Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2025 08:30 Íslensku landsliðin hafa náð mögnuðum árangri á liðnum árum. Kvennalandsliðið er til að mynda það 14. besta í heimi og á leið í lokakeppni EM í fimmta sinn í röð. Á meðan eru vallarmál á Íslandi mögulega þau verstu í Evrópu. vísir/Anton Víkingar spila heimaleik í Helsinki í dag og Ísland spilar heimaleik í Murcia í næsta mánuði. Hverjum ber að þakka fyrir þessa ömurlegu stöðu í vallarmálum hér á landi, innan- sem utanhúss? Færeyingar opna nýja og glæsilega þjóðarhöll sína fyrir innanhússíþróttir á laugardaginn. Rúm tvö ár eru frá fyrstu skóflustungu og nú eiga Færeyjar, sem komust í fyrsta sinn inn á stórmót í handbolta í fyrra og þá bæði EM karla og kvenna, heimavöll sem stenst ítrustu kröfur. Á meðan spila strákarnir og stelpurnar í okkar handboltalandsliðum heimaleiki í löngu úreltri Laugardalshöll, á milli þess sem liðin spila í glæsilegum höllum erlendis á hverju stórmótinu á fætur öðru sem frábærir kyndilberar Íslands. Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu eiga að spila á heimavelli á HM 2031, í nýrri þjóðarhöll. Ætli það takist?vísir/Vilhelm Værum við kannski í betri málum ef við hefðum ekki slitið okkur frá Danmörku? Færeyska fótboltaliðið KÍ gat alla vega spilað heimaleiki sína um vetur í Færeyjum, á þjóðarleikvanginum Þórsvelli, þegar liðið sló í gegn og komst í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar fyrir einu og hálfu ári. Vandamálin með aðstöðumál á hæsta stigi íþrótta á Íslandi hafa verið svo mörg og sorgleg síðustu ár, en alveg gjörsamlega fyrirséð, og enginn vill bera á því ábyrgð. Hver á annars að borga brúsann þegar Víkingar geta ekki spilað heimaleik á Íslandi heldur í Finnlandi, með þeim mikla tilkostnaði sem því fylgir? Og eitthvað kostar það fyrir KSÍ að neyðast til að spila erlendis, þó að eflaust hafi verið reynt að fara sem varfærnasta leið með því að spila á Spáni. Sá leikur er við Kósovó, þjóð með um 1,6 milljón íbúa sem hlaut viðurkenningu Íslendinga á sjálfstæði fyrir sautján árum. Kósovóar eru að sjálfsögðu með heimavöll sem stenst kröfur UEFA og spila heimaleik sinn í Pristina áður en þeir halda til Spánar í leikinn við Ísland. Sú staða að Ísland neyðist til að spila heimaleik á Spáni gæti í besta falli talist hlægileg.vísir/Hulda Margrét Fjöldi fleiri dæma er um svona pínlegar aðstæður. Valsmenn urðu Evrópubikarmeistarar í handbolta í fyrra. Magnaður árangur. Þeir neyddust svo til að spila heimaleik í Evrópudeildinni í vetur í Hafnarfirði, vegna þess að aðeins einn löglegur dúkur er til á landinu og FH-ingar þurftu að nota hann sama kvöld. Íslenska kvennalandsliðið mætti Serbum í fyrra, í umspilsleik á Kópavogsvelli. Hvenær var þessi mikilvægi leikur? Jú, klukkan 14:30 á þriðjudegi. Það var til þess að birtuskilyrði væru fullnægjandi á velli þar sem bæjaryfirvöld tímdu ekki að splæsa í nógu sterk flóðljós á sínum tíma (og ekki kom Laugardalsvöllur til greina í febrúarmánuði). Þessar aðstæður rímuðu engan veginn við mikilvægi leiksins en við þökkum Sveindísi Jane fyrir að hafa komið til bjargar seint í leiknum. Ömurlegt aðgerðaleysi Auðvitað vonar maður að fyrirætlanir um nýja þjóðarhöll gangi fljótt eftir og hún rísi tímanlega fyrir HM sem við lofuðum víst að halda eftir sex ár. Einhvern tímann stóð reyndar til að þessi höll myndi rísa 2025 en það vissu allir að það myndi ekki ganga eftir og maður þakkar bara fyrir ef manni endist aldur til að mæta á leik í henni. Ný forysta KSÍ virðist hafa tekið skynsamleg skref varðandi Laugardalsvöll. Þar standa yfir framkvæmdir við (loksins) upphitaðan völl með blönduðu grasi sem vonandi væri þá hægt að nýta í þann fjölda mikilvægu leikja sem bíða íslenskra liða á vetrarmánuðum komandi ára. Það er hins vegar svo skelfilega glatað og ömurlegt að skaðinn skuli vera skeður. Að þessi mál skuli ekki hafa verið græjuð fyrir löngu. Að þeir sem gátu gert eitthvað hafi ekki gert neitt. Alþingismennirnir okkar, sveitarstjórnarfólk, íþróttaforystan, fjölmiðlar, almenningur – það má kenna öllum um. Það eina sem ég veit er að íþróttafólkið okkar stendur sig margfalt betur og á einfaldlega mikið betra skilið. Ný þjóðarhöll Nýr þjóðarleikvangur Utan vallar Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Sjá meira
Færeyingar opna nýja og glæsilega þjóðarhöll sína fyrir innanhússíþróttir á laugardaginn. Rúm tvö ár eru frá fyrstu skóflustungu og nú eiga Færeyjar, sem komust í fyrsta sinn inn á stórmót í handbolta í fyrra og þá bæði EM karla og kvenna, heimavöll sem stenst ítrustu kröfur. Á meðan spila strákarnir og stelpurnar í okkar handboltalandsliðum heimaleiki í löngu úreltri Laugardalshöll, á milli þess sem liðin spila í glæsilegum höllum erlendis á hverju stórmótinu á fætur öðru sem frábærir kyndilberar Íslands. Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu eiga að spila á heimavelli á HM 2031, í nýrri þjóðarhöll. Ætli það takist?vísir/Vilhelm Værum við kannski í betri málum ef við hefðum ekki slitið okkur frá Danmörku? Færeyska fótboltaliðið KÍ gat alla vega spilað heimaleiki sína um vetur í Færeyjum, á þjóðarleikvanginum Þórsvelli, þegar liðið sló í gegn og komst í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar fyrir einu og hálfu ári. Vandamálin með aðstöðumál á hæsta stigi íþrótta á Íslandi hafa verið svo mörg og sorgleg síðustu ár, en alveg gjörsamlega fyrirséð, og enginn vill bera á því ábyrgð. Hver á annars að borga brúsann þegar Víkingar geta ekki spilað heimaleik á Íslandi heldur í Finnlandi, með þeim mikla tilkostnaði sem því fylgir? Og eitthvað kostar það fyrir KSÍ að neyðast til að spila erlendis, þó að eflaust hafi verið reynt að fara sem varfærnasta leið með því að spila á Spáni. Sá leikur er við Kósovó, þjóð með um 1,6 milljón íbúa sem hlaut viðurkenningu Íslendinga á sjálfstæði fyrir sautján árum. Kósovóar eru að sjálfsögðu með heimavöll sem stenst kröfur UEFA og spila heimaleik sinn í Pristina áður en þeir halda til Spánar í leikinn við Ísland. Sú staða að Ísland neyðist til að spila heimaleik á Spáni gæti í besta falli talist hlægileg.vísir/Hulda Margrét Fjöldi fleiri dæma er um svona pínlegar aðstæður. Valsmenn urðu Evrópubikarmeistarar í handbolta í fyrra. Magnaður árangur. Þeir neyddust svo til að spila heimaleik í Evrópudeildinni í vetur í Hafnarfirði, vegna þess að aðeins einn löglegur dúkur er til á landinu og FH-ingar þurftu að nota hann sama kvöld. Íslenska kvennalandsliðið mætti Serbum í fyrra, í umspilsleik á Kópavogsvelli. Hvenær var þessi mikilvægi leikur? Jú, klukkan 14:30 á þriðjudegi. Það var til þess að birtuskilyrði væru fullnægjandi á velli þar sem bæjaryfirvöld tímdu ekki að splæsa í nógu sterk flóðljós á sínum tíma (og ekki kom Laugardalsvöllur til greina í febrúarmánuði). Þessar aðstæður rímuðu engan veginn við mikilvægi leiksins en við þökkum Sveindísi Jane fyrir að hafa komið til bjargar seint í leiknum. Ömurlegt aðgerðaleysi Auðvitað vonar maður að fyrirætlanir um nýja þjóðarhöll gangi fljótt eftir og hún rísi tímanlega fyrir HM sem við lofuðum víst að halda eftir sex ár. Einhvern tímann stóð reyndar til að þessi höll myndi rísa 2025 en það vissu allir að það myndi ekki ganga eftir og maður þakkar bara fyrir ef manni endist aldur til að mæta á leik í henni. Ný forysta KSÍ virðist hafa tekið skynsamleg skref varðandi Laugardalsvöll. Þar standa yfir framkvæmdir við (loksins) upphitaðan völl með blönduðu grasi sem vonandi væri þá hægt að nýta í þann fjölda mikilvægu leikja sem bíða íslenskra liða á vetrarmánuðum komandi ára. Það er hins vegar svo skelfilega glatað og ömurlegt að skaðinn skuli vera skeður. Að þessi mál skuli ekki hafa verið græjuð fyrir löngu. Að þeir sem gátu gert eitthvað hafi ekki gert neitt. Alþingismennirnir okkar, sveitarstjórnarfólk, íþróttaforystan, fjölmiðlar, almenningur – það má kenna öllum um. Það eina sem ég veit er að íþróttafólkið okkar stendur sig margfalt betur og á einfaldlega mikið betra skilið.
Ný þjóðarhöll Nýr þjóðarleikvangur Utan vallar Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Sjá meira