„Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. febrúar 2025 20:06 Hergeir Grímsson var að vonum ánægður með sigur kvöldsins. Vísir/Anton Brink Hergeir Grímsson, leikmaður Hauka, gat andað léttar eftir fjögurra marka sigur liðsins gegn ÍBV í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Haukar höfðu góð tök á leik kvöldsins í fyrri hálfleik og leiddu með fimm mörkum að honum loknum. Í síðari hálfleik fór hins vegar allt í baklás og Eyjamenn fengu hvert tækifærið á fætur öðru til að jafna leikinn. Gestirnir í ÍBV klikkuðu hins vegar ítrekað á þeim færum og Haukar unnu að lokum sterkan fjögurra marka sigur, 28-24. „Þetta var skrautlegur handboltaleikur, allavega að spila hann,“ sagði Hergeir í leikslok. „Það voru mikil læti og barátta, en ég er nú samt bara ánægður með að við höfum náð að rífa okkur aftur í gang og keyra þetta upp eftir að hafa misst frá okkur forskotið. Við spiluðum hörkuvörn og markvarslan kom og ég er rosalega ánægður með þetta. Þetta er rosalega sætur sigur út af mörgu og ég er rosalega glaður, alveg sama hvernig þetta spilaðist.“ Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fimm mörk á fyrstu sex mínútum leiksins. Liðið skoraði 18 mörk í fyrri hálfleik, en það tók Hauka rétt tæpar 22 mínútur að skora fyrstu fimm mörk liðsins í seinni hálfleik. „Þetta var bara blanda af því að við vorum að klikka á dauðafærum, klikka á vítum og vorum að leka aðeins í vörninni. Svo bara kom þetta, Adam [Haukur Baumruk] kom inn og svo var kannski smá heppnisstimpill yfir þessu líka þegar þetta datt loksins í gang hjá okkur. En fimm mörk á einhverjum tuttugu mínútum er náttúrulega ekki gott.“ Þá segir hann stóra skýrslumálið sem hefur verið í gangi milli þessara liða hafa gefið Haukunum kraft. Fyrir þá sem vita ekki hvað skýrslumálið snýst um þá var Haukum dæmdur 10-0 ósigur gegn ÍBV í 16-liða úrslitum bikarsins eftir að hafa skilað leikskýrslu of seint. „Já auðvitað mótiveraði það okkur og gerir þennan sigur töluvert sætari í ljósi aðstæðna. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja nema bara að auðvitað mótiveraði þetta okkur. Hvað annað? Við vorum allavega peppaðir fyrir leik, það er alveg ljóst,“ sagði Hergeir að lokum. Olís-deild karla Haukar ÍBV Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Haukar höfðu góð tök á leik kvöldsins í fyrri hálfleik og leiddu með fimm mörkum að honum loknum. Í síðari hálfleik fór hins vegar allt í baklás og Eyjamenn fengu hvert tækifærið á fætur öðru til að jafna leikinn. Gestirnir í ÍBV klikkuðu hins vegar ítrekað á þeim færum og Haukar unnu að lokum sterkan fjögurra marka sigur, 28-24. „Þetta var skrautlegur handboltaleikur, allavega að spila hann,“ sagði Hergeir í leikslok. „Það voru mikil læti og barátta, en ég er nú samt bara ánægður með að við höfum náð að rífa okkur aftur í gang og keyra þetta upp eftir að hafa misst frá okkur forskotið. Við spiluðum hörkuvörn og markvarslan kom og ég er rosalega ánægður með þetta. Þetta er rosalega sætur sigur út af mörgu og ég er rosalega glaður, alveg sama hvernig þetta spilaðist.“ Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fimm mörk á fyrstu sex mínútum leiksins. Liðið skoraði 18 mörk í fyrri hálfleik, en það tók Hauka rétt tæpar 22 mínútur að skora fyrstu fimm mörk liðsins í seinni hálfleik. „Þetta var bara blanda af því að við vorum að klikka á dauðafærum, klikka á vítum og vorum að leka aðeins í vörninni. Svo bara kom þetta, Adam [Haukur Baumruk] kom inn og svo var kannski smá heppnisstimpill yfir þessu líka þegar þetta datt loksins í gang hjá okkur. En fimm mörk á einhverjum tuttugu mínútum er náttúrulega ekki gott.“ Þá segir hann stóra skýrslumálið sem hefur verið í gangi milli þessara liða hafa gefið Haukunum kraft. Fyrir þá sem vita ekki hvað skýrslumálið snýst um þá var Haukum dæmdur 10-0 ósigur gegn ÍBV í 16-liða úrslitum bikarsins eftir að hafa skilað leikskýrslu of seint. „Já auðvitað mótiveraði það okkur og gerir þennan sigur töluvert sætari í ljósi aðstæðna. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja nema bara að auðvitað mótiveraði þetta okkur. Hvað annað? Við vorum allavega peppaðir fyrir leik, það er alveg ljóst,“ sagði Hergeir að lokum.
Olís-deild karla Haukar ÍBV Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira