„Við þurfum heldur betur að rífa okkur í gang“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. febrúar 2025 20:59 RC Lens v Panathinaikos - UEFA Europa Conference League - Qualifying round LENS, FRANCE - AUGUST 22: Sverrir Ingason of Panathinaikos FC looks on prior to the UEFA Europa Conference League qualifying round match between Lens and Panathinaikos at Stade Bollaert-Delelis on August 22, 2024 in Lens, France. (Photo by Franco Arland/Getty Images) Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörn Panathinaikos í 2-1 tapi gegn Víkingi í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili Sambansdeildarinnar. Sverrir segir liðið þurfa að gera betur á öllum sviðum leiksins ef það ætlar ekki að detta úr leik í næstu viku. „Þetta var bara ekki nógu gott hjá okkur í dag. Víkingarnir voru bara betri en við og ég óska þeim til hamingju með sigurinn. Gerðu okkur mjög erfitt fyrir og við virtumst einhvern veginn ekki klárir. Þurfum heldur betur að rífa okkur í gang fyrir seinni leikinn ef við ætlum að fara áfram úr þessu einvígi,“ sagði Sverrir fljótlega eftir leik. „Í fyrra markinu voru þeir ákveðnari en við, unnu bolta eitt, tvö og þrjú, sem gerir það að verkum að þeir skora í autt markið. Í seinni markinu vorum við einhvern veginn í engu jafnvægi, boltinn hafnar af slánni og dettur fyrir framan markið þar sem hann skorar einn og óvaldaður. Mér fannst þetta saga dagsins. Við vörðumst ekki vel og vorum ekki effektívir með boltann heldur, þannig að við áttum ekkert annað skilið en að tapa þessum leik í dag,“ hélt hann svo áfram. Misstu tvo í meiðsli Panathinaikos missti tvo menn í meiðsli í fyrri hálfleik og þurfti að gera breytingar á miðjunni og í miðvarðarstöðunni. „Ekki gott fyrir okkur. Við erum að spila mikið af leikjum, búið að vera erfið verkefni og verða það áfram. Aldrei gott að missa menn í meiðsli en við þurfum bara að nota þá sem eru available, eins og staðan er núna.“ Markið mikilvæga Þrátt fyrir fremur slaka frammistöðu tókst Panathinaikos að skora og minnka muninn í eitt mark fyrir seinni leik liðanna. „Mjög mikilvægt að skora þetta mark í lok leiks, annars hefði þetta verið enn þá erfiðara fyrir okkur í næstu viku þegar við spilum heima, en þetta gefur okkur von um að við séum inni í einvíginu enn þá. Við þurfum heldur betur að rífa okkur í gang fyrir næstu viku.“ „Ég held að við þurfum að spila betur alls staðar, verjast betur, hreyfa boltann betur… Við þurfum að sjá hvað við getum gert betur, sérstaklega sóknarlega,“ sagði Sverrir að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Næsti leikur liðanna fer fram fimmtudaginn 20. febrúar og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Klippa: Sverrir Ingi eftir tap Panathinaikos gegn Víkingi Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Fótbolti Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
„Þetta var bara ekki nógu gott hjá okkur í dag. Víkingarnir voru bara betri en við og ég óska þeim til hamingju með sigurinn. Gerðu okkur mjög erfitt fyrir og við virtumst einhvern veginn ekki klárir. Þurfum heldur betur að rífa okkur í gang fyrir seinni leikinn ef við ætlum að fara áfram úr þessu einvígi,“ sagði Sverrir fljótlega eftir leik. „Í fyrra markinu voru þeir ákveðnari en við, unnu bolta eitt, tvö og þrjú, sem gerir það að verkum að þeir skora í autt markið. Í seinni markinu vorum við einhvern veginn í engu jafnvægi, boltinn hafnar af slánni og dettur fyrir framan markið þar sem hann skorar einn og óvaldaður. Mér fannst þetta saga dagsins. Við vörðumst ekki vel og vorum ekki effektívir með boltann heldur, þannig að við áttum ekkert annað skilið en að tapa þessum leik í dag,“ hélt hann svo áfram. Misstu tvo í meiðsli Panathinaikos missti tvo menn í meiðsli í fyrri hálfleik og þurfti að gera breytingar á miðjunni og í miðvarðarstöðunni. „Ekki gott fyrir okkur. Við erum að spila mikið af leikjum, búið að vera erfið verkefni og verða það áfram. Aldrei gott að missa menn í meiðsli en við þurfum bara að nota þá sem eru available, eins og staðan er núna.“ Markið mikilvæga Þrátt fyrir fremur slaka frammistöðu tókst Panathinaikos að skora og minnka muninn í eitt mark fyrir seinni leik liðanna. „Mjög mikilvægt að skora þetta mark í lok leiks, annars hefði þetta verið enn þá erfiðara fyrir okkur í næstu viku þegar við spilum heima, en þetta gefur okkur von um að við séum inni í einvíginu enn þá. Við þurfum heldur betur að rífa okkur í gang fyrir næstu viku.“ „Ég held að við þurfum að spila betur alls staðar, verjast betur, hreyfa boltann betur… Við þurfum að sjá hvað við getum gert betur, sérstaklega sóknarlega,“ sagði Sverrir að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Næsti leikur liðanna fer fram fimmtudaginn 20. febrúar og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Klippa: Sverrir Ingi eftir tap Panathinaikos gegn Víkingi
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Fótbolti Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira