Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. febrúar 2025 11:06 Renee Fleming er meðal þeirra listamanna sem hafa sagt skilið við miðstöðina eftir að Trump tók yfir. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti er orðinn stjórnarformaður Kennedy listamiðstöðvarinnar í Washington D.C., eftir að hafa hreinsað úr stjórninni. Þá hefur forseti miðstöðvarinnar, Deborah Rutter, verið látin fara. Vendingarnar hafa valdið töluverðu fjaðrafoki vestanhafs og listamenn sagt sig frá miðstöðinni. „Við tókum yfir Kennedy listamiðstöðina. Okkur líkaði ekki hvað þau voru að sýna og annað,“ sagði Trump á mánudaginn. „Ég ætla að verða stjórnarformaður og við ætlum að tryggja að þetta verði gott og ekki woke. Það verður ekkert meira woke í þessu landi,“ bætti hann við. „Woke“ má þýða sem „árvekni“ á íslensku en það hefur verið notað um það ástand að vera meðvitaður um óréttlæti í samfélaginu, til dæmis gagnvart minnihlutahópum, og hefur á síðustu árum mikið verið notað af íhaldsmönnum sem níðyrði. Kennedy listamiðstöðin var opnuð árið 1971, í minningu John F. Kennedy Bandaríkjaforseta. Miðstöðin hefur verið afar virk og virt í listalífinu vestanhafs. Hingað til hefur þótt takast nokkuð vel að viðhalda pólitísku jafnvægi í stjórn miðstöðvarinnar. Trump greip hins vegar til þess í vikunni að skipa fjölda náinna samstarfsmanna sinna í stjórnina, til að mynda Dan Scavino og Sergio Gor, starfsmannastjórann sinn Susie Wiles og eiginkonur varaforsetans og viðskiptaráðherrans, þær Ushu Vance og Allison Lutnick. Þá fól hann Ric Grenell, sem sinnir nokkrum hlutverkum innan stjórnar Trump, til að fara með stjórn miðstöðvarinnar þar til ráðið verður í stað Rutter. Óperusöngkonan Renee Fleming og tónlistarmaðurinn Ben Folds eru meðal þeirra sem hafa ákveðið að hætta hjá miðstöðinni vegna breytinganna en bæði voru listrænir ráðgjafar. Þá hefur Shonda Rhimes, höfundur og framleiðandi þátta á borð við Grey's Anatomy, Scandal, How to Get Away with Murder og Bridgerton ákveðið að segja sig úr stjórninni. Bandaríkin Donald Trump Menning Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Þá hefur forseti miðstöðvarinnar, Deborah Rutter, verið látin fara. Vendingarnar hafa valdið töluverðu fjaðrafoki vestanhafs og listamenn sagt sig frá miðstöðinni. „Við tókum yfir Kennedy listamiðstöðina. Okkur líkaði ekki hvað þau voru að sýna og annað,“ sagði Trump á mánudaginn. „Ég ætla að verða stjórnarformaður og við ætlum að tryggja að þetta verði gott og ekki woke. Það verður ekkert meira woke í þessu landi,“ bætti hann við. „Woke“ má þýða sem „árvekni“ á íslensku en það hefur verið notað um það ástand að vera meðvitaður um óréttlæti í samfélaginu, til dæmis gagnvart minnihlutahópum, og hefur á síðustu árum mikið verið notað af íhaldsmönnum sem níðyrði. Kennedy listamiðstöðin var opnuð árið 1971, í minningu John F. Kennedy Bandaríkjaforseta. Miðstöðin hefur verið afar virk og virt í listalífinu vestanhafs. Hingað til hefur þótt takast nokkuð vel að viðhalda pólitísku jafnvægi í stjórn miðstöðvarinnar. Trump greip hins vegar til þess í vikunni að skipa fjölda náinna samstarfsmanna sinna í stjórnina, til að mynda Dan Scavino og Sergio Gor, starfsmannastjórann sinn Susie Wiles og eiginkonur varaforsetans og viðskiptaráðherrans, þær Ushu Vance og Allison Lutnick. Þá fól hann Ric Grenell, sem sinnir nokkrum hlutverkum innan stjórnar Trump, til að fara með stjórn miðstöðvarinnar þar til ráðið verður í stað Rutter. Óperusöngkonan Renee Fleming og tónlistarmaðurinn Ben Folds eru meðal þeirra sem hafa ákveðið að hætta hjá miðstöðinni vegna breytinganna en bæði voru listrænir ráðgjafar. Þá hefur Shonda Rhimes, höfundur og framleiðandi þátta á borð við Grey's Anatomy, Scandal, How to Get Away with Murder og Bridgerton ákveðið að segja sig úr stjórninni.
Bandaríkin Donald Trump Menning Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira