Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Jón Þór Stefánsson skrifar 12. febrúar 2025 14:04 Arnþrúður Þórarinsdóttir, sem er fyrir miðju, er saksóknari hjá Héraðssaksóknara. Vísir/Vilhelm Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir að ef fallist verði á að sakfella Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðing, sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, væri eðlilegt að dæma hann í tuttugu ára fangelsi, og jafnvel ævilangt fangelsi. Hún sagði þó mikilvægt að dómurinn skoði hvort Alfreð sé sakhæfur eða ekki. Matsgerð geðlæknis í málinu væri vissulega afgerandi á þá leið að hann væri ósakhæfur og það væri erfitt að líta fram hjá því. Aðalkrafa ákæruvaldsins er samt sem áður að Alfreð verði sakfelldur. Þetta kom fram í munnlegum málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag við lok aðalmeðferðar málsins. Alfreð Erling er grunaður um að hafa orðið hjónunum að bana á heimili þeirra við Strandgötu í Neskaupstað í lok ágúst. Hjónin fundust látin inni á baðherbergi á heimilinu. Sama dag var Alferð handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík, en þar ók hann á bíl í hjónanna. Í bílnum fannst hamar sem hann er grunaður um að hafa notað við verknaðinn. Alfreð gaf ekki skýrslu fyrir dómi, en hann neitar sök. Annars vegar vegna þess að hann kannast ekki við að hafa orðið hjónunum að bana. Og hins vegar vegna ósakhæfis. Kristinn Tómasson geðlæknir sem vann matsgerð í málinu komst að þeirri niðurstöðu að Alfreð væri með alvarlegan geðrofssjúkdóm og væri ósakhæfur. Í málflutningi sínum í dag sagði Arnþrúður að Alfreð væri einn til frásagnar um það sem hefði gerst á heimilinu. Hún sagði þó að frásögn hans kæmi ekki heim og saman við gögn málsins. Gögn málsins bentu til þess að hann hefði verið að verki, og enginn annar. Það væri hafið yfir allan skynsamlegan vafa. Árásin hafi verið einhliða og ásetningur Alfreðs skýr. „Ásetningsstigið verður ekki hærra. Hann tekur með sér hamar. Þetta eru eldri hjón á heimili sínu þar sem þau áttu sín einskis ills von,“ sagði Arnþrúður. Hún benti á að ekki væru dæmi í íslenskri réttarsögu á æðri dómstigum þar sem tveir einstaklingur væru sviptir lífi sínu með hrottalegum hætti á sama tíma. Ef dómurinn kæmist að þeirri niðurstöðu að sakfella ætti Alfreð ætti að líta til hámarksrefsingar, tuttugu ára fangelsisvistar, eða ævilangrar. Arnþrúður var þó skýr á þeirri skoðun sinni að það kæmi alveg til greina að Alfreð væri ósakhæfur meðal annars vegna afgerandi niðurstöðu matsgerðarinnar. Það væri þó dómsins að ákveða um sakhæfi Alfreðs. Yrði fallist á þessa varakröfu, að Alfreð sé ósakhæfur, ætti að horfa til þess að vista þurfi Alfreð á viðeigandi stofnun, sem í þessu tilfelli væri réttargeðdeild. Fer fram á samtals 48 milljónir Réttargæslumaður fjögurra aðstandenda hjónanna fór fram á að Alfreð verði dæmdur til að greiða hverju og einu þeirra tólf milljónir króna. Í ræðu sinni vísaði hann til þess að þarna hefðu foreldrar aðstandendanna verið sviptir lífi með hrottafengnum hætti á sömu stundu. Þá hefðu þeir ekki geta borið þau augum eftir að þau létust, og því ekki fengið að kveðja hjónin í hinsta sinn. Jafnframt fór réttargæslumaðurinn fram á að Alfreð greiði aðrar skaðabætur fyrir ýmsan kostnað sem hefur fylgt andláti hjónanna. Þá fór hann fram á að Alfreð greiði miskabæturnar jafnvel þó hann verði dæmdur ósakhæfur. Fréttin var uppfærð eftir ræðu réttargæslumanns. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Hún sagði þó mikilvægt að dómurinn skoði hvort Alfreð sé sakhæfur eða ekki. Matsgerð geðlæknis í málinu væri vissulega afgerandi á þá leið að hann væri ósakhæfur og það væri erfitt að líta fram hjá því. Aðalkrafa ákæruvaldsins er samt sem áður að Alfreð verði sakfelldur. Þetta kom fram í munnlegum málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag við lok aðalmeðferðar málsins. Alfreð Erling er grunaður um að hafa orðið hjónunum að bana á heimili þeirra við Strandgötu í Neskaupstað í lok ágúst. Hjónin fundust látin inni á baðherbergi á heimilinu. Sama dag var Alferð handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík, en þar ók hann á bíl í hjónanna. Í bílnum fannst hamar sem hann er grunaður um að hafa notað við verknaðinn. Alfreð gaf ekki skýrslu fyrir dómi, en hann neitar sök. Annars vegar vegna þess að hann kannast ekki við að hafa orðið hjónunum að bana. Og hins vegar vegna ósakhæfis. Kristinn Tómasson geðlæknir sem vann matsgerð í málinu komst að þeirri niðurstöðu að Alfreð væri með alvarlegan geðrofssjúkdóm og væri ósakhæfur. Í málflutningi sínum í dag sagði Arnþrúður að Alfreð væri einn til frásagnar um það sem hefði gerst á heimilinu. Hún sagði þó að frásögn hans kæmi ekki heim og saman við gögn málsins. Gögn málsins bentu til þess að hann hefði verið að verki, og enginn annar. Það væri hafið yfir allan skynsamlegan vafa. Árásin hafi verið einhliða og ásetningur Alfreðs skýr. „Ásetningsstigið verður ekki hærra. Hann tekur með sér hamar. Þetta eru eldri hjón á heimili sínu þar sem þau áttu sín einskis ills von,“ sagði Arnþrúður. Hún benti á að ekki væru dæmi í íslenskri réttarsögu á æðri dómstigum þar sem tveir einstaklingur væru sviptir lífi sínu með hrottalegum hætti á sama tíma. Ef dómurinn kæmist að þeirri niðurstöðu að sakfella ætti Alfreð ætti að líta til hámarksrefsingar, tuttugu ára fangelsisvistar, eða ævilangrar. Arnþrúður var þó skýr á þeirri skoðun sinni að það kæmi alveg til greina að Alfreð væri ósakhæfur meðal annars vegna afgerandi niðurstöðu matsgerðarinnar. Það væri þó dómsins að ákveða um sakhæfi Alfreðs. Yrði fallist á þessa varakröfu, að Alfreð sé ósakhæfur, ætti að horfa til þess að vista þurfi Alfreð á viðeigandi stofnun, sem í þessu tilfelli væri réttargeðdeild. Fer fram á samtals 48 milljónir Réttargæslumaður fjögurra aðstandenda hjónanna fór fram á að Alfreð verði dæmdur til að greiða hverju og einu þeirra tólf milljónir króna. Í ræðu sinni vísaði hann til þess að þarna hefðu foreldrar aðstandendanna verið sviptir lífi með hrottafengnum hætti á sömu stundu. Þá hefðu þeir ekki geta borið þau augum eftir að þau létust, og því ekki fengið að kveðja hjónin í hinsta sinn. Jafnframt fór réttargæslumaðurinn fram á að Alfreð greiði aðrar skaðabætur fyrir ýmsan kostnað sem hefur fylgt andláti hjónanna. Þá fór hann fram á að Alfreð greiði miskabæturnar jafnvel þó hann verði dæmdur ósakhæfur. Fréttin var uppfærð eftir ræðu réttargæslumanns.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira