Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2025 15:50 Lögreglukona stendur nærri vegg sem á hefur verið krotað „Drepum Ísrael“ í Sydney í Ástralíu í desember. AP/Mick Tsikas/AAP Sjúkrahús í Ástralíu fer nú yfir sjúkraskrár eftir að hjúkrunarfræðingur þar hélt því fram að hann dræpi Ísraela frekar en að líkna þeim. Engin vísbendingar eru um að sjúklingar hafi verið skaðaðir en málið er sagt endurspegla vaxandi gyðingaandúð í landinu. Hægrisinnaður ísraelskur áhrifavaldur, sem hefur meðal annars vakið athygli fyrir að reyna að fá fólk til að hallmæla Ísrael fyrir framan myndavélar, birti samtal við tvo hjúkrunarfræðinga, karl og konu, á Bankstown-sjúkrahúsinu í Sydney á netinu í gær. Konan sagðist ekki myndu aðstoða ísraelska sjúklinga heldur drepa þá en karlinn bölvaði þeim og renndi fingri yfir hálsinn á sér líkt og hann væri að skera manneskju á háls, að sögn AP-fréttastofunnar. Báðum hjúkrunarfræðingum var vikið úr starfi í dag. Ryan Park, heilbrigðisráðherra Nýju Suður-Wales, sagði þá ekki eiga afturkvæmt til starfa fyrir heilbrigðisyfirvöld þar. „Þau eru ógeðslegir, viðbjóðslegir og vanstilltir einstaklingar,“ sagði Park. Sérstök deild lögreglunnar sem var sett á fót til þess að bregðast við aukinni gyðingaandúð eftir að stríð Ísraels og Hamas-samtakanna hófst árið 2023 rannsakar einnig hvort að hjúkrunarfræðingarnir hafi gerst sekir um hatursglæp. Hrina skemmdarverka á heimilum, vinnustöðum, skólum og bænahúsum gyðinga hefur staðið yfir í Ástralíu undanfarin misseri. Lögreglan í Sydney og Melbourne rannsaka nú kerru fulla af sprengiefni sem fannst ásamt lista yfir gyðinga sem gætu verið möguleg skotmörk árása og íkveikjur í tveimur bænahúsum gyðinga. Um 85 prósent ástralskra gyðinga búa í stórborgunum tveimur. Ástralía Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Hægrisinnaður ísraelskur áhrifavaldur, sem hefur meðal annars vakið athygli fyrir að reyna að fá fólk til að hallmæla Ísrael fyrir framan myndavélar, birti samtal við tvo hjúkrunarfræðinga, karl og konu, á Bankstown-sjúkrahúsinu í Sydney á netinu í gær. Konan sagðist ekki myndu aðstoða ísraelska sjúklinga heldur drepa þá en karlinn bölvaði þeim og renndi fingri yfir hálsinn á sér líkt og hann væri að skera manneskju á háls, að sögn AP-fréttastofunnar. Báðum hjúkrunarfræðingum var vikið úr starfi í dag. Ryan Park, heilbrigðisráðherra Nýju Suður-Wales, sagði þá ekki eiga afturkvæmt til starfa fyrir heilbrigðisyfirvöld þar. „Þau eru ógeðslegir, viðbjóðslegir og vanstilltir einstaklingar,“ sagði Park. Sérstök deild lögreglunnar sem var sett á fót til þess að bregðast við aukinni gyðingaandúð eftir að stríð Ísraels og Hamas-samtakanna hófst árið 2023 rannsakar einnig hvort að hjúkrunarfræðingarnir hafi gerst sekir um hatursglæp. Hrina skemmdarverka á heimilum, vinnustöðum, skólum og bænahúsum gyðinga hefur staðið yfir í Ástralíu undanfarin misseri. Lögreglan í Sydney og Melbourne rannsaka nú kerru fulla af sprengiefni sem fannst ásamt lista yfir gyðinga sem gætu verið möguleg skotmörk árása og íkveikjur í tveimur bænahúsum gyðinga. Um 85 prósent ástralskra gyðinga búa í stórborgunum tveimur.
Ástralía Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira