Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar 12. febrúar 2025 09:00 Alþjóðlegi netöryggisdagurinn var í gær, 11. febrúar. Mikilvægi málaflokksins hefur sjaldan verið meira og til þess að undirstrika það hefur árið 2025 verið útnefnt sem Evrópuár um stafræna borgaravitund til þess að draga þessi mál framar á sjónarsviðið. SAFT – Netöryggismiðstöð Íslands er ábyrgt fyrir því að skipuleggja dagskrá fyrir Alþjóðlega netöryggisdaginn þar sem sérstök áhersla verður á félagslegt netöryggi. Netöryggi á sér tvær hliðar: Tæknilegt netöryggi Félagslegt netöryggi Í netöryggisáætlunum landsins ættum við alltaf að horfa bæði til þess að tryggja tæknilega innviði og vernda fólk sem notendur. Í stríði er sannleikurinn það fyrsta sem deyr Samhliða netárás á innviði frá óvinveittu ríki mun fylgja flóðbylgja af upplýsingaóreiðu sem mun ala á ótta og efasemdum með það að markmiði að grafa undan trausti í garð t.d. stjórnvalda, fjölmiðla og stofnanna. Blekkingum, ýkjum, hálfsannleik og fölskum upplýsingum verður dreift til þess að fá okkur til að missa trú á lykilstofnanir sem halda samfélaginu okkar saman. Við verðum vanvirk og hættum að bregðast við. Á sama tíma verður kveikt undir öfgahópum til þess að auka á skautun og egna okkur saman. Ætlum við að kasta inn handklæðinu og hætta að bregðast við? 43% þátttakenda í rannsókn Maskínu fyrir Fjölmiðlanefnd gerðu ekkert þegar að þau rákust á frétt á netinu sem þau töldu vera falsfrétt (2021 var hlutfallið 23,8%). 41% barna í 8.-10. bekk grunnskóla á Íslandi og 67% í framhaldsskóla telja sig hafa séð falsfrétt. Um 60% þeirra gerðu ekkert til þess að bregðast við. Óvinveitt ríki sem beina hingað upplýsingaóreiðu vilja að við hættum að bregðast við og að við verðum óvirk. Að við missum allt traust og trú á okkar samfélagi. Mótsvarið okkar getur því ekki verið fólgið í því að ala á ótta, efasemdum og vantrú „treystu engu“ getur ekki verið svarið, heldur eigum við frekar að hugsa hverju getum við treyst? Hvaðan kemur þetta? Hver segir frá? Hvert er markmiðið? Hvaða hvati/hvatar liggur að baki? Upplýsingaóreiða hefur engin landamæri og hún þrífst best á tímum óvissu. Á hverjum degi dynja á okkur upplýsingar úr öllum áttum. Í þessum mikla straumi gerum við okkar besta til að synda með og halda höfðinu fyrir ofan yfirborðið. Handan við hornið áætlar skýrsla Europol að gervigreind muni framleiða 90% alls efnis á internetinu árið 2026. Framundan er því flóðbylgja sem er í þann mund að skella á okkur með miklu krafti. Nú ekki tíminn til að kasta inn handklæðinu og hætta að bregðast við! Lykilatriði hér er valdefling notenda á netinu. Að við stoppum, hugsum og athugum sannleikagildi upplýsinga. Að við vitum hvert við getum leitað að traustum og góðum upplýsingum. Kunnum að bregðast við þegar að við lendum í vanda og skiljum hvernig upplýsingum er beitt til að hafa áhrif á okkur. Höfundur er sviðsstjóri SAFT – Netöryggismiðstöðvar Íslands. Heimildir: Traust í íslensku samfélagi – Maskína og Fjölmiðlanefnd 2022 Upplýsingaóreiða og skautun í íslensku samfélagi – Maskína og Fjölmiðlanefnd 2022 Börn og netmiðlar (2023) – Menntavísindastofnun Háskóla Íslands og Fjölmiðlanefnd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Bragi Geirdal Netöryggi Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn var í gær, 11. febrúar. Mikilvægi málaflokksins hefur sjaldan verið meira og til þess að undirstrika það hefur árið 2025 verið útnefnt sem Evrópuár um stafræna borgaravitund til þess að draga þessi mál framar á sjónarsviðið. SAFT – Netöryggismiðstöð Íslands er ábyrgt fyrir því að skipuleggja dagskrá fyrir Alþjóðlega netöryggisdaginn þar sem sérstök áhersla verður á félagslegt netöryggi. Netöryggi á sér tvær hliðar: Tæknilegt netöryggi Félagslegt netöryggi Í netöryggisáætlunum landsins ættum við alltaf að horfa bæði til þess að tryggja tæknilega innviði og vernda fólk sem notendur. Í stríði er sannleikurinn það fyrsta sem deyr Samhliða netárás á innviði frá óvinveittu ríki mun fylgja flóðbylgja af upplýsingaóreiðu sem mun ala á ótta og efasemdum með það að markmiði að grafa undan trausti í garð t.d. stjórnvalda, fjölmiðla og stofnanna. Blekkingum, ýkjum, hálfsannleik og fölskum upplýsingum verður dreift til þess að fá okkur til að missa trú á lykilstofnanir sem halda samfélaginu okkar saman. Við verðum vanvirk og hættum að bregðast við. Á sama tíma verður kveikt undir öfgahópum til þess að auka á skautun og egna okkur saman. Ætlum við að kasta inn handklæðinu og hætta að bregðast við? 43% þátttakenda í rannsókn Maskínu fyrir Fjölmiðlanefnd gerðu ekkert þegar að þau rákust á frétt á netinu sem þau töldu vera falsfrétt (2021 var hlutfallið 23,8%). 41% barna í 8.-10. bekk grunnskóla á Íslandi og 67% í framhaldsskóla telja sig hafa séð falsfrétt. Um 60% þeirra gerðu ekkert til þess að bregðast við. Óvinveitt ríki sem beina hingað upplýsingaóreiðu vilja að við hættum að bregðast við og að við verðum óvirk. Að við missum allt traust og trú á okkar samfélagi. Mótsvarið okkar getur því ekki verið fólgið í því að ala á ótta, efasemdum og vantrú „treystu engu“ getur ekki verið svarið, heldur eigum við frekar að hugsa hverju getum við treyst? Hvaðan kemur þetta? Hver segir frá? Hvert er markmiðið? Hvaða hvati/hvatar liggur að baki? Upplýsingaóreiða hefur engin landamæri og hún þrífst best á tímum óvissu. Á hverjum degi dynja á okkur upplýsingar úr öllum áttum. Í þessum mikla straumi gerum við okkar besta til að synda með og halda höfðinu fyrir ofan yfirborðið. Handan við hornið áætlar skýrsla Europol að gervigreind muni framleiða 90% alls efnis á internetinu árið 2026. Framundan er því flóðbylgja sem er í þann mund að skella á okkur með miklu krafti. Nú ekki tíminn til að kasta inn handklæðinu og hætta að bregðast við! Lykilatriði hér er valdefling notenda á netinu. Að við stoppum, hugsum og athugum sannleikagildi upplýsinga. Að við vitum hvert við getum leitað að traustum og góðum upplýsingum. Kunnum að bregðast við þegar að við lendum í vanda og skiljum hvernig upplýsingum er beitt til að hafa áhrif á okkur. Höfundur er sviðsstjóri SAFT – Netöryggismiðstöðvar Íslands. Heimildir: Traust í íslensku samfélagi – Maskína og Fjölmiðlanefnd 2022 Upplýsingaóreiða og skautun í íslensku samfélagi – Maskína og Fjölmiðlanefnd 2022 Börn og netmiðlar (2023) – Menntavísindastofnun Háskóla Íslands og Fjölmiðlanefnd
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun