Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Jón Þór Stefánsson skrifar 12. febrúar 2025 09:00 Alfreð Erling Þórðarson er ákærður fyrir að verða hjónum að bana í Neskaupstað. vísir/Vilhelm Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, neitar sök og segist hafa komið að hjónunum látnum. Hann vill meina að „vísindamennirnir“ sem og Guð og djöfullinn séu ábyrgir. Þetta kemur fram í greinargerð Alfreðs Erlings sem fréttastofa hefur undir höndum. Hann gaf ekki skýrslu við aðalmeðferð málsins sem hefur farið fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Málsvörn hans birtist í umræddri greinargerð. Hann krefst sýknu. Annars vegar vegna þess að hann kannast ekki við að hafa framið brotið sem hann er ákærður um. Hins vegar krefst hann sýknu vegna ósakhæfis. Alfreð Erling er grunaður um að hafa orðið hjónunum að bana á heimili þeirra við Strandgötu í Neskaupstað í lok ágúst. Hjónin fundust látin inni á baðherbergi á heimilinu. Sama dag var Alferð handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík, en þar ók hann á bíl í hjónanna. Í bílnum fannst hamar sem hann er grunaður um að hafa notað við verknaðinn. Í greinargerð Alfreðs er atvikum málsins lýst með eftirfarandi hætti: „Ákærði hefur frá upphafi málsins neitað sök og borið eins um málsatvik, hann hafi komið við hjá brotaþolum á leið sinni út úr Neskaupsstað þar sem hann hafi ætlað að húkka sér far yfir á Reyðarfjörð. Ákærði kveðst á stundum hafa komið við hjá brotaþolum og þegið kaffi en í þetta skiptið kveðst harm telja að ástæða þess að hann hafi komið við hjá brotaþolum hafi verið sú að „vísindamennimir“ eða „guð og djöfullinn“ hafi komið því þannig fyrir og því hafi hann komið að brotaþolum látnum. Kveðst ákærði hafa séð blóð á gólfi og því gengið lengra inn í húsið þar sem hann hafi fundið brotaþola liggjandi á baðherbergisgólfinu. Hann hafi þreifað á þeim til að athuga með lífsmörk og við það runnið til, dottið um blóðið og lent á brotaþola […]. í kjölfarið af þessu hafi hann fundið sig, af nánar tilgreindum ástæðum, knúinn til að taka ökutæki brotaþola, kaupa bensín, aka til Reykjavíkur og brenna kross við Hallgrímskirkju hinum látnu til heiðurs.“ Jafnframt segir í greinargerðinni að hann telji sig ekki geta upplýst um málið að öðru leyti. Líkt og áður segir er sýknukrafan tvíþætt í greinargerðinni. Annars vegar er það vegna þess að hann segist hafa komið að þeim látnum, og að hann beri ekki ábyrgð á dauðsföllunum. Hins vegar er það vegna ósakhæfis. Vísað er í matsgerð Kristins Tómassonar geðlæknis sem komst að þeirri afdráttarlausu niðurstöðu að Alfreð hefði verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstundu, en ef dómurinn kemst að sömu niðurstöðu mun Alfreð teljast ósakhæfur. Kristinn gaf skýrslu fyrir dómi í gær og sagði brýnt að Alfreð yrði vistaður á réttargeðdeild þar sem hann fengi góða meðferð, en ekki í fangelsi. Það væri mikilvægt bæði upp á öryggi Alfreðs sjálfs, en líka vegna öryggis fangavarða. Í greinargerðinni er bent á að samkvæmt dómaframkvæmd um geðrænt sakhæfi sé í flestum tilfellum áberandi samhljómur milli matsgerðar og niðurstöðu dómstóla. Verði Alfreð sakfelldur er þess krafist að hann muni ekki sæta refsingu, og til þrautavara er þess krafist að hann verði látinn sæta vægustu refsingu sem lög leyfa. Þá er krafist að bótakörfum aðstandenda hinna látnu verði vísað frá dómi, en ef hann verður sýknaður vegna ósakæfis eða sakfelldur krefst hann þess að upphæðirnar sem krafist er verði lækkaðar. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Þetta kemur fram í greinargerð Alfreðs Erlings sem fréttastofa hefur undir höndum. Hann gaf ekki skýrslu við aðalmeðferð málsins sem hefur farið fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Málsvörn hans birtist í umræddri greinargerð. Hann krefst sýknu. Annars vegar vegna þess að hann kannast ekki við að hafa framið brotið sem hann er ákærður um. Hins vegar krefst hann sýknu vegna ósakhæfis. Alfreð Erling er grunaður um að hafa orðið hjónunum að bana á heimili þeirra við Strandgötu í Neskaupstað í lok ágúst. Hjónin fundust látin inni á baðherbergi á heimilinu. Sama dag var Alferð handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík, en þar ók hann á bíl í hjónanna. Í bílnum fannst hamar sem hann er grunaður um að hafa notað við verknaðinn. Í greinargerð Alfreðs er atvikum málsins lýst með eftirfarandi hætti: „Ákærði hefur frá upphafi málsins neitað sök og borið eins um málsatvik, hann hafi komið við hjá brotaþolum á leið sinni út úr Neskaupsstað þar sem hann hafi ætlað að húkka sér far yfir á Reyðarfjörð. Ákærði kveðst á stundum hafa komið við hjá brotaþolum og þegið kaffi en í þetta skiptið kveðst harm telja að ástæða þess að hann hafi komið við hjá brotaþolum hafi verið sú að „vísindamennimir“ eða „guð og djöfullinn“ hafi komið því þannig fyrir og því hafi hann komið að brotaþolum látnum. Kveðst ákærði hafa séð blóð á gólfi og því gengið lengra inn í húsið þar sem hann hafi fundið brotaþola liggjandi á baðherbergisgólfinu. Hann hafi þreifað á þeim til að athuga með lífsmörk og við það runnið til, dottið um blóðið og lent á brotaþola […]. í kjölfarið af þessu hafi hann fundið sig, af nánar tilgreindum ástæðum, knúinn til að taka ökutæki brotaþola, kaupa bensín, aka til Reykjavíkur og brenna kross við Hallgrímskirkju hinum látnu til heiðurs.“ Jafnframt segir í greinargerðinni að hann telji sig ekki geta upplýst um málið að öðru leyti. Líkt og áður segir er sýknukrafan tvíþætt í greinargerðinni. Annars vegar er það vegna þess að hann segist hafa komið að þeim látnum, og að hann beri ekki ábyrgð á dauðsföllunum. Hins vegar er það vegna ósakhæfis. Vísað er í matsgerð Kristins Tómassonar geðlæknis sem komst að þeirri afdráttarlausu niðurstöðu að Alfreð hefði verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstundu, en ef dómurinn kemst að sömu niðurstöðu mun Alfreð teljast ósakhæfur. Kristinn gaf skýrslu fyrir dómi í gær og sagði brýnt að Alfreð yrði vistaður á réttargeðdeild þar sem hann fengi góða meðferð, en ekki í fangelsi. Það væri mikilvægt bæði upp á öryggi Alfreðs sjálfs, en líka vegna öryggis fangavarða. Í greinargerðinni er bent á að samkvæmt dómaframkvæmd um geðrænt sakhæfi sé í flestum tilfellum áberandi samhljómur milli matsgerðar og niðurstöðu dómstóla. Verði Alfreð sakfelldur er þess krafist að hann muni ekki sæta refsingu, og til þrautavara er þess krafist að hann verði látinn sæta vægustu refsingu sem lög leyfa. Þá er krafist að bótakörfum aðstandenda hinna látnu verði vísað frá dómi, en ef hann verður sýknaður vegna ósakæfis eða sakfelldur krefst hann þess að upphæðirnar sem krafist er verði lækkaðar.
„Ákærði hefur frá upphafi málsins neitað sök og borið eins um málsatvik, hann hafi komið við hjá brotaþolum á leið sinni út úr Neskaupsstað þar sem hann hafi ætlað að húkka sér far yfir á Reyðarfjörð. Ákærði kveðst á stundum hafa komið við hjá brotaþolum og þegið kaffi en í þetta skiptið kveðst harm telja að ástæða þess að hann hafi komið við hjá brotaþolum hafi verið sú að „vísindamennimir“ eða „guð og djöfullinn“ hafi komið því þannig fyrir og því hafi hann komið að brotaþolum látnum. Kveðst ákærði hafa séð blóð á gólfi og því gengið lengra inn í húsið þar sem hann hafi fundið brotaþola liggjandi á baðherbergisgólfinu. Hann hafi þreifað á þeim til að athuga með lífsmörk og við það runnið til, dottið um blóðið og lent á brotaþola […]. í kjölfarið af þessu hafi hann fundið sig, af nánar tilgreindum ástæðum, knúinn til að taka ökutæki brotaþola, kaupa bensín, aka til Reykjavíkur og brenna kross við Hallgrímskirkju hinum látnu til heiðurs.“
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira