Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Aron Guðmundsson skrifar 12. febrúar 2025 09:32 Haukur Guðberg Einarsson er formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur. Hann sagði það á ábyrgð sinni á sínum tíma að koma deildinni í var. Nú sé það hans ábyrgð að koma deildinni aftur heim til Grindavíkur Vísir/Stefán „Við erum Grindvíkingar og eigum að spila heima,“ segir formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur sem hefur tekið fyrsta skrefið í átt að heimkomu í ár. Félagið hefur skráð Stakkavíkurvöll í Grindavík sem heimavöll sinn fyrir komandi tímabil. Lið Grindavíkur léku heimaleiki sína á síðasta tímabili í Safamýrinni í Reykjavík. Grindavík og Njarðvík tefla fram sameiginlegu liði í Lengjudeild kvenna á komandi tímabili og munu leika heimaleiki sína í Njarðvík en glöggir hafa tekið eftir því á KSÍ að heimaleikir karlaliðsins eru skráðir á Stakkavíkurvöll í Grindavík. Haukur Guðberg Einarsson er formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur sem hefur, ásamt bæjaryfirvöldum í Grindavík, komið því áleiðis til KSÍ að Stakkavíkurvöllur verði heimavöllur karlaliðsins. „Við erum búnir að vera í góðu sambandi við bæjarstjórnina og UMFG sem er yfir knattspyrnudeildinni. Það eru bara allir sammála um að gera allt sem í sínu valdi stendur til þessa að koma okkur aftur heim, láta boltann rúlla á Stakkavíkurvelli. Við erum Grindvíkingar. Eigum að spila heima. Eins og ég hef sagt oft áður var ábyrgð mín að koma liðinu í var, nú er ábyrgð mín að koma liðinu heim.“ Veltur mikið á móðir náttúru Og þið trúið því fullum fetum að það verði raunin, að liðið geti spilað í Grindavík á komandi tímabili? „Já allan daginn. Það fer náttúrulega eftir móðir náttúru. Við erum enn í atburði, vitum ekki hvað gerist næst en við höfum sloppið vel hingað til. Völlurinn er heill, stúkan heil. Völlurinn er iða grænn þessa stundina. Hann bíður eftir því að við komumst heim.“ Nú þurfa Grindvíkingar annars vegar að fá grænt ljós frá KSÍ varðandi leikhæfi vallarins. Staðan á vellinum er góð að sögn Hauks. „Ég er búinn að skoða þetta vel. Gula húsið, búningsherbergin, þetta er allt í toppmálum. Getur ekki verið betra. Ég sé enga fyrirstöðu. Það er allt í toppmálum þarna í kring.“ Lið Grindavíkur í körfubolta hafa spilað heimaleiki sína í Smáranum í KópavogiVísir Hvað þarf að gerast svo þið getið spilað heima? „Númer eitt þarf guð að vera góður við okkur. Náttúran. Númer tvö, og ég beini því hér með, þurfum við fullt af sjálfboðaliðum heim til þess að hjálpa okkur. Þetta verður bara ævintýri, karlaliðið okkar er að spila á frekar ungum leikmönnum í sumar og það hefur margt breyst síðan árið 2023.“ Eru í treyju Grindavíkur og spila þá í Grindavík Er búið að bera þetta undir leikmenn og þjálfara liðsins, og ef svo er hvernig bregðast þeir við þessu? „Já það er búið að bera þetta undir þjálfarana og leikmenn vita af þessu. Menn tala saman. Þeir eru í Grindavíkur treyjunni, þá verða þeir bara að spila í Grindavík.“ En nú mætti ætla að leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn annarra liða veigri sér við að spila í Grindavík sökum jarðhræringanna þar. „Það er búið að búa til smá hræðslu í fréttunum varðandi Grindavík. Það eru holrými í Hafnarfirði, holrými í Garðabæ. Sprungur hér og þar. Ekkert bara í Grindavík. En það er verið að spila fótbolta þar. Af hverju ekki í Grindavík?“ Ekki alveg búinn að átta sig á þessu Er fullkomlega hættulaust að spila þar? „Já, það er það. Ég er ekkert að segja að fólk eigi að flytja með fjölskyldurnar sínar heim. Það á eftir að laga bæinn aðeins til, það tekur einhvern smá tíma. Ég fer til Grindavíkur þrisvar til fjórum sinnum í viku út af minni vinnu. Það er bara allt í topplagi. Það eru fleiri hundruð manns að vinna þarna, borða saman á sjómannastofunni og Papas, bara stemmari þarna.“ En hvernig hefur verið fyrir þig og ykkur í knattspyrnudeild Grindavíkur að halda starfinu áfram í þessum aðstæðum. Það hlýtur að vera ansi breytt umhverfi? „Ég held að maður verði að láta tímann aðeins líða. Maður er að kyngja þessu sjálfur núna og ekki alveg búinn að átta sig á þessu. Þetta er búið að vera mikill rússíbani hjá okkur í stjórn og ráðum. Maður á eftir að fara yfir þetta kannski seinna.“ Í upphaflegu fréttinni hér fyrir neðan sem flutt var í Sportpakkanum þann 11.febrúar síðastliðinn var því haldið fram að Almannavarnir þyrftu að gefa leyfi fyrir því að spilað yrði á Stakkavíkurvelli. Það er ekki rétt og er slíkt leyfi þeim ekki viðkomandi og fréttin því hér með leiðrétt. UMF Grindavík Grindavík Íslenski boltinn Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Leik lokið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosó Íslenski boltinn Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Uppgjörið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ef menn leggja sig fram og standa sig vel þá er alltaf stutt í byrjunarliðið” „Það má ekki fagna of mikið“ Fyrrum leikmaður Liverpool að ganga í raðir Stjörnunnar Í beinni: Stjarnan - KR | Bæði þurfa sigur Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika „Fannst Víkingarnir ekki eiga skilið neitt út úr þessum leik“ „Unnum klárlega baráttuna í leiknum“ Leik lokið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosó Leik lokið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Uppgjörið: ÍBV - FH 2-1 | Dramatískt sigurmark í Eyjum Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Sjá meira
Lið Grindavíkur léku heimaleiki sína á síðasta tímabili í Safamýrinni í Reykjavík. Grindavík og Njarðvík tefla fram sameiginlegu liði í Lengjudeild kvenna á komandi tímabili og munu leika heimaleiki sína í Njarðvík en glöggir hafa tekið eftir því á KSÍ að heimaleikir karlaliðsins eru skráðir á Stakkavíkurvöll í Grindavík. Haukur Guðberg Einarsson er formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur sem hefur, ásamt bæjaryfirvöldum í Grindavík, komið því áleiðis til KSÍ að Stakkavíkurvöllur verði heimavöllur karlaliðsins. „Við erum búnir að vera í góðu sambandi við bæjarstjórnina og UMFG sem er yfir knattspyrnudeildinni. Það eru bara allir sammála um að gera allt sem í sínu valdi stendur til þessa að koma okkur aftur heim, láta boltann rúlla á Stakkavíkurvelli. Við erum Grindvíkingar. Eigum að spila heima. Eins og ég hef sagt oft áður var ábyrgð mín að koma liðinu í var, nú er ábyrgð mín að koma liðinu heim.“ Veltur mikið á móðir náttúru Og þið trúið því fullum fetum að það verði raunin, að liðið geti spilað í Grindavík á komandi tímabili? „Já allan daginn. Það fer náttúrulega eftir móðir náttúru. Við erum enn í atburði, vitum ekki hvað gerist næst en við höfum sloppið vel hingað til. Völlurinn er heill, stúkan heil. Völlurinn er iða grænn þessa stundina. Hann bíður eftir því að við komumst heim.“ Nú þurfa Grindvíkingar annars vegar að fá grænt ljós frá KSÍ varðandi leikhæfi vallarins. Staðan á vellinum er góð að sögn Hauks. „Ég er búinn að skoða þetta vel. Gula húsið, búningsherbergin, þetta er allt í toppmálum. Getur ekki verið betra. Ég sé enga fyrirstöðu. Það er allt í toppmálum þarna í kring.“ Lið Grindavíkur í körfubolta hafa spilað heimaleiki sína í Smáranum í KópavogiVísir Hvað þarf að gerast svo þið getið spilað heima? „Númer eitt þarf guð að vera góður við okkur. Náttúran. Númer tvö, og ég beini því hér með, þurfum við fullt af sjálfboðaliðum heim til þess að hjálpa okkur. Þetta verður bara ævintýri, karlaliðið okkar er að spila á frekar ungum leikmönnum í sumar og það hefur margt breyst síðan árið 2023.“ Eru í treyju Grindavíkur og spila þá í Grindavík Er búið að bera þetta undir leikmenn og þjálfara liðsins, og ef svo er hvernig bregðast þeir við þessu? „Já það er búið að bera þetta undir þjálfarana og leikmenn vita af þessu. Menn tala saman. Þeir eru í Grindavíkur treyjunni, þá verða þeir bara að spila í Grindavík.“ En nú mætti ætla að leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn annarra liða veigri sér við að spila í Grindavík sökum jarðhræringanna þar. „Það er búið að búa til smá hræðslu í fréttunum varðandi Grindavík. Það eru holrými í Hafnarfirði, holrými í Garðabæ. Sprungur hér og þar. Ekkert bara í Grindavík. En það er verið að spila fótbolta þar. Af hverju ekki í Grindavík?“ Ekki alveg búinn að átta sig á þessu Er fullkomlega hættulaust að spila þar? „Já, það er það. Ég er ekkert að segja að fólk eigi að flytja með fjölskyldurnar sínar heim. Það á eftir að laga bæinn aðeins til, það tekur einhvern smá tíma. Ég fer til Grindavíkur þrisvar til fjórum sinnum í viku út af minni vinnu. Það er bara allt í topplagi. Það eru fleiri hundruð manns að vinna þarna, borða saman á sjómannastofunni og Papas, bara stemmari þarna.“ En hvernig hefur verið fyrir þig og ykkur í knattspyrnudeild Grindavíkur að halda starfinu áfram í þessum aðstæðum. Það hlýtur að vera ansi breytt umhverfi? „Ég held að maður verði að láta tímann aðeins líða. Maður er að kyngja þessu sjálfur núna og ekki alveg búinn að átta sig á þessu. Þetta er búið að vera mikill rússíbani hjá okkur í stjórn og ráðum. Maður á eftir að fara yfir þetta kannski seinna.“ Í upphaflegu fréttinni hér fyrir neðan sem flutt var í Sportpakkanum þann 11.febrúar síðastliðinn var því haldið fram að Almannavarnir þyrftu að gefa leyfi fyrir því að spilað yrði á Stakkavíkurvelli. Það er ekki rétt og er slíkt leyfi þeim ekki viðkomandi og fréttin því hér með leiðrétt.
UMF Grindavík Grindavík Íslenski boltinn Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Leik lokið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosó Íslenski boltinn Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Uppgjörið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ef menn leggja sig fram og standa sig vel þá er alltaf stutt í byrjunarliðið” „Það má ekki fagna of mikið“ Fyrrum leikmaður Liverpool að ganga í raðir Stjörnunnar Í beinni: Stjarnan - KR | Bæði þurfa sigur Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika „Fannst Víkingarnir ekki eiga skilið neitt út úr þessum leik“ „Unnum klárlega baráttuna í leiknum“ Leik lokið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosó Leik lokið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Uppgjörið: ÍBV - FH 2-1 | Dramatískt sigurmark í Eyjum Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Sjá meira