Innlent

Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn

Samúel Karl Ólason skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Meirihlutaviðræður í borginni ganga mjög vel að sögn oddvita Samfylkingarinnar, enn hafi ekki verið rætt um stólaskipan og þar á meðal borgastjórastólinn. Rætt verður við Heiðu Björgu Hilmisdóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir yfirvofandi verkföll ekki liðka fyrir samningsvilja. Leikskólar í Kópavogi og grunnskólar í Hveragerðisbæ, Ölfusi og Akranesbæ hefjast næstu mánaðamót verði ekki samið fyrir þann tíma.

Í hádegisfréttatímanum verður einnig rætt við sérfræðing í samkeppnisrétti um mögulegan samruna Arion banka og Íslandsbanka, og við Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra um nýjan farveg fyrir tilkynningar um dýraníð.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar kl. 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×