Innlent

Hefja form­legar við­ræður um meirihlutastamstarf í borginni

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Oddvitar flokkanna fimm við Tjörnina.
Oddvitar flokkanna fimm við Tjörnina. aðsend

Fimm stjórnmálaflokkar hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um samstarf í borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, sendir fyrir hönd oddvita VG, Sósíalista, Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins.

„Fimm flokkar í borgarstjórn Reykjavíkur hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um samstarf á nýjum grunni. Markmið okkar er að setja velferð og lífskjör allra Reykvíkinga í forgrunn.

Við ætlum að vanda vel til verka og munum upplýsa um gang mála eftir því sem vinnan þróast,“ segir í tilkynningu. 

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×