Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar 12. febrúar 2025 09:00 Alþjóðlegi netöryggisdagurinn var í gær, 11. febrúar. Mikilvægi málaflokksins hefur sjaldan verið meira og til þess að undirstrika það hefur árið 2025 verið útnefnt sem Evrópuár um stafræna borgaravitund til þess að draga þessi mál framar á sjónarsviðið. SAFT – Netöryggismiðstöð Íslands er ábyrgt fyrir því að skipuleggja dagskrá fyrir Alþjóðlega netöryggisdaginn þar sem sérstök áhersla verður á félagslegt netöryggi. Netöryggi á sér tvær hliðar: Tæknilegt netöryggi Félagslegt netöryggi Í netöryggisáætlunum landsins ættum við alltaf að horfa bæði til þess að tryggja tæknilega innviði og vernda fólk sem notendur. Í stríði er sannleikurinn það fyrsta sem deyr Samhliða netárás á innviði frá óvinveittu ríki mun fylgja flóðbylgja af upplýsingaóreiðu sem mun ala á ótta og efasemdum með það að markmiði að grafa undan trausti í garð t.d. stjórnvalda, fjölmiðla og stofnanna. Blekkingum, ýkjum, hálfsannleik og fölskum upplýsingum verður dreift til þess að fá okkur til að missa trú á lykilstofnanir sem halda samfélaginu okkar saman. Við verðum vanvirk og hættum að bregðast við. Á sama tíma verður kveikt undir öfgahópum til þess að auka á skautun og egna okkur saman. Ætlum við að kasta inn handklæðinu og hætta að bregðast við? 43% þátttakenda í rannsókn Maskínu fyrir Fjölmiðlanefnd gerðu ekkert þegar að þau rákust á frétt á netinu sem þau töldu vera falsfrétt (2021 var hlutfallið 23,8%). 41% barna í 8.-10. bekk grunnskóla á Íslandi og 67% í framhaldsskóla telja sig hafa séð falsfrétt. Um 60% þeirra gerðu ekkert til þess að bregðast við. Óvinveitt ríki sem beina hingað upplýsingaóreiðu vilja að við hættum að bregðast við og að við verðum óvirk. Að við missum allt traust og trú á okkar samfélagi. Mótsvarið okkar getur því ekki verið fólgið í því að ala á ótta, efasemdum og vantrú „treystu engu“ getur ekki verið svarið, heldur eigum við frekar að hugsa hverju getum við treyst? Hvaðan kemur þetta? Hver segir frá? Hvert er markmiðið? Hvaða hvati/hvatar liggur að baki? Upplýsingaóreiða hefur engin landamæri og hún þrífst best á tímum óvissu. Á hverjum degi dynja á okkur upplýsingar úr öllum áttum. Í þessum mikla straumi gerum við okkar besta til að synda með og halda höfðinu fyrir ofan yfirborðið. Handan við hornið áætlar skýrsla Europol að gervigreind muni framleiða 90% alls efnis á internetinu árið 2026. Framundan er því flóðbylgja sem er í þann mund að skella á okkur með miklu krafti. Nú ekki tíminn til að kasta inn handklæðinu og hætta að bregðast við! Lykilatriði hér er valdefling notenda á netinu. Að við stoppum, hugsum og athugum sannleikagildi upplýsinga. Að við vitum hvert við getum leitað að traustum og góðum upplýsingum. Kunnum að bregðast við þegar að við lendum í vanda og skiljum hvernig upplýsingum er beitt til að hafa áhrif á okkur. Höfundur er sviðsstjóri SAFT – Netöryggismiðstöðvar Íslands. Heimildir: Traust í íslensku samfélagi – Maskína og Fjölmiðlanefnd 2022 Upplýsingaóreiða og skautun í íslensku samfélagi – Maskína og Fjölmiðlanefnd 2022 Börn og netmiðlar (2023) – Menntavísindastofnun Háskóla Íslands og Fjölmiðlanefnd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Bragi Geirdal Netöryggi Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn var í gær, 11. febrúar. Mikilvægi málaflokksins hefur sjaldan verið meira og til þess að undirstrika það hefur árið 2025 verið útnefnt sem Evrópuár um stafræna borgaravitund til þess að draga þessi mál framar á sjónarsviðið. SAFT – Netöryggismiðstöð Íslands er ábyrgt fyrir því að skipuleggja dagskrá fyrir Alþjóðlega netöryggisdaginn þar sem sérstök áhersla verður á félagslegt netöryggi. Netöryggi á sér tvær hliðar: Tæknilegt netöryggi Félagslegt netöryggi Í netöryggisáætlunum landsins ættum við alltaf að horfa bæði til þess að tryggja tæknilega innviði og vernda fólk sem notendur. Í stríði er sannleikurinn það fyrsta sem deyr Samhliða netárás á innviði frá óvinveittu ríki mun fylgja flóðbylgja af upplýsingaóreiðu sem mun ala á ótta og efasemdum með það að markmiði að grafa undan trausti í garð t.d. stjórnvalda, fjölmiðla og stofnanna. Blekkingum, ýkjum, hálfsannleik og fölskum upplýsingum verður dreift til þess að fá okkur til að missa trú á lykilstofnanir sem halda samfélaginu okkar saman. Við verðum vanvirk og hættum að bregðast við. Á sama tíma verður kveikt undir öfgahópum til þess að auka á skautun og egna okkur saman. Ætlum við að kasta inn handklæðinu og hætta að bregðast við? 43% þátttakenda í rannsókn Maskínu fyrir Fjölmiðlanefnd gerðu ekkert þegar að þau rákust á frétt á netinu sem þau töldu vera falsfrétt (2021 var hlutfallið 23,8%). 41% barna í 8.-10. bekk grunnskóla á Íslandi og 67% í framhaldsskóla telja sig hafa séð falsfrétt. Um 60% þeirra gerðu ekkert til þess að bregðast við. Óvinveitt ríki sem beina hingað upplýsingaóreiðu vilja að við hættum að bregðast við og að við verðum óvirk. Að við missum allt traust og trú á okkar samfélagi. Mótsvarið okkar getur því ekki verið fólgið í því að ala á ótta, efasemdum og vantrú „treystu engu“ getur ekki verið svarið, heldur eigum við frekar að hugsa hverju getum við treyst? Hvaðan kemur þetta? Hver segir frá? Hvert er markmiðið? Hvaða hvati/hvatar liggur að baki? Upplýsingaóreiða hefur engin landamæri og hún þrífst best á tímum óvissu. Á hverjum degi dynja á okkur upplýsingar úr öllum áttum. Í þessum mikla straumi gerum við okkar besta til að synda með og halda höfðinu fyrir ofan yfirborðið. Handan við hornið áætlar skýrsla Europol að gervigreind muni framleiða 90% alls efnis á internetinu árið 2026. Framundan er því flóðbylgja sem er í þann mund að skella á okkur með miklu krafti. Nú ekki tíminn til að kasta inn handklæðinu og hætta að bregðast við! Lykilatriði hér er valdefling notenda á netinu. Að við stoppum, hugsum og athugum sannleikagildi upplýsinga. Að við vitum hvert við getum leitað að traustum og góðum upplýsingum. Kunnum að bregðast við þegar að við lendum í vanda og skiljum hvernig upplýsingum er beitt til að hafa áhrif á okkur. Höfundur er sviðsstjóri SAFT – Netöryggismiðstöðvar Íslands. Heimildir: Traust í íslensku samfélagi – Maskína og Fjölmiðlanefnd 2022 Upplýsingaóreiða og skautun í íslensku samfélagi – Maskína og Fjölmiðlanefnd 2022 Börn og netmiðlar (2023) – Menntavísindastofnun Háskóla Íslands og Fjölmiðlanefnd
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun