Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar 15. febrúar 2025 20:02 Enn og aftur eru málefni osta komin til umræðu eftir að Félag Atvinnurekenda, innflytjenda, sendi frá sér hreint ótrúlega fréttatilkynningu fyrr í vikunni. Málið er í sjálfu sér afar einfalt. Það mál sem borið hefur hæðst í umræðunni snýst um að innflutningsaðili, sem á aðild að Félagi Atvinnurekenda, flutti inn mjólkurost frá Belgíu sem jurtaost um langt árabil. Í því máli er staðreyndin einfaldlega sú að eyðing skóga til framleiðslu á pálmaolíu í Asíu gerir belgískan mjólkurost að jurtaosti með því að rúmlega 10% pálmaolíu er bætt við 85% mjólkurost – þetta er sem sagt röksemdin fyrir því að mjólkurostur breytist í jurtaost. Á þessum vörum er mikill munur sem m.a. pizzaunnendur þekkja enda kjósi þeir mjólkurost fremur en jurtaost á sínar pizzur. Heildsalar og innflutningsaðilar þekkja auðvitað þennan mun líka en þegar kemur að íslenskum tollalögum er enginn tollur lagður á jurtaosta en tollar eru aftur á móti lagðir á mjólkurosta. Það er því ekki að ástæðulausu að þessi mikli munur á ostategundunum tveimur henti félagsskapi þessara aðila. Þrátt fyrir að málið liggi svona hafa umræddir aðilar, eftir að upp komst um málið, reynt að hnekkja á úrskurðum íslenskra skattyfirvalda er kveða, eðlilega, á um að innfluttur mjólkurostur sé sannarlega mjólkurostur en ekki jurtaostur. Tollgæsluyfirvöld hafa úrskurðað um tollflokkunina með bindandi hætti, héraðsdómur hefur staðfest bindandi álit skattyfirvalda og Landsréttur hefur síðan staðfest dóm héraðsdóm. Þá þótti Hæstarétti ekki tilefni til að taka málið á dagskrá þar sem dómar á fyrri dómstigum voru afgerandi og sköpuðu ekki réttaróvissu. Eftir svo afgerandi niðurstöður dómstóla kom það því mjög á óvart að eitt fyrsta mál nýrrar ríkisstjórnar sé að breyta lögum þannig að innfluttur mjólkurostur sem ber tolla verði tollaður líkt og jurtaostur sem ber ekki tolla. Þetta vekur furðu enda er það afar sérstakt að í jafn afgerandi máli eins og þessu sé tekin pólitísk ákvörðun um að svart skuli verða hvítt. Þarna ráða almannahagsmunir ekki för heldur sérhagsmunir - enda stórt hagsmunamál fyrir afar fámennan hóp innflytjenda. Afleiðingar af boðaðri breytingu munu fljótt verða ljósar. Með áformunum ætlar ný ríkisstjórn að sjá til þess að pálmaolía verði flutt milli heimsálfa í þeim tilgangi að blanda henni í mjólkurost í Belgíu þannig að osturinn landi niður á Sundahöfn, í faðmi íslenskra innflytjenda, sem jurtaostur. Þetta er bein atlaga að innlendri matvælaframleiðslu og landbúnaði á Íslandi. Búa á til sérreglur fyrir innfluttan mjólkurost þvert á niðurstöður íslenskra dómstóla. Við erum sjálfstætt og fullvalda ríki, málið hefur verið klárað á öllum stigum dómkerfisins þar sem ítrekað sama niðurstaðan hefur verið staðfest, þ.e. að mjólkurostur sé ekki jurtaostur. Þrátt fyrir þetta telur ríkisstjórnin sig knúna til að gera lagabreytingar. Fljótt á litið gætu áhrifin orðið umtalsverð minnkun á mjólkurframleiðslu en á tímabili nam innfluttur jurtaostur um 300 tonnum á ársgrundvelli sem jafngildir umþremur milljónum mjólkurlítrum. Til að setja þetta í stærðarsamhengi þá hefur því verið fleygt fram að það væri eins og öll kúabú á Austurlandi myndu leggjast af. Fæðuöryggi okkar væri stefnt í hættu ásamt byggðafestu. Störfum á landsbyggðinni myndi fækka, sjálfbærni okkar skert, tekjustofnar sveitarfélaga rýrðir og ekki síður myndi samkeppni skekkjast enn frekar. Ég nefni hér sérstaklega samkeppni þar sem tollverndinni er ekki eingöngu ætlað vernda innlenda matvælaframleiðslu heldur hefur hún ekki síður þann tilgang að rétta við skekkta samkeppnisstöðu er skapast við innflutning. Ný ríkisstjórn ætlar sér þannig að styrkja og efla erlenda mjólkurframleiðslu í stað þeirrar innlendu. Á sama tíma og aðrar siðmenntaðar þjóðir eru að efla innlenda matvælaframleiðslu ætlar ný ríkisstjórn að gera þveröfugt. Ákvörðunin um að breyta tollflokkuninni er ekkert annað en hápólitísk og hún veikir hagsmuni Íslands til langs tíma litið. Hvaða hagsmuni er þá verið að verja? Svarið er augljóst – það er verið að verja hagsmuni innflytjenda. Höfundur er framkvæmdastjóri Bændasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Enn og aftur eru málefni osta komin til umræðu eftir að Félag Atvinnurekenda, innflytjenda, sendi frá sér hreint ótrúlega fréttatilkynningu fyrr í vikunni. Málið er í sjálfu sér afar einfalt. Það mál sem borið hefur hæðst í umræðunni snýst um að innflutningsaðili, sem á aðild að Félagi Atvinnurekenda, flutti inn mjólkurost frá Belgíu sem jurtaost um langt árabil. Í því máli er staðreyndin einfaldlega sú að eyðing skóga til framleiðslu á pálmaolíu í Asíu gerir belgískan mjólkurost að jurtaosti með því að rúmlega 10% pálmaolíu er bætt við 85% mjólkurost – þetta er sem sagt röksemdin fyrir því að mjólkurostur breytist í jurtaost. Á þessum vörum er mikill munur sem m.a. pizzaunnendur þekkja enda kjósi þeir mjólkurost fremur en jurtaost á sínar pizzur. Heildsalar og innflutningsaðilar þekkja auðvitað þennan mun líka en þegar kemur að íslenskum tollalögum er enginn tollur lagður á jurtaosta en tollar eru aftur á móti lagðir á mjólkurosta. Það er því ekki að ástæðulausu að þessi mikli munur á ostategundunum tveimur henti félagsskapi þessara aðila. Þrátt fyrir að málið liggi svona hafa umræddir aðilar, eftir að upp komst um málið, reynt að hnekkja á úrskurðum íslenskra skattyfirvalda er kveða, eðlilega, á um að innfluttur mjólkurostur sé sannarlega mjólkurostur en ekki jurtaostur. Tollgæsluyfirvöld hafa úrskurðað um tollflokkunina með bindandi hætti, héraðsdómur hefur staðfest bindandi álit skattyfirvalda og Landsréttur hefur síðan staðfest dóm héraðsdóm. Þá þótti Hæstarétti ekki tilefni til að taka málið á dagskrá þar sem dómar á fyrri dómstigum voru afgerandi og sköpuðu ekki réttaróvissu. Eftir svo afgerandi niðurstöður dómstóla kom það því mjög á óvart að eitt fyrsta mál nýrrar ríkisstjórnar sé að breyta lögum þannig að innfluttur mjólkurostur sem ber tolla verði tollaður líkt og jurtaostur sem ber ekki tolla. Þetta vekur furðu enda er það afar sérstakt að í jafn afgerandi máli eins og þessu sé tekin pólitísk ákvörðun um að svart skuli verða hvítt. Þarna ráða almannahagsmunir ekki för heldur sérhagsmunir - enda stórt hagsmunamál fyrir afar fámennan hóp innflytjenda. Afleiðingar af boðaðri breytingu munu fljótt verða ljósar. Með áformunum ætlar ný ríkisstjórn að sjá til þess að pálmaolía verði flutt milli heimsálfa í þeim tilgangi að blanda henni í mjólkurost í Belgíu þannig að osturinn landi niður á Sundahöfn, í faðmi íslenskra innflytjenda, sem jurtaostur. Þetta er bein atlaga að innlendri matvælaframleiðslu og landbúnaði á Íslandi. Búa á til sérreglur fyrir innfluttan mjólkurost þvert á niðurstöður íslenskra dómstóla. Við erum sjálfstætt og fullvalda ríki, málið hefur verið klárað á öllum stigum dómkerfisins þar sem ítrekað sama niðurstaðan hefur verið staðfest, þ.e. að mjólkurostur sé ekki jurtaostur. Þrátt fyrir þetta telur ríkisstjórnin sig knúna til að gera lagabreytingar. Fljótt á litið gætu áhrifin orðið umtalsverð minnkun á mjólkurframleiðslu en á tímabili nam innfluttur jurtaostur um 300 tonnum á ársgrundvelli sem jafngildir umþremur milljónum mjólkurlítrum. Til að setja þetta í stærðarsamhengi þá hefur því verið fleygt fram að það væri eins og öll kúabú á Austurlandi myndu leggjast af. Fæðuöryggi okkar væri stefnt í hættu ásamt byggðafestu. Störfum á landsbyggðinni myndi fækka, sjálfbærni okkar skert, tekjustofnar sveitarfélaga rýrðir og ekki síður myndi samkeppni skekkjast enn frekar. Ég nefni hér sérstaklega samkeppni þar sem tollverndinni er ekki eingöngu ætlað vernda innlenda matvælaframleiðslu heldur hefur hún ekki síður þann tilgang að rétta við skekkta samkeppnisstöðu er skapast við innflutning. Ný ríkisstjórn ætlar sér þannig að styrkja og efla erlenda mjólkurframleiðslu í stað þeirrar innlendu. Á sama tíma og aðrar siðmenntaðar þjóðir eru að efla innlenda matvælaframleiðslu ætlar ný ríkisstjórn að gera þveröfugt. Ákvörðunin um að breyta tollflokkuninni er ekkert annað en hápólitísk og hún veikir hagsmuni Íslands til langs tíma litið. Hvaða hagsmuni er þá verið að verja? Svarið er augljóst – það er verið að verja hagsmuni innflytjenda. Höfundur er framkvæmdastjóri Bændasamtakanna.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun