„Kryddpíur“ í formlegt samtal Elín Margrét Böðvarsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 12. febrúar 2025 14:58 Oddvitar flokkanna fimm við Tjörnina. aðsend Fimm stjórnmálaflokkar hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um samstarf í borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, sendir fyrir hönd oddvita VG, Sósíalista, Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins. Ekkert hefur verið rætt um það enn hver yrði mögulegt borgarstjóraefni. „Fimm flokkar í borgarstjórn Reykjavíkur hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um samstarf á nýjum grunni. Markmið okkar er að setja velferð og lífskjör allra Reykvíkinga í forgrunn. Við ætlum að vanda vel til verka og munum upplýsa um gang mála eftir því sem vinnan þróast,“ segir í tilkynningu. Undir tilkynninguna rita Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands, Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins og Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar. Tekið er sérstaklega fram að röð nafna þeirra sem rita undir tilkynninguna sé „slembivalin“. Líkt og kunnugt er sleit Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins meirihlutasamstarfi Framsóknar, Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata síðastliðið föstudagskvöld. Þá lá í loftinu að Einar myndi hefja viðræður við Sjálfstæðisflokkinn, Viðreisn og Flokk fólksins um myndun nýs meirihluta. Sá möguleiki var þó fljótlega úr sögunni þegar Flokkur fólksins lýsti því yfir strax á laugardag að flokkurinn myndi ekki taka þátt í samstarfi með Sjálfstæðisflokknum. Biðja um vinnufrið Líf Magneudóttir var í viðtali í beinni útsendingu í fréttum Bylgjunnar klukkan þrjú þar sem hún sagði óformlegar viðræður flokkanna hafa leitt í ljós að þeir eigi marga sameiginlega samstarfsfleti. „Við göngum í takt í stóru málunum þannig að það er það sem að við höfum verið að þreifa á núna í gær og í fyrradag. Þannig við viljum láta á það reyna hvort að við getum ekki búið til öflugan samstarfsflöt og dregið þá fram verkefni sem eru í þágu borgarbúa,“ segir Líf. Núna hefjist vinna við að greina verkefnin, draga upp málaflokkana og hverju flokkarnir vilji breyta í þágu borgarbúa. Hún segir erfitt að segja til um hve langan tíma oddvitarnir muni taka sér í viðræðurnar. „En við biðjum að minnsta kosti um smá frið á meðan við erum að leggja þetta fyrir framan okkur og lista upp verkefni. Við ætlum að heyra í fólki líka þannig þetta allt hefur sinn tíma og verður að fá þann tíma sem þetta þarf,“ segir Líf. Engir titlar verið ræddir Spurð hvort komið hafi til tals hver taki við embætti borgarstjóra segir Líf það vera enn algjörlega óráðið og ekki í forgangi að finna út úr því. „Við höfum ekkert rætt það. Þetta eru bara málefnin sem við höfum verið að tala um, engir titlar. Við erum ekkert að flækja það eitthvað fyrir okkur. Það er bara fyrst og fremst að koma á stöðugleika í Reykjavík, af því það er gott fyrir okkur öll og svo finnum við út úr rest.“ Líf lagði það að gamni til í gær, þegar fréttamaður Rúv spurði hvað ætti að kalla meirihlutasamstarfið undir stjórn oddvitanna fimm, að tala um Kryddpíurnar. Líf greindi einmitt frá því að ljúffengt og heimabakað kryddbrauð hafi verið á boðstólum á heimili Heiðu Bjargar þar sem oddvitarnir áttu óformlegan fund um mögulegar meirihluta. Hvort flokkarnir nái saman og hvort nafnið festist í sessi mun tíminn einn leiða í ljós. Fréttin hefur verið uppfærð. Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Vinstri græn Samfylkingin Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
„Fimm flokkar í borgarstjórn Reykjavíkur hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um samstarf á nýjum grunni. Markmið okkar er að setja velferð og lífskjör allra Reykvíkinga í forgrunn. Við ætlum að vanda vel til verka og munum upplýsa um gang mála eftir því sem vinnan þróast,“ segir í tilkynningu. Undir tilkynninguna rita Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands, Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins og Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar. Tekið er sérstaklega fram að röð nafna þeirra sem rita undir tilkynninguna sé „slembivalin“. Líkt og kunnugt er sleit Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins meirihlutasamstarfi Framsóknar, Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata síðastliðið föstudagskvöld. Þá lá í loftinu að Einar myndi hefja viðræður við Sjálfstæðisflokkinn, Viðreisn og Flokk fólksins um myndun nýs meirihluta. Sá möguleiki var þó fljótlega úr sögunni þegar Flokkur fólksins lýsti því yfir strax á laugardag að flokkurinn myndi ekki taka þátt í samstarfi með Sjálfstæðisflokknum. Biðja um vinnufrið Líf Magneudóttir var í viðtali í beinni útsendingu í fréttum Bylgjunnar klukkan þrjú þar sem hún sagði óformlegar viðræður flokkanna hafa leitt í ljós að þeir eigi marga sameiginlega samstarfsfleti. „Við göngum í takt í stóru málunum þannig að það er það sem að við höfum verið að þreifa á núna í gær og í fyrradag. Þannig við viljum láta á það reyna hvort að við getum ekki búið til öflugan samstarfsflöt og dregið þá fram verkefni sem eru í þágu borgarbúa,“ segir Líf. Núna hefjist vinna við að greina verkefnin, draga upp málaflokkana og hverju flokkarnir vilji breyta í þágu borgarbúa. Hún segir erfitt að segja til um hve langan tíma oddvitarnir muni taka sér í viðræðurnar. „En við biðjum að minnsta kosti um smá frið á meðan við erum að leggja þetta fyrir framan okkur og lista upp verkefni. Við ætlum að heyra í fólki líka þannig þetta allt hefur sinn tíma og verður að fá þann tíma sem þetta þarf,“ segir Líf. Engir titlar verið ræddir Spurð hvort komið hafi til tals hver taki við embætti borgarstjóra segir Líf það vera enn algjörlega óráðið og ekki í forgangi að finna út úr því. „Við höfum ekkert rætt það. Þetta eru bara málefnin sem við höfum verið að tala um, engir titlar. Við erum ekkert að flækja það eitthvað fyrir okkur. Það er bara fyrst og fremst að koma á stöðugleika í Reykjavík, af því það er gott fyrir okkur öll og svo finnum við út úr rest.“ Líf lagði það að gamni til í gær, þegar fréttamaður Rúv spurði hvað ætti að kalla meirihlutasamstarfið undir stjórn oddvitanna fimm, að tala um Kryddpíurnar. Líf greindi einmitt frá því að ljúffengt og heimabakað kryddbrauð hafi verið á boðstólum á heimili Heiðu Bjargar þar sem oddvitarnir áttu óformlegan fund um mögulegar meirihluta. Hvort flokkarnir nái saman og hvort nafnið festist í sessi mun tíminn einn leiða í ljós. Fréttin hefur verið uppfærð.
Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Vinstri græn Samfylkingin Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira