuvallaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Blaðagrein mín Agaleysi í íslenskum skólum – kennarar þurfa valdið til baka vakti mikil viðbrögð í samfélaginu. Ég fékk skilaboð og tölvupósta alls staðar að. Frá foreldrum, kennurum og stjórnendum. Allir þökkuðu mér fyrir hugrekkið og að þora að segja frá, eins og hlutirnir eru. Það sem stakk mig var að ég fékk fleiri sögur. Fleiri erfiðar sögur. Sögur frá kennurum og stjórnendum sem höfðu hrökklast úr starfi eftir erfið foreldrasamskipti. Sögu frá stjórnanda sem var kærð í starfi vegna þess að hún ákvað að bregðast við til að forðast að stórslys yrði innan skólans. Eftir 18 mánuði var kæran látin niður falla en málaferlin skilja eftir sig stórt ör. Í vikunni sem greinin mín var birt var málefni skólanna ofarlega á baugi og tjáðu sig margir um það. Rætt var vítt og breytt um að kennarar þurfa að vinna traust barnanna og þá myndi til dæmis orðbragð barnanna breytast til betri vegar. Slíkar alhæfingar er ekki hægt að viðhafa. Sum börn eru með svo ljótan orðaforða að þeim finnst eðlilegt að segja slíkt við kennarann sinn. Önnur börn halda í sér og nota ekki slík orð við kennarann, en nota þau við aðra starfsmenn skólans t.d. þá sem sinna útigæslu. Foreldrar verða að taka ábyrgð. Umræða um ofbeldi barna og börn sem missa stjórn á skapi sínu varð einnig áberandi í kjölfar greinar minnar. Að missa stjórn á skapi sínu og að beita ofbeldi eru tveir gjörólíkir hlutir. Starfsfólk skólanna er allt að vilja gert til að aðstoða þau börn sem missa stjórn á skapi sínu í ákveðnum aðstæðum. Þau börn sem missa stjórn á skapi sínu eru að læra inn á sína erfiðleika, þau geta verið með undirliggjandi greiningu eða hreinlega líður illa. Starfsfólk skólanna aðstoðar og leiðbeinir börnunum að ná stjórn á sér. Það kennir þeim að læra inn á erfiðleika sína og hjálpar til með lausnir.Þar stendur fagfólk sig gríðarlega vel og er aðdáunarvert að vita af þeim árangri sem næst í skólunum með mörg börn. Barn sem gengur framhjá bekkjarfélaga sínum og kýlir hann í magann eða sparkar í höfuð hans án nokkurs fyrirvara er ekki að missa stjórn á skapi sínu. Það er að beita ofbeldi. Það er of algengt í skólum landsins. Þetta tvennt þarf að aðgreina. Í íslensku samfélagi eru lög um að skóli eigi að vera fyrir alla, skóli án aðgreiningar. Það er mikilvægt að allir nemendur fái tækifæri til að vera í því námsumhverfi sem hentar þeim best. Er það alltaf hinn almenni íslenski skóli? Í okkar samfélagi eru sérskólar og skólar með sérdeildir og eru þessir skólar fyrir nemendur sem víkja verulega frá og þurfa námsumhverfi sem hentar þeim vel. Staðan í dag er sú að það er gríðarleg aðsókn í þessa skóla. Fjöldi plássa í þessum skólum hefur verið sá sami í fjölda ára en nemendum í landinu fjölgar. Ef hlutföllin halda sér segir það sig sjálft að nemendum sem þurfa á þessum úrræðum að halda er líka að fjölga. Það er ekki pláss og nemendum er hafnað og þá er reynt að hlúa sem best að þeim í þeirra heimaskóla. Stjórnvöld þurfa að huga að þeim sem víkja frá. Það þarf að huga að því hvaða leiðir þarf að fara í okkar samfélagi til að búa öllum nemendum sem bestar aðstæður og námsumhverfi. Um leið og það er gert fá fleiri tækifæri til náms eins og best verður á kosið. Líka þeim sem eru námslega sterkir. Þeir fá þá meiri tíma innan hins hefðbundna skóla. Heilbrigðiskerfið okkar er í molum og úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum skilar sér inn í skólana. Stjórnvöld þurfa verulega að bæta geðheilbrigðismálin svo að foreldrar barna hafi greiðari aðgang að úrræðum fyrir börnin sín. Í dag eru komin lög um farsæld barna. Það er skref í rétta átt en það er ennþá alltof langt í land svo þjónustan verði sem best fyrir börnin okkar. Í íslensku samfélagi erum við með nemendur sem eru á löngum biðlista því þau þurfa að fá greiningu við hæfi eða þeim er vísað frá Bugl vegna alvarlegrar andlegrar líðan. Öll úrræði eru yfirfull. Börnin okkar í dag þurfa að vera það langt leidd í mikilli vanlíðan svo þau séu gripin. Það er ekki nóg að þau séu farin að gera tilraunir til að skaða sig. Þau þurfa hálfpartinn að vera við dauðans dyr svo þau séu gripin. Ég hringdi einu sinni á Bugl. Ég kynnti mig og útskýrði áhyggjur mínar. Ég hafði áhyggjur af því að senda nemanda heim. Ég var hrædd um að hann myndi taka sitt eigið líf. Ég hef aldrei hringt í neyð á Bugl. Ég hafði aldrei haft svona miklar áhyggjur af nemanda. Ég hringi ekki að gamni mínu svona símtal. Aðilinn sem svaraði hálfpartinn hló að mér. Ég fékk þau skilaboð að ég gæti ekki hringt og mætt með barn til þeirra. Ég man að ég stóð á gati. Ég stóð á gati yfir því að ég sem skólamanneskja, með mikla reynslu, væri hafnað af neyðarmóttöku Bugl. Átti ég að senda barnið heim og vona að það kæmi í skólann daginn eftir? Ég tek ofan fyrir starfsfólki í heilbrigðiskerfinu því það er að gera sitt allra besta í þeim aðstæðum sem það er í, alveg eins starfsfólk í skólakerfinu. Kerfin, sem stjórnmálamenn hafa búið til, eru að bregðast okkur, foreldrum og börnum í landinu. Það vantar eitthvað í okkar kerfi og á meðan þetta er svona er skólinn að glíma við það að skapa sem bestar aðstæður fyrir hvern og einn nemanda. Sama hvernig þeim líður eða hvaða bakgrunn þeir hafa. Í skólanum er starfsfólk með með grátandi foreldra í fanginu sem eru í uppgjöf og að niðurlotum komnir. Foreldra sem eru orðnir uppgefnir á því að lenda ítrekað á vegg í kerfinu. Þá vantar aðstoð. Börnunum þeirra er hafnað hvar sem þau koma. Starfsfólk skólanna er allt af vilja gert til að aðstoða en við getum það ekki alltaf þegar barn þarf aðstoð annars staðar frá en í skólanum. Það er mikið talað um að það sé eitthvað að í menntakerfinu okkar. Vandinn er svo miklu stærri. Kerfin verða að tala saman. Ef heilbrigðiskerfið virkaði betur sem skyldi og börn og foreldrar þeirra væru gripin þá skilar það sér út í skólana. Börnunum líður betur þegar þau fá viðeigandi þjónustu. Stundum er það þannig að við erum að lifa af með ákveðna nemendur. Því við höfum ekki umhverfið né aðra þjónustu börnunum í hag. Hvenær mun þetta lagast? Foreldri fékk greiningu fyrir barnið sitt í skólanum af skólasálfræðingi og átti í kjölfarið að panta tíma hjá geðlækni. Foreldrið hringir og ætlar að fá tíma hjá barnageðlækni. ,,Barnageðlækni, það er allavega þriggja ára bið að fá tíma hjá barnageðlækni.“ Það eru bara örfáir barnageðlæknar á landinu. Á meðan barnið bíður í þrjú ár er það í grunnskólanum sínum og hefur engin önnur úrræði. Það getur fengið tíma hjá barnalækni en ekki sérfræðingi á því sviði sem barnið þarfnast. Við reynum að gera okkar besta en það getur verið svo erfitt að horfa upp á það að börnin okkar, já ég segi börnin okkar því öll börn í íslensku samfélagi koma okkur við, fái ekki þjónustu við hæfi. Hver á að grípa börnin ef samfélagið gerir það ekki? Eigum við að bjóða börnunum okkar upp á þessa þjónustu? Hvort sem það er heilbrigðiskerfið eða sérskólar þá er löng bið í úrræði og börnin okkar komast ekki að. Við heyrum oft að skólakerfið þurfi að breytast. Skólakerfið er langt frá því að vera eini vandinn. Það er kerfið í heild sinni. Kerfið þarf að lagast svo starfsumhverfi kennara í skólum landsins verði betra. Við vinnum við eitt mikilvægasta starf í okkar samfélagi. Við erum með börnunum okkar lungann úr deginum. Það er nauðsynlegt að fá fagmenntað fólk í skóla landsins og fleira fagfólk í heilbrigðiskerfið til að grípa börnin okkar. Börnin sem okkur þykir öllum vænt um. Að vinna sem kennari er frábært starf en á sama tíma krefjandi. Kennarar þurfa laun sem hæfa menntun þeirra og ábyrgð. Nú þurfa samningar að fara að klárast svo við fáum góða framtíðarkennara fyrir börnin okkar, því þeir liggja ekki á lausu. Höfundur er skólastjóri í Hörðuvallaskóla.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun