Rúmur helmingur vill að styrkirnir verði endurgreiddir Jón Þór Stefánsson skrifar 14. febrúar 2025 08:36 Flokkur fólksins mun ekki þurfa að endurgreiða ríkinu 240 milljónirnar sem hann hefur hlotið í styrki. Rétt rúmur helmingur landsmanna er á þeirri skoðun að stjórnmálaflokkar ættu að endurgreiða þá styrki sem þeir fengu úr ríkisjóði á meðan þeir uppfylltu ekki skilyrði til að fá umrædda styrki. Þetta er niðurstaða könnunar Maskínu. Fjallað hefur verið um það undanfarið að Flokkur fólksins hafi þegið 240 milljónir í styrki frá ríkinu þrátt fyrir að vera ekki skráður sem stjórnmálaflokkur heldur félagasamtök. Fleiri flokkar, þeirra á meðal Sjálfstæðisflokkurinn, þáðu styrki þrátt fyrir að þeir hefðu enn ekki breytt skráningu sinni eftir að lögunum var breytt. Flokkur fólksins er sá eini sem er enn skráður sem félagasamtök. Forsvarsmenn hans hafa sagt að skráningunni verði breytt eftir landsfund í þessum mánuði. Í könnun Maskínu segir að 51 prósent svarenda finnist að flokkarnir eigi að endurgreiða. Þá vilja 20 prósent að flokkarnir endurgreiði þá ekki, og 28 prósentum finnst það ekki skipta máli. Könnunin fór fram dagana 28. til 31. janúar, en svarendur voru 975 talsins. 762 tóku afstöðu til spurningarinnar. Svarendur voru jafnframt spurðir hvaða flokk þeir myndu kjósa til Alþingis í dag, og þau svör skoðuð í samhengi við þetta styrkjamál. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins virðast harðastir á þeirri skoðun að endurgreiða eigi styrkina. 73 prósent Sjálfstæðismanna vilja að þeir verði endurgreiddir og 71 prósent Miðflokksmanna. Hins vegar var hlutfallið minnst hjá kjósendum Flokks fólksins, Pírötum og Vinstri grænum. Hjá Flokki fólksins og Pírötum sögðust 25 prósent vilja að flokkarnir myndu endurgreiða, en 27 prósent hjá VG. Hjá öðrum flokkum var hlutfallið á milli 37 prósent og 58 prósent. Skoðanakannanir Styrkir til stjórnmálasamtaka Alþingi Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Fjallað hefur verið um það undanfarið að Flokkur fólksins hafi þegið 240 milljónir í styrki frá ríkinu þrátt fyrir að vera ekki skráður sem stjórnmálaflokkur heldur félagasamtök. Fleiri flokkar, þeirra á meðal Sjálfstæðisflokkurinn, þáðu styrki þrátt fyrir að þeir hefðu enn ekki breytt skráningu sinni eftir að lögunum var breytt. Flokkur fólksins er sá eini sem er enn skráður sem félagasamtök. Forsvarsmenn hans hafa sagt að skráningunni verði breytt eftir landsfund í þessum mánuði. Í könnun Maskínu segir að 51 prósent svarenda finnist að flokkarnir eigi að endurgreiða. Þá vilja 20 prósent að flokkarnir endurgreiði þá ekki, og 28 prósentum finnst það ekki skipta máli. Könnunin fór fram dagana 28. til 31. janúar, en svarendur voru 975 talsins. 762 tóku afstöðu til spurningarinnar. Svarendur voru jafnframt spurðir hvaða flokk þeir myndu kjósa til Alþingis í dag, og þau svör skoðuð í samhengi við þetta styrkjamál. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins virðast harðastir á þeirri skoðun að endurgreiða eigi styrkina. 73 prósent Sjálfstæðismanna vilja að þeir verði endurgreiddir og 71 prósent Miðflokksmanna. Hins vegar var hlutfallið minnst hjá kjósendum Flokks fólksins, Pírötum og Vinstri grænum. Hjá Flokki fólksins og Pírötum sögðust 25 prósent vilja að flokkarnir myndu endurgreiða, en 27 prósent hjá VG. Hjá öðrum flokkum var hlutfallið á milli 37 prósent og 58 prósent.
Skoðanakannanir Styrkir til stjórnmálasamtaka Alþingi Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira