RFK verður heilbrigðisráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2025 16:30 Robert F. Kennedy yngri, verður heilbrigðisráðherra og það væntanlega seinna í kvöld. EPA/ALLISON DINNER Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Robert F. Kennedy yngri til embættis heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðslan á þinginu fór 52-48 en Mitch McConnell, fyrrverandi leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, var eini meðlimur flokksins sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. Kennedy hefur verið meðal þeirra sem Trump hefur tilnefnt í mikilvæg embætti sem hafa mætt hvað mestri mótspyrnu. Demókratar hafa verið alfarið gegn tilnefningu hans og segja hann engan veginn hæfan til að stýra heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa einnig lýst yfir efasemdum um hæfi Kennedys í starfið en það skilaði sér ekki í atkvæðagreiðsluna. Eins og í atkvæðagreiðslunni um tilnefningu Tulsi Gabbard til embættis yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna í gær, var Mitch McConnell eini Repúblikaninn sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. Sjá einnig: McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard McConnell hefur lýst því yfir að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri í næstu kosningum um sæti hans á þingi. Trump og Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Trumps, hafa heitið því að beita sér gegn hverjum þingmanni Repúblikanaflokksins sem fer gegn Trump og tryggja að viðkomandi tapi í næsta forvali flokksins. Hefur lengi dreift samsæriskenningum Sem heilbrigðisráðherra myndi Kennedy meðal annars hafa stjórn á rúmum átta milljörðum dala sem varið er til þróunar bóluefna og bólusetningar barna. Hann gæti einnig skipað fólk í áhrifamikla nefnd sem veitir ríkjum ráðleggingar varðandi bóluefni. Sjá einnig: Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Hann hefur meðal annars haldið því ranglega fram að bóluefni við kíghósta hafi dregið fleiri til dauða en það hafi bjargað. Kíghósti dró fjölda barna til dauða á árum áður en með bóluefnum hefur sjúkdómnum verið svo gott sem útrýmt á heimsvísu. Frænka hans sendi þingmönnum bréf í síðasta mánuði þar sem hún fór hörðum orðum um RFK og sagði hann meðal annars vera athyglissjúkt rándýr. Kennedy hefur einnig talað mikið gegn viðbótarefnum og mikið unnið matvælum í Bandaríkjunum en sú umræða hefur vakið athygli víða í Bandaríkjunum. Margir Bandaríkjamenn eru sammála honum um að grípa þurfi til aðgerða á því sviði. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump hefur tilnefnt til að leiða heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna, fór fram á það við Lyfjaeftirlit ríkisins að bóluefni við Covid yrðu tekin úr dreifingu. Þess krafðist hann í maí 2021 þegar þúsundir Bandaríkjamanna voru enn að deyja í viku hverri. 19. janúar 2025 17:16 Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Kennedy hefur verið meðal þeirra sem Trump hefur tilnefnt í mikilvæg embætti sem hafa mætt hvað mestri mótspyrnu. Demókratar hafa verið alfarið gegn tilnefningu hans og segja hann engan veginn hæfan til að stýra heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa einnig lýst yfir efasemdum um hæfi Kennedys í starfið en það skilaði sér ekki í atkvæðagreiðsluna. Eins og í atkvæðagreiðslunni um tilnefningu Tulsi Gabbard til embættis yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna í gær, var Mitch McConnell eini Repúblikaninn sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. Sjá einnig: McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard McConnell hefur lýst því yfir að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri í næstu kosningum um sæti hans á þingi. Trump og Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Trumps, hafa heitið því að beita sér gegn hverjum þingmanni Repúblikanaflokksins sem fer gegn Trump og tryggja að viðkomandi tapi í næsta forvali flokksins. Hefur lengi dreift samsæriskenningum Sem heilbrigðisráðherra myndi Kennedy meðal annars hafa stjórn á rúmum átta milljörðum dala sem varið er til þróunar bóluefna og bólusetningar barna. Hann gæti einnig skipað fólk í áhrifamikla nefnd sem veitir ríkjum ráðleggingar varðandi bóluefni. Sjá einnig: Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Hann hefur meðal annars haldið því ranglega fram að bóluefni við kíghósta hafi dregið fleiri til dauða en það hafi bjargað. Kíghósti dró fjölda barna til dauða á árum áður en með bóluefnum hefur sjúkdómnum verið svo gott sem útrýmt á heimsvísu. Frænka hans sendi þingmönnum bréf í síðasta mánuði þar sem hún fór hörðum orðum um RFK og sagði hann meðal annars vera athyglissjúkt rándýr. Kennedy hefur einnig talað mikið gegn viðbótarefnum og mikið unnið matvælum í Bandaríkjunum en sú umræða hefur vakið athygli víða í Bandaríkjunum. Margir Bandaríkjamenn eru sammála honum um að grípa þurfi til aðgerða á því sviði.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump hefur tilnefnt til að leiða heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna, fór fram á það við Lyfjaeftirlit ríkisins að bóluefni við Covid yrðu tekin úr dreifingu. Þess krafðist hann í maí 2021 þegar þúsundir Bandaríkjamanna voru enn að deyja í viku hverri. 19. janúar 2025 17:16 Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump hefur tilnefnt til að leiða heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna, fór fram á það við Lyfjaeftirlit ríkisins að bóluefni við Covid yrðu tekin úr dreifingu. Þess krafðist hann í maí 2021 þegar þúsundir Bandaríkjamanna voru enn að deyja í viku hverri. 19. janúar 2025 17:16
Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28