„Það er alltaf einstök stemning í þessu húsi“ Andri Már Eggertsson skrifar 14. febrúar 2025 22:16 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals ræddi við sína menn í leik kvöldsins gegn KR Vísir/Anton Brink Valur vann KR á Meistaravöllum eftir framlengdan leik 89-96. Þetta var fimmti sigur Vals í röð í Bónus deildinni og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með sigurinn gegn sínu gamla félagi. „Þetta var frábært. Það er alltaf einstök stemning í þessu húsi og ég hef spilað marga leiki hérna og það er aðeins öðruvísi að vera hérna megin en ég var mjög ánægður með sigurinn þar sem mér fannst spilamennskan ekki ná því flugi sem hún hefur verið á í síðustu leikjum. KR-ingar gerðu vel og við vorum með mislagðar hendur og vorum slakir á báðum endum, “ sagði Finnur Freyr í viðtali eftir leik. Finnur var ekki beint í skýjunum með frammistöðu liðsins en Valsmenn voru undir í hálfleik og gerðu aðeins 37 stig. „Mér fannst líka hlutir í seinni hálfleik eins og í fjórða leikhluta asnalegir. Við skutum boltanum ekki vel og vorum út um allt og við spiluðum þetta upp í hendurnar á KR-ingum og síðan þegar við fengum tækifæri undir körfunni þá vorum við að klikka og tapa boltanum óþarflega.“ Valur endaði þriðja leikhluta á að gera sextán stig gegn aðeins fjórum hjá KR en síðan snerist taflið við í upphafi fjórða leikhluta þar sem KR gerði sjö stig í röð og komst aftur inn í leikinn. „Í byrjun fjórða leikhluta fengum við á okkur tvær körfur sem voru frekar klaufalegar og þá misstum við dampinn og einbeitinguna sem við eigum til að gera þegar sóknin er ekki að ganga og þá dettur vörnin niður.“ Aðspurður út í lokamínúturnar í fjórða leikhluta var Finnur ánægður með Joshua Jeffersson sem setti stór skot ofan í. „Hann setti stór skot til þess að halda okkur inn í þessu. Þetta eru skot sem hann á að taka og Kári setti eitt líka en við fengum líka tækifæri þar sem við áttum að gera betur. „Við komumst inn í framlenginguna og náðum að gera það sama og þeir í fjórða leikhluta með því að skora fyrstu tvær körfurnar og í framlengingu virkar hvert stig fyrir að vera meira en það er í raun og veru.“ Finnur var ánægður með að Valsmenn hafi náð frumkvæðinu í framlengingunni sem sló KR-inga út af laginu. „Við náðum að loka á Vlatko Granic inn í teig í lok fjórða leikhluta og í framlenginguna og svo gerast milljón hlutir í körfuboltaleik og boltinn rúllar stundum upp úr. Þetta er leikur sem eitthvað gerist og annað liðið vinnur. Þetta var jafn leikur og KR-ingar hefðu alveg getað unnið. Kristófer Acox byrjaði á bekknum en það er ekki langt síðan hann steig upp úr meiðslum. Aðspurður hvort það væri komið til að vera að byrja með hann á bekknum sagði Finnur að hann mætti bara spila ákveðið margar mínútur. „Hann er að koma úr meiðslum og við erum með ákveðið mínútumagn á honum og það er þægilegra að hann sleppi fyrstu fimm mínútunum í hvorum hálfleik og spili í 30 mínútur í staðinn fyrir 40 mínútur,“ sagði Finnur Freyr að lokum. Valur Bónus-deild karla Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira
„Þetta var frábært. Það er alltaf einstök stemning í þessu húsi og ég hef spilað marga leiki hérna og það er aðeins öðruvísi að vera hérna megin en ég var mjög ánægður með sigurinn þar sem mér fannst spilamennskan ekki ná því flugi sem hún hefur verið á í síðustu leikjum. KR-ingar gerðu vel og við vorum með mislagðar hendur og vorum slakir á báðum endum, “ sagði Finnur Freyr í viðtali eftir leik. Finnur var ekki beint í skýjunum með frammistöðu liðsins en Valsmenn voru undir í hálfleik og gerðu aðeins 37 stig. „Mér fannst líka hlutir í seinni hálfleik eins og í fjórða leikhluta asnalegir. Við skutum boltanum ekki vel og vorum út um allt og við spiluðum þetta upp í hendurnar á KR-ingum og síðan þegar við fengum tækifæri undir körfunni þá vorum við að klikka og tapa boltanum óþarflega.“ Valur endaði þriðja leikhluta á að gera sextán stig gegn aðeins fjórum hjá KR en síðan snerist taflið við í upphafi fjórða leikhluta þar sem KR gerði sjö stig í röð og komst aftur inn í leikinn. „Í byrjun fjórða leikhluta fengum við á okkur tvær körfur sem voru frekar klaufalegar og þá misstum við dampinn og einbeitinguna sem við eigum til að gera þegar sóknin er ekki að ganga og þá dettur vörnin niður.“ Aðspurður út í lokamínúturnar í fjórða leikhluta var Finnur ánægður með Joshua Jeffersson sem setti stór skot ofan í. „Hann setti stór skot til þess að halda okkur inn í þessu. Þetta eru skot sem hann á að taka og Kári setti eitt líka en við fengum líka tækifæri þar sem við áttum að gera betur. „Við komumst inn í framlenginguna og náðum að gera það sama og þeir í fjórða leikhluta með því að skora fyrstu tvær körfurnar og í framlengingu virkar hvert stig fyrir að vera meira en það er í raun og veru.“ Finnur var ánægður með að Valsmenn hafi náð frumkvæðinu í framlengingunni sem sló KR-inga út af laginu. „Við náðum að loka á Vlatko Granic inn í teig í lok fjórða leikhluta og í framlenginguna og svo gerast milljón hlutir í körfuboltaleik og boltinn rúllar stundum upp úr. Þetta er leikur sem eitthvað gerist og annað liðið vinnur. Þetta var jafn leikur og KR-ingar hefðu alveg getað unnið. Kristófer Acox byrjaði á bekknum en það er ekki langt síðan hann steig upp úr meiðslum. Aðspurður hvort það væri komið til að vera að byrja með hann á bekknum sagði Finnur að hann mætti bara spila ákveðið margar mínútur. „Hann er að koma úr meiðslum og við erum með ákveðið mínútumagn á honum og það er þægilegra að hann sleppi fyrstu fimm mínútunum í hvorum hálfleik og spili í 30 mínútur í staðinn fyrir 40 mínútur,“ sagði Finnur Freyr að lokum.
Valur Bónus-deild karla Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira