Lífið

Ey­þór Wöhler hefur fundið ástina

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Eyþór Wöhler og Hrefna kynntust í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram.
Eyþór Wöhler og Hrefna kynntust í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram.

Eyþór Aron Wöhler, tónlistarmaður og knattspyrnukappi, og Hrefna Steinunn Aradóttir, viðskiptafræðinemi við Háskólann í Reykjavík, eru nýtt par. 

Eyþór og Hrefna hafið verið að hittast undanfarið en þau kynntust í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram. 

Eyþór er annar meðlimur hljómsveitarinnar Húbba Búbba, ásamt Kristalli Mána Ingasyni, sem hefur átt mörg af vinsælustu lögum síðasta árs. Eyþór var leikmaður KR á síðustu leiktíð en flutti sig nýverið yfir í Árbæinn þar sem hann leikur með Fylki.

Lykilmaður í samfélagsmiðlateymi Höllu

Eyþór komst í fréttirnar í fyrra sumar vegna umtalaðs myndbands, þar sem hann kastar bíllyklum í unga konu og hrindir annarri. Hann var lykilmaður í samfélagsmiðlateymi forsetaframboðs Höllu Tómasdóttur og bjó til ótal myndbönd sem birtust á TikTok.

Eyþór sagði að ekkert væri á bak við umrætt myndband annað en húmor og léttleiki. „Ekki einhver djúp pæling,“ sagði hann. Grínið hafi bara verið til að fá fólk til að kjósa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.