Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna Árni Sæberg og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. febrúar 2025 16:53 Guðjón Hreinn Hauksson er formaður Félags framhaldsskólakennara. FF Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir ljóst að hver og einn framhaldsskóli sé vinnuveitandi kennara í skilningi laga um kjaradeilur. Því hafi nýlegur dómur Félagsdóms í máli Sambands íslenskra sveitarfélaga á hendur Kennarasambandi Íslands engin áhrif á fyrirhuguð verkföll framhaldsskólakennara. Samningafundum í kjaradeilu Félags framhaldsskólakennara og SÍS lauk um klukkan 16 eftir að hafa staðið síðan klukkan 11 í morgun. Guðjón Hreinn ræddi við fréttamann að fundi loknum en gaf lítið upp um gang viðræðna. „Við erum að kasta á milli okkar hlutum og reyna að lenda,“ segir hann. Hafa ekki rætt launatöflur Launatöflur hafi ekki verið ræddar á fundinum í dag en krafa FF sé jöfnun kjara milli almenns markaðar og hins opinbera, líkt og kröfur annarra félaga innan KÍ. Þá segist hann ekkert geta sagt til um hversu lengi sé búist við að samræðurnar taki að þessu sinni. „Við ætlum bara að einbeita okkur að vinnunni. Við vonumst til þess að getum náð þessu saman. Við erum ekkert í neinum slíkum hugmyndum, það er dagur fyrir dag núna.“ Verði ekki samið um nýjan kjarasamning fyrir 21. febrúar hefst verkfall í fimm framhaldsskólum. Það eru Menntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Borgarholtsskóli, Verkmenntaskóli Austurlands og Fjölbrautaskóli Snæfellinga. Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif Þá segir Guðjón Hreinn að dómur Félagsdóms á dögunum hafi engin áhrif á fyrirhuguð verkföll. Félagsdómur féllst þá á með SÍS að boðuð verkföll í aðeins litlum hluta leik- og grunnskóla væru ólögmæt. „Þetta snýst um hugtakið vinnustað, eða vinnuveitanda öllu heldur. Það er ljóst að hver framhaldsskóli er sérstök ríkisstofnun og er þar með skýr vinnuveitandi. Þannig að það hefur ekki áhrif á framhaldsskóladeiluna,“ segir Guðjón Hreinn. Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Sjá meira
Samningafundum í kjaradeilu Félags framhaldsskólakennara og SÍS lauk um klukkan 16 eftir að hafa staðið síðan klukkan 11 í morgun. Guðjón Hreinn ræddi við fréttamann að fundi loknum en gaf lítið upp um gang viðræðna. „Við erum að kasta á milli okkar hlutum og reyna að lenda,“ segir hann. Hafa ekki rætt launatöflur Launatöflur hafi ekki verið ræddar á fundinum í dag en krafa FF sé jöfnun kjara milli almenns markaðar og hins opinbera, líkt og kröfur annarra félaga innan KÍ. Þá segist hann ekkert geta sagt til um hversu lengi sé búist við að samræðurnar taki að þessu sinni. „Við ætlum bara að einbeita okkur að vinnunni. Við vonumst til þess að getum náð þessu saman. Við erum ekkert í neinum slíkum hugmyndum, það er dagur fyrir dag núna.“ Verði ekki samið um nýjan kjarasamning fyrir 21. febrúar hefst verkfall í fimm framhaldsskólum. Það eru Menntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Borgarholtsskóli, Verkmenntaskóli Austurlands og Fjölbrautaskóli Snæfellinga. Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif Þá segir Guðjón Hreinn að dómur Félagsdóms á dögunum hafi engin áhrif á fyrirhuguð verkföll. Félagsdómur féllst þá á með SÍS að boðuð verkföll í aðeins litlum hluta leik- og grunnskóla væru ólögmæt. „Þetta snýst um hugtakið vinnustað, eða vinnuveitanda öllu heldur. Það er ljóst að hver framhaldsskóli er sérstök ríkisstofnun og er þar með skýr vinnuveitandi. Þannig að það hefur ekki áhrif á framhaldsskóladeiluna,“ segir Guðjón Hreinn.
Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Sjá meira