„Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2025 15:16 Birkir Már Sævarsson heldur áfram að spila fótbolta í ár, með liði Nacka. Nacka FC Forráðamenn sænska félagsins Nacka binda miklar vonir við Birki Má Sævarsson en þessi 103 leikja landsliðsmaður hefur ákveðið að halda fótboltaferlinum áfram, fertugur að aldri. Birkir kvaddi uppeldisfélag sitt Val öðru sinni í haust og var þá ljóst að hann myndi ekki spila fleiri leiki hér á landi. Hann er fluttur aftur til Svíþjóðar með fjölskyldu sinni, þar sem Birkir lék lengi við afar góðan orðstír með Hammarby, og hefur nú fundið sér nýtt félag. Nacka kynnti Birki til leiks með miklu stolti í dag enda alveg ljóst að það gerist ekki á hverjum degi að sænskt D-deildarfélag getur teflt fram leikmanni sem spilaði á EM og HM. Birkir mun því áfram spila fótbolta meðfram annarri vinnu, þó að boltinn verði ekki í sama forgangi og áður. Það voru forráðamenn Nacka sem höfðu samband við hann að fyrra bragði. „Við sáum að við værum einn af kostunum í boði fyrir hann til að vera áfram á keppnisstigi, þar sem að við erum staðsett í nágrenni við heimili hans. Við höfðum samband og fengum hann til að mæta á æfingar og hann virtist vera sáttur. Síðan gekk þetta eftir,“ sagði Salih Shala, yfirmaður fótboltamála hjá Nacka, við Fotbollskanalen. View this post on Instagram A post shared by Nacka FC - Herr (@nackafc.herr) Greinilegt er að mikil hamingja ríkir hjá þessu sænska smáliði með að hafa hreppt Birki og eins og Íslendingar vita eftir að hafa fylgst með honum í Bestu deildinni þá er líkamlegt ástand ekki neitt vandamál: „Hann er í annarri vinnu með fótboltanum sem tekur mikinn tíma frá honum. Hann hefur sagst vilja halda áfram að spila eins lengi og hann getur. Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur. Við vorum svolítið órólegir yfir því hvernig líkamlegt ástand væri en það hefur litið ljómandi vel út þessar tvær vikur sem hann hefur æft og í leiknum sem hann spilaði,“ sagði Shala en Birkir hefur þegar spilað æfingaleik með liðinu. „Við höfum sagt að við ætlum okkur að komast upp í „ettan“ (C-deildina). Birkir er klassaleikmaður á þessu stigi. Ég held að það sé ekkert leyndarmál að hann er besti varnarmaður deildarinnar. Þetta verður spennandi og ég held að hann muni hjálpa okkur heilan helling,“ sagði Shala. Sænski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
Birkir kvaddi uppeldisfélag sitt Val öðru sinni í haust og var þá ljóst að hann myndi ekki spila fleiri leiki hér á landi. Hann er fluttur aftur til Svíþjóðar með fjölskyldu sinni, þar sem Birkir lék lengi við afar góðan orðstír með Hammarby, og hefur nú fundið sér nýtt félag. Nacka kynnti Birki til leiks með miklu stolti í dag enda alveg ljóst að það gerist ekki á hverjum degi að sænskt D-deildarfélag getur teflt fram leikmanni sem spilaði á EM og HM. Birkir mun því áfram spila fótbolta meðfram annarri vinnu, þó að boltinn verði ekki í sama forgangi og áður. Það voru forráðamenn Nacka sem höfðu samband við hann að fyrra bragði. „Við sáum að við værum einn af kostunum í boði fyrir hann til að vera áfram á keppnisstigi, þar sem að við erum staðsett í nágrenni við heimili hans. Við höfðum samband og fengum hann til að mæta á æfingar og hann virtist vera sáttur. Síðan gekk þetta eftir,“ sagði Salih Shala, yfirmaður fótboltamála hjá Nacka, við Fotbollskanalen. View this post on Instagram A post shared by Nacka FC - Herr (@nackafc.herr) Greinilegt er að mikil hamingja ríkir hjá þessu sænska smáliði með að hafa hreppt Birki og eins og Íslendingar vita eftir að hafa fylgst með honum í Bestu deildinni þá er líkamlegt ástand ekki neitt vandamál: „Hann er í annarri vinnu með fótboltanum sem tekur mikinn tíma frá honum. Hann hefur sagst vilja halda áfram að spila eins lengi og hann getur. Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur. Við vorum svolítið órólegir yfir því hvernig líkamlegt ástand væri en það hefur litið ljómandi vel út þessar tvær vikur sem hann hefur æft og í leiknum sem hann spilaði,“ sagði Shala en Birkir hefur þegar spilað æfingaleik með liðinu. „Við höfum sagt að við ætlum okkur að komast upp í „ettan“ (C-deildina). Birkir er klassaleikmaður á þessu stigi. Ég held að það sé ekkert leyndarmál að hann er besti varnarmaður deildarinnar. Þetta verður spennandi og ég held að hann muni hjálpa okkur heilan helling,“ sagði Shala.
Sænski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira