„Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 20:15 Snorri Jakobsson segir yfirlýsingu Arion banka hleypa lífi í staðnað kerfi. Stöð 2 Stjórn Arion banka lýsti yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna bankanna fyrr í dag. Hagfræðingur telur það ólíklegt að Samkeppniseftirlitið heimili samrunann þar sem fordæmi séu fyrir því að eftirlitið heimili ekki bankasamruna. Í tilkynningu Arion banka til Kauphallar kom fram að stjórn bankans hafi áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna félaganna. Stjórnin sjái mikil tækifæri í samruna bankanna fyrir viðskiptavini, hluthafa og íslenskt hagkerfi. Aðspurður hvers vegna Arion banki skyldi fara í þessa vegferð segir Snorri Jakobsson hagfræðingur ákvörðunina ekki koma á óvart. „Tvær helstu ástæðurnar fyrir þessu er að það er mikil stærðarhagkvæmni í bankarekstri almennt og það ætti í raun bara að vera einn viðskiptabanki á Íslandi. Sú stærðarhagkvæmni hefur aukist ennþá meira vegna þess að regluverk, sem er frá Evrópusambandinu, er alltaf að verða meira og meira íþyngjandi. Það er líka orðið íþyngjandi fyrir miklu stærri banka í Evrópu,“ segir Snorri Þá séu einnig íslenskar reglugerðir sem hafa áhrif. „Svo er það að það er skattlagning á íslenskt bankakerfi og sérstakir skattar á fjármálafyrirtæki, þeir eru mjög háir í samanburði við Evrópu og það má svona spyrja sig að því hver er ábati ríkisins að vera með þessa háu skatta, bæði upp á fjármálastöðugleika og svo líka það að hvort að þetta rýri virði bankanna svo mikið sem þeir eru í rauninni stærstu eigendurnir að,“ segir hann. Hleypi lífi í annars staðnað kerfi „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ segir Snorri. „Það liggur fyrir fordæmi frá Samkeppniseftirlitinu þar sem átti að sameina Sparisjóð Svarfdæla sem var eiginlega svona banki á fallandi fæti við Landsbankann og því var hafnað. Svo, að mig minnir, er eitt fordæmi til viðbótar en ég er að tala um miklu minni einingar,“ segir hann. Snorri segir að þrátt fyrir að hann telji það ólíklegt að Samkeppniseftirlitið samþykki samrunann sé ekki hægt að „álasa ungum dreng“ fyrir að reyna. „Það er svona spurning hvort það sé ómaksins vert að reyna og þetta allaveganna hleypir lífi í annars staðnað kerfi og kannski kemur eitthvað út úr þessu sem væri þá til góða, þótt að mér finnist svona mjög ólíklegt að ef við sameinum tvo banka að við sjáum við bara einn stóran. Líklega yrði sameiningin á mjög mörgum skilyrðum þannig að það yrði mörg lítil fyrirtæki sem kæmu út eða því um líkt. Fyrirkomulag fyrirhugaðri sölu hluta ríkisins á Íslandsbanka var tilkynnt í dag. Áhrif þess þurfa að koma í ljós að sögn Snorra. „Þetta gæti líka aukið áhugann á Íslandsbanka en það er líka óþægilegt að vera í samrunaviðræðum á sama tíma og þú ert að reyna selja bankann ef þú ert í stjórn bankans.“ Íslandsbanki Arion banki Salan á Íslandsbanka Fjármálafyrirtæki Samkeppnismál Tengdar fréttir Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Stjórn Arion banka ákvað á fundi sínum í dag að lýsa yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna félaganna. Bréf þess efnis hefur verið sent til stjórnarformanns og bankastjóra Íslandsbanka. 14. febrúar 2025 16:45 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Í tilkynningu Arion banka til Kauphallar kom fram að stjórn bankans hafi áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna félaganna. Stjórnin sjái mikil tækifæri í samruna bankanna fyrir viðskiptavini, hluthafa og íslenskt hagkerfi. Aðspurður hvers vegna Arion banki skyldi fara í þessa vegferð segir Snorri Jakobsson hagfræðingur ákvörðunina ekki koma á óvart. „Tvær helstu ástæðurnar fyrir þessu er að það er mikil stærðarhagkvæmni í bankarekstri almennt og það ætti í raun bara að vera einn viðskiptabanki á Íslandi. Sú stærðarhagkvæmni hefur aukist ennþá meira vegna þess að regluverk, sem er frá Evrópusambandinu, er alltaf að verða meira og meira íþyngjandi. Það er líka orðið íþyngjandi fyrir miklu stærri banka í Evrópu,“ segir Snorri Þá séu einnig íslenskar reglugerðir sem hafa áhrif. „Svo er það að það er skattlagning á íslenskt bankakerfi og sérstakir skattar á fjármálafyrirtæki, þeir eru mjög háir í samanburði við Evrópu og það má svona spyrja sig að því hver er ábati ríkisins að vera með þessa háu skatta, bæði upp á fjármálastöðugleika og svo líka það að hvort að þetta rýri virði bankanna svo mikið sem þeir eru í rauninni stærstu eigendurnir að,“ segir hann. Hleypi lífi í annars staðnað kerfi „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ segir Snorri. „Það liggur fyrir fordæmi frá Samkeppniseftirlitinu þar sem átti að sameina Sparisjóð Svarfdæla sem var eiginlega svona banki á fallandi fæti við Landsbankann og því var hafnað. Svo, að mig minnir, er eitt fordæmi til viðbótar en ég er að tala um miklu minni einingar,“ segir hann. Snorri segir að þrátt fyrir að hann telji það ólíklegt að Samkeppniseftirlitið samþykki samrunann sé ekki hægt að „álasa ungum dreng“ fyrir að reyna. „Það er svona spurning hvort það sé ómaksins vert að reyna og þetta allaveganna hleypir lífi í annars staðnað kerfi og kannski kemur eitthvað út úr þessu sem væri þá til góða, þótt að mér finnist svona mjög ólíklegt að ef við sameinum tvo banka að við sjáum við bara einn stóran. Líklega yrði sameiningin á mjög mörgum skilyrðum þannig að það yrði mörg lítil fyrirtæki sem kæmu út eða því um líkt. Fyrirkomulag fyrirhugaðri sölu hluta ríkisins á Íslandsbanka var tilkynnt í dag. Áhrif þess þurfa að koma í ljós að sögn Snorra. „Þetta gæti líka aukið áhugann á Íslandsbanka en það er líka óþægilegt að vera í samrunaviðræðum á sama tíma og þú ert að reyna selja bankann ef þú ert í stjórn bankans.“
Íslandsbanki Arion banki Salan á Íslandsbanka Fjármálafyrirtæki Samkeppnismál Tengdar fréttir Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Stjórn Arion banka ákvað á fundi sínum í dag að lýsa yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna félaganna. Bréf þess efnis hefur verið sent til stjórnarformanns og bankastjóra Íslandsbanka. 14. febrúar 2025 16:45 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Stjórn Arion banka ákvað á fundi sínum í dag að lýsa yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna félaganna. Bréf þess efnis hefur verið sent til stjórnarformanns og bankastjóra Íslandsbanka. 14. febrúar 2025 16:45
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent