Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 11. febrúar 2025 10:32 Brimbrettaiðkendur sitja í vegi fyrir vinnuvélum sem ætla sér að eyðileggja sérstaka öldu sem hentar frábærlega til brimbrettaiðkunar. Félagið hefur farið fram á að framkvæmdir verði stöðvaðar vegna kæru á framkvæmdina. En hvers virði getur ströndin og aldan verið? Vistkerfi stranda gegna margvíslegu hlutverki sem við mögulega áttum okkur ekki á. Þar sem þau eru búsvæði alls kyns smádýra, þangs og skelfiska sem eru óneitanlegur hlekkur í hringrás lífsins. Þá færa hafstraumar og öldugangur næringarefni og viðhalda þannig hringrás sem hefur viðhaldist um ár og aldir. Þó þessi staður sé lítill hluti af strandlínunni þá hafa ströndum heimsins einmitt verið raskað á þennan hátt, smá í einu. Einungis 15% stranda í heiminum eru enn ósnortnar. En Skipulagsstofnun telur ekki ástæðu til þess að framkvæmdin fari í umhverfismat þrátt fyrir að rask á vistkerfunum sé verulegt og varanlegt. Þessa ákvörðun stofnunarinnar hefur Brimbrettafélagið kært. Samt á að vaða áfram og framkvæma áður en niðurstaða fæst í það mál. Aðalatriðið í þessu máli er mannlegi þátturinn. Náttúran veitir okkur ekki einungis þjónustu í hringrás næringarefna, hreinsun vatns, að halda niðri plágum o.s.frv. Náttúran veitir okkur einnig yndi. Því það eru fullt af stöðum sem við viljum vernda, ekki vegna vistkerfisþjónustu þeirra, heldur vegna þess að við njótum þess að fara þangað. Engum dettur í hug að skella landfyllingu við drangana í Reynisfjöru enda kemur fólk orðið alls staðar að til þess að heimsækja þann stað. Brimbrettaíþróttin er vaxandi íþrótt á Íslandi og þar eru gífurleg tækifæri til að byggja upp innlenda starfsemi þar sem fólk nýtur náttúrunnar. Aldan í Þorlákshöfn er ekki bara talin einstök á landsvísu heldur á heimsvísu til æfinga í brimbrettaíþróttinni. Það getur laðað að íþróttafólk víða að, eða gert það að verkum að Íslendingar vinna ólympíuverðlaun í brimbrettaþrautinni. Allt er mögulegt! Það fólk sem iðkar íþróttina á það þá sameiginlegt að hafa átt upplifanir í íslenskri náttúru. Það bendir allt sífellt meir til þess að aðgangur að náttúru sé mikilvægur fyrir heilsu okkar, ekki síður en aðgangur að hreinu vatni og næring. Ein alda getur verið vettvangur til að kynnast náttúrunni og gefið af sér tækifæri í ferðaþjónustu. Ein alda getur líka verið gífurlega dýrmæt fyrir samfélag og það er augljóst, öllum þeim sem málið skoða, að þessi alda er mikilvæg fyrir brimbrettasamfélagið á Íslandi. “Þetta er eins og barnið okkar” segir í myndbandi frá félaginu. En sveitarfélagið velur að gera landfyllingu til þess að hýsa gáma. Sem jafnvel hefur verið bent á að hægt væri að gera með öðrum hætti. Tilgangsleysið er hrópandi en tækifærin einnig. Ég vona innilega að sveitastjórnin velji almenna skynsemi og nái að miðla málum þannig að allir verði sáttir. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Umhverfismál Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Brimbrettaiðkendur sitja í vegi fyrir vinnuvélum sem ætla sér að eyðileggja sérstaka öldu sem hentar frábærlega til brimbrettaiðkunar. Félagið hefur farið fram á að framkvæmdir verði stöðvaðar vegna kæru á framkvæmdina. En hvers virði getur ströndin og aldan verið? Vistkerfi stranda gegna margvíslegu hlutverki sem við mögulega áttum okkur ekki á. Þar sem þau eru búsvæði alls kyns smádýra, þangs og skelfiska sem eru óneitanlegur hlekkur í hringrás lífsins. Þá færa hafstraumar og öldugangur næringarefni og viðhalda þannig hringrás sem hefur viðhaldist um ár og aldir. Þó þessi staður sé lítill hluti af strandlínunni þá hafa ströndum heimsins einmitt verið raskað á þennan hátt, smá í einu. Einungis 15% stranda í heiminum eru enn ósnortnar. En Skipulagsstofnun telur ekki ástæðu til þess að framkvæmdin fari í umhverfismat þrátt fyrir að rask á vistkerfunum sé verulegt og varanlegt. Þessa ákvörðun stofnunarinnar hefur Brimbrettafélagið kært. Samt á að vaða áfram og framkvæma áður en niðurstaða fæst í það mál. Aðalatriðið í þessu máli er mannlegi þátturinn. Náttúran veitir okkur ekki einungis þjónustu í hringrás næringarefna, hreinsun vatns, að halda niðri plágum o.s.frv. Náttúran veitir okkur einnig yndi. Því það eru fullt af stöðum sem við viljum vernda, ekki vegna vistkerfisþjónustu þeirra, heldur vegna þess að við njótum þess að fara þangað. Engum dettur í hug að skella landfyllingu við drangana í Reynisfjöru enda kemur fólk orðið alls staðar að til þess að heimsækja þann stað. Brimbrettaíþróttin er vaxandi íþrótt á Íslandi og þar eru gífurleg tækifæri til að byggja upp innlenda starfsemi þar sem fólk nýtur náttúrunnar. Aldan í Þorlákshöfn er ekki bara talin einstök á landsvísu heldur á heimsvísu til æfinga í brimbrettaíþróttinni. Það getur laðað að íþróttafólk víða að, eða gert það að verkum að Íslendingar vinna ólympíuverðlaun í brimbrettaþrautinni. Allt er mögulegt! Það fólk sem iðkar íþróttina á það þá sameiginlegt að hafa átt upplifanir í íslenskri náttúru. Það bendir allt sífellt meir til þess að aðgangur að náttúru sé mikilvægur fyrir heilsu okkar, ekki síður en aðgangur að hreinu vatni og næring. Ein alda getur verið vettvangur til að kynnast náttúrunni og gefið af sér tækifæri í ferðaþjónustu. Ein alda getur líka verið gífurlega dýrmæt fyrir samfélag og það er augljóst, öllum þeim sem málið skoða, að þessi alda er mikilvæg fyrir brimbrettasamfélagið á Íslandi. “Þetta er eins og barnið okkar” segir í myndbandi frá félaginu. En sveitarfélagið velur að gera landfyllingu til þess að hýsa gáma. Sem jafnvel hefur verið bent á að hægt væri að gera með öðrum hætti. Tilgangsleysið er hrópandi en tækifærin einnig. Ég vona innilega að sveitastjórnin velji almenna skynsemi og nái að miðla málum þannig að allir verði sáttir. Höfundur er formaður Landverndar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun