„Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. febrúar 2025 12:00 Jón hefur tilkynnt framboð til formanns HSÍ. Jón Halldórsson ætlar að bjóða sig fram í formannsstól HSÍ. Hann telur nauðsynlegt að sameina hreyfinguna og horfa björtum augum á framtíðina. Rætt var við Jón í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Jón hefur verið formaður handknattleiksdeildar Vals í þónokkur ár og með mikla reynslu á þeim vettvangi. Hann er fyrsti frambjóðandi sem gefur kost á sér fyrir ársþing HSÍ 5. apríl næstkomandi. Guðmundur B. Ólafsson hefur verið formaður HSÍ undanfarin tólf ár en tilkynnti á fimmtudag að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Formaður er kosinn til tveggja ára í senn. „Ég hef alltaf haft trú á því að einn plús einn geti orðið þrír og það er svona það fyrsta hjá mér í þessu ferli. Svo eru þessir grunnhlutir eins og fjárhagur og rekstur sambandsins sem er flókinn og erfiður. Þetta er ekkert bara HSÍ heldur bara með alla íþróttahreyfinguna að fá fjármuni inn í hreyfingarnar. Við fáum peninga frá afrekssjóð og það eru að koma inn aukapeningar þar en við þurfum að sækja enn meiri pening,“ segir Jón og heldur áfram. „Mitt mat er að við þurfum meiri aðstoð frá ríki og sveitarfélögum en við erum líka háð styrkjum fyrirtækja.“ Nokkur erfið mál Jón segir að orðræðan í kringum sambandið hafi verið of neikvæð undanfarin misseri. „Það eru búin að koma upp nokkur erfið mál eins og til dæmis sjónvarpsmálin okkar sem hafa verið sem hafa verið svolítið erfið. Við förum af Sýn og yfir í Handboltapassann sem gekk brösuglega til að byrja með en er miklu betra núna og útbreiðslan þar að aukast. Svo eru alltaf svona hitamál eins og ég kringum landsliðsþjálfaramál og fleira en við ætlum að fara horfa fram á veginn og hætta að kíkja í baksýnisspegilinn,“ segir Jón og heldur áfram. „Það er alltaf hægt að fara til baka og hægt að skoða hvað væri hægt að gera betur. En ég hef alltaf haft það sem reglu í lífinu mínu og hjá fyrirtækinu mínu sem ég stjórna er að þú mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið,“ segir Jón en hægt er að horfa á viðtalið hér að neðan. HSÍ Handbolti Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira
Jón hefur verið formaður handknattleiksdeildar Vals í þónokkur ár og með mikla reynslu á þeim vettvangi. Hann er fyrsti frambjóðandi sem gefur kost á sér fyrir ársþing HSÍ 5. apríl næstkomandi. Guðmundur B. Ólafsson hefur verið formaður HSÍ undanfarin tólf ár en tilkynnti á fimmtudag að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Formaður er kosinn til tveggja ára í senn. „Ég hef alltaf haft trú á því að einn plús einn geti orðið þrír og það er svona það fyrsta hjá mér í þessu ferli. Svo eru þessir grunnhlutir eins og fjárhagur og rekstur sambandsins sem er flókinn og erfiður. Þetta er ekkert bara HSÍ heldur bara með alla íþróttahreyfinguna að fá fjármuni inn í hreyfingarnar. Við fáum peninga frá afrekssjóð og það eru að koma inn aukapeningar þar en við þurfum að sækja enn meiri pening,“ segir Jón og heldur áfram. „Mitt mat er að við þurfum meiri aðstoð frá ríki og sveitarfélögum en við erum líka háð styrkjum fyrirtækja.“ Nokkur erfið mál Jón segir að orðræðan í kringum sambandið hafi verið of neikvæð undanfarin misseri. „Það eru búin að koma upp nokkur erfið mál eins og til dæmis sjónvarpsmálin okkar sem hafa verið sem hafa verið svolítið erfið. Við förum af Sýn og yfir í Handboltapassann sem gekk brösuglega til að byrja með en er miklu betra núna og útbreiðslan þar að aukast. Svo eru alltaf svona hitamál eins og ég kringum landsliðsþjálfaramál og fleira en við ætlum að fara horfa fram á veginn og hætta að kíkja í baksýnisspegilinn,“ segir Jón og heldur áfram. „Það er alltaf hægt að fara til baka og hægt að skoða hvað væri hægt að gera betur. En ég hef alltaf haft það sem reglu í lífinu mínu og hjá fyrirtækinu mínu sem ég stjórna er að þú mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið,“ segir Jón en hægt er að horfa á viðtalið hér að neðan.
HSÍ Handbolti Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira