Innlent

Fundað um af­markaðan þátt kjara­deilunnar

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila á sinn fund.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila á sinn fund. Vísir/Vilhelm

Framhaldsskólakennarar og ríkið hittast hjá ríkissáttasemjara í dag. Rætt verður um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar. Þá er fundur með samninganefnd grunnskóla-, leikskóla- og tónlistarkennurum á dagskrá eftir hádegi. 

Samninganefndir framhaldsskólakennara og ríkisins koma saman hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir í samtali við fréttastofu að nú sé verið að fjalla um afmarkaðan hluta deilunnar en ekki kröfurnar í heild.

Framhaldsskólakennarar hafa í deilunni vísað til samkomulags sem var gert við ríkið um jöfnun kjara launafólks á opinberum og almennum vinnumarkaði. Takist ekki að semja fyrir 21. febrúar hefja kennarar verkfallsaðgerðir í fimm framhaldsskólum.

Ríkissáttasemjari hittir samninganefnd grunnskóla-, leikskóla- og tónlistarkennara eftir hádegi. Samninganefndirnar hittust síðast hjá ríkissáttasemjara á mánudag. Þá kom fram að ágreiningsmálin snúi aðallega um launaliðs kjarasamningsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×