„Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2025 15:16 Birkir Már Sævarsson heldur áfram að spila fótbolta í ár, með liði Nacka. Nacka FC Forráðamenn sænska félagsins Nacka binda miklar vonir við Birki Má Sævarsson en þessi 103 leikja landsliðsmaður hefur ákveðið að halda fótboltaferlinum áfram, fertugur að aldri. Birkir kvaddi uppeldisfélag sitt Val öðru sinni í haust og var þá ljóst að hann myndi ekki spila fleiri leiki hér á landi. Hann er fluttur aftur til Svíþjóðar með fjölskyldu sinni, þar sem Birkir lék lengi við afar góðan orðstír með Hammarby, og hefur nú fundið sér nýtt félag. Nacka kynnti Birki til leiks með miklu stolti í dag enda alveg ljóst að það gerist ekki á hverjum degi að sænskt D-deildarfélag getur teflt fram leikmanni sem spilaði á EM og HM. Birkir mun því áfram spila fótbolta meðfram annarri vinnu, þó að boltinn verði ekki í sama forgangi og áður. Það voru forráðamenn Nacka sem höfðu samband við hann að fyrra bragði. „Við sáum að við værum einn af kostunum í boði fyrir hann til að vera áfram á keppnisstigi, þar sem að við erum staðsett í nágrenni við heimili hans. Við höfðum samband og fengum hann til að mæta á æfingar og hann virtist vera sáttur. Síðan gekk þetta eftir,“ sagði Salih Shala, yfirmaður fótboltamála hjá Nacka, við Fotbollskanalen. View this post on Instagram A post shared by Nacka FC - Herr (@nackafc.herr) Greinilegt er að mikil hamingja ríkir hjá þessu sænska smáliði með að hafa hreppt Birki og eins og Íslendingar vita eftir að hafa fylgst með honum í Bestu deildinni þá er líkamlegt ástand ekki neitt vandamál: „Hann er í annarri vinnu með fótboltanum sem tekur mikinn tíma frá honum. Hann hefur sagst vilja halda áfram að spila eins lengi og hann getur. Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur. Við vorum svolítið órólegir yfir því hvernig líkamlegt ástand væri en það hefur litið ljómandi vel út þessar tvær vikur sem hann hefur æft og í leiknum sem hann spilaði,“ sagði Shala en Birkir hefur þegar spilað æfingaleik með liðinu. „Við höfum sagt að við ætlum okkur að komast upp í „ettan“ (C-deildina). Birkir er klassaleikmaður á þessu stigi. Ég held að það sé ekkert leyndarmál að hann er besti varnarmaður deildarinnar. Þetta verður spennandi og ég held að hann muni hjálpa okkur heilan helling,“ sagði Shala. Sænski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Sjá meira
Birkir kvaddi uppeldisfélag sitt Val öðru sinni í haust og var þá ljóst að hann myndi ekki spila fleiri leiki hér á landi. Hann er fluttur aftur til Svíþjóðar með fjölskyldu sinni, þar sem Birkir lék lengi við afar góðan orðstír með Hammarby, og hefur nú fundið sér nýtt félag. Nacka kynnti Birki til leiks með miklu stolti í dag enda alveg ljóst að það gerist ekki á hverjum degi að sænskt D-deildarfélag getur teflt fram leikmanni sem spilaði á EM og HM. Birkir mun því áfram spila fótbolta meðfram annarri vinnu, þó að boltinn verði ekki í sama forgangi og áður. Það voru forráðamenn Nacka sem höfðu samband við hann að fyrra bragði. „Við sáum að við værum einn af kostunum í boði fyrir hann til að vera áfram á keppnisstigi, þar sem að við erum staðsett í nágrenni við heimili hans. Við höfðum samband og fengum hann til að mæta á æfingar og hann virtist vera sáttur. Síðan gekk þetta eftir,“ sagði Salih Shala, yfirmaður fótboltamála hjá Nacka, við Fotbollskanalen. View this post on Instagram A post shared by Nacka FC - Herr (@nackafc.herr) Greinilegt er að mikil hamingja ríkir hjá þessu sænska smáliði með að hafa hreppt Birki og eins og Íslendingar vita eftir að hafa fylgst með honum í Bestu deildinni þá er líkamlegt ástand ekki neitt vandamál: „Hann er í annarri vinnu með fótboltanum sem tekur mikinn tíma frá honum. Hann hefur sagst vilja halda áfram að spila eins lengi og hann getur. Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur. Við vorum svolítið órólegir yfir því hvernig líkamlegt ástand væri en það hefur litið ljómandi vel út þessar tvær vikur sem hann hefur æft og í leiknum sem hann spilaði,“ sagði Shala en Birkir hefur þegar spilað æfingaleik með liðinu. „Við höfum sagt að við ætlum okkur að komast upp í „ettan“ (C-deildina). Birkir er klassaleikmaður á þessu stigi. Ég held að það sé ekkert leyndarmál að hann er besti varnarmaður deildarinnar. Þetta verður spennandi og ég held að hann muni hjálpa okkur heilan helling,“ sagði Shala.
Sænski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Sjá meira