Innherji

Stór fjár­festir í Icelandair fær meiri tíma frá SKE til að selja öll bréfin sín

Hörður Ægisson skrifar
Aðaleigandi Ferðaskrifstofu Íslands segir að bréfin sem hann heldur utan um í Icelandair verði seld um leið og „viðunandi“ ávöxtun hefur fengist.
Aðaleigandi Ferðaskrifstofu Íslands segir að bréfin sem hann heldur utan um í Icelandair verði seld um leið og „viðunandi“ ávöxtun hefur fengist. Vísir/Vilhelm

Aðaleigenda Ferðaskrifstofu Íslands og Heimsferða, sem er jafnframt einn umsvifamesti einkafjárfestirinn í hluthafahópi Icelandair, hefur verið veittur lengri frestur af Samkeppniseftirlitinu til að losa um allan eignarhlut sinn í flugfélaginu en að öðrum kosti hefði hann þurft að bjóða bréfin til sölu innan fárra mánaða. Þá hafa samkeppnisyfirvöld sömuleiðis samþykkt að vegna breyttra markaðsaðstæðna þá sé tilefni til að fella úr gildi öll skilyrði sem hafa gilt undanfarin ár um takmarkanir á samstarfi milli Ferðaskrifstofu Íslands og Icelandair.


Tengdar fréttir

Þarf að selja allt sitt í Icelandair

Pálmi Haraldsson, eigandi Ferðaskrifstofu Íslands, þarf að selja allan eignarhlut sinn í Icelandair innan tiltekins tíma, vegna kaupa Ferðaskrifstofu Íslands á Heimsferðum. Hluturinn er metinn á rétt rúmlega einn milljarð króna.

Pálmi í hópi stærstu fjárfesta í Icelandair

Pálmi Haraldsson er orðinn stærsti einkafjárfestir í hlutahafahópi Icelandair. Hlutur hans metinn á 423 milljónir króna. Þórunn Reynisdóttir býður sig fram í stjórn flugfélagsins og hefur stuðning Pálma. Aðalfundur er 8. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×