Valentínus Árni Már Jensson skrifar 14. febrúar 2025 15:00 Valentínusardagurinn er hátíð ástar og kærleika sem á sér fornar rætur í kristinni trú. Frásögnin um heilagan Valentínus greinir að hann hafi verið prestur í Róm á tímum Kládíusar II. Keisarinn, sem taldi að ógiftir menn væru betri hermenn en þeir sem væru bundnir fjölskyldum, bannaði ungu fólki að ganga í hjónaband. Valentínus, sem trúði heitt á helgi hjónabandsins sem sáttmála kærleikans, mótmælti þessum lögum og gifti pör í leynum. Þegar upp komst um athafnir hans var hann handtekinn og dæmdur til dauða. Sagan segir einnig að meðan Valentínus var í fangelsi hafi hann kynnst blindri dóttur fangavarðarins. Hann bað fyrir henni og hún læknaðist af blindunni. Áður en hann var tekinn af lífi sendi hann henni kveðjubréf sem hann undirritaði „Frá þínum Valentínusi“. Þetta bréf, sem er sagt vera fyrsta Valentínusarkortið, hefur síðar orðið táknræn kveðja fyrir Valentínusardaginn. Þótt saga heilags Valentínusar eigi sér ýmsar útgáfur, varð hann að píslarvotti fyrir trú sína og kærleika. Í kaþólsku kirkjunni er hann dýrlingur og verndari elskenda, og hátíðisdagur hans er 14. febrúar. Valentínusardagurinn varð því tákn kærleika og umhyggju þar sem elskendur senda hvort öðru blóm, gjafir og ástarkveðjur til að sýna væntumþykju. Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín, líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. (Steingrímur Thorsteinsson 1831 - 1913) Hvort sem við lítum til Valentínusardagsins sem trúarlegs dýrlingadags eða sem hátíð til að fagna ástinni í lífi okkar, minnir hann okkur á að kærleikurinn er eina sanna gjöfin sem endist. Góðar stundir. Höfundur er frumkvöðull og áhugamaður um frjálst samfélag, lýðræði, kristna trú og gildi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valentínusardagurinn Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Valentínusardagurinn er hátíð ástar og kærleika sem á sér fornar rætur í kristinni trú. Frásögnin um heilagan Valentínus greinir að hann hafi verið prestur í Róm á tímum Kládíusar II. Keisarinn, sem taldi að ógiftir menn væru betri hermenn en þeir sem væru bundnir fjölskyldum, bannaði ungu fólki að ganga í hjónaband. Valentínus, sem trúði heitt á helgi hjónabandsins sem sáttmála kærleikans, mótmælti þessum lögum og gifti pör í leynum. Þegar upp komst um athafnir hans var hann handtekinn og dæmdur til dauða. Sagan segir einnig að meðan Valentínus var í fangelsi hafi hann kynnst blindri dóttur fangavarðarins. Hann bað fyrir henni og hún læknaðist af blindunni. Áður en hann var tekinn af lífi sendi hann henni kveðjubréf sem hann undirritaði „Frá þínum Valentínusi“. Þetta bréf, sem er sagt vera fyrsta Valentínusarkortið, hefur síðar orðið táknræn kveðja fyrir Valentínusardaginn. Þótt saga heilags Valentínusar eigi sér ýmsar útgáfur, varð hann að píslarvotti fyrir trú sína og kærleika. Í kaþólsku kirkjunni er hann dýrlingur og verndari elskenda, og hátíðisdagur hans er 14. febrúar. Valentínusardagurinn varð því tákn kærleika og umhyggju þar sem elskendur senda hvort öðru blóm, gjafir og ástarkveðjur til að sýna væntumþykju. Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín, líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. (Steingrímur Thorsteinsson 1831 - 1913) Hvort sem við lítum til Valentínusardagsins sem trúarlegs dýrlingadags eða sem hátíð til að fagna ástinni í lífi okkar, minnir hann okkur á að kærleikurinn er eina sanna gjöfin sem endist. Góðar stundir. Höfundur er frumkvöðull og áhugamaður um frjálst samfélag, lýðræði, kristna trú og gildi.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar