Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2025 10:08 Jacob Kiplimo hefur unnið til fjölda verðlauna í hlaupum og meðal annars bronsverðlaun í 10.000 metra hlaupi á Ólympíuleikum, í Tókýó 2021. Getty/Tim Clayton Úgandamaðurinn Jacob Kiplimo setti nú í morgun nýtt og stórglæsilegt heimsmet í hálfu maraþoni þegar hann vann afar fjölsótt hlaup í Barcelona. Sá sem átti heimsmetið missti það tveimur mínútum eftir stórkostlegt 10 kílómetra hlaup sitt annars staðar á Spáni. Þessi 24 ára gamli hlaupari varð fyrstur allra í sögunni til þess að hlaupa hálft maraþon á innan við 57 mínútum en hann kom í mark á 56 mínútum og 41 sekúndu. Hann bætti þar með heimsmet Yomif Kejelcha um heilar 49 sekúndur. Til marks um hversu sturluð staðreynd það er þá er það mesti munur sem orðið hefur á nýju og fyrra heimsmeti í hálfmaraþoni, með vottun alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Jacob Kiplimo með fána Úganda eftir að hafa slegið heimsmetið í hálfmaraþoni með mögnuðum hætti í Barcelona í dag.Getty/Lorena Sopena Kiplimo átti áður heimsmetið frá því að hann sló það í Lissabon í nóvember 2021, með því að hlaupa á 57:31, en Kejelcha tók það af honum í Valencia í október síðastliðnum með því að bæta það um eina sekúndu. Aðstæður voru hinar bestu í Barcelona, 13 gráðu hiti og enginn vindur, og hljóp Kiplimo fyrstu 15 kílómetrana á 39 mínútum og 47 sekúndum. Almost a minute ☠️Jacob Kiplimo destroyed previous HM WR — 56:38 in Barcelona.5 k — 13:3410 k — 26:4615 k — 39:4620 k — 53:09finish — 56:38 pic.twitter.com/qQRDfWwYg3— Konstantin Kan (@knstntn_kan) February 16, 2025 Missti heimsmetið tveimur mínútum eftir glæstan sigur Hinn eþíópíski Kejelcha var einnig á ferðinni í dag, í 10 kílómetra götuhlaupi í Castellón de la Plana, um 300 kílómetrum frá Barcelona. Hann vann hlaupið með glæsibrag og kom í mark á 27 mínútum og 30 sekúndum, sem skilar honum í 2. sæti á lista yfir bestu götuhlaupara allra tíma. Svo merkilega vill til að aðeins tveimur mínútum eftir að Kejelcha var kominn í mark í Castellón bárust þær fregnir frá Barcelona að hann hefði misst heimsmetið í hálfmaraþoni til Kiplimo. Frjálsar íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Sjá meira
Þessi 24 ára gamli hlaupari varð fyrstur allra í sögunni til þess að hlaupa hálft maraþon á innan við 57 mínútum en hann kom í mark á 56 mínútum og 41 sekúndu. Hann bætti þar með heimsmet Yomif Kejelcha um heilar 49 sekúndur. Til marks um hversu sturluð staðreynd það er þá er það mesti munur sem orðið hefur á nýju og fyrra heimsmeti í hálfmaraþoni, með vottun alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Jacob Kiplimo með fána Úganda eftir að hafa slegið heimsmetið í hálfmaraþoni með mögnuðum hætti í Barcelona í dag.Getty/Lorena Sopena Kiplimo átti áður heimsmetið frá því að hann sló það í Lissabon í nóvember 2021, með því að hlaupa á 57:31, en Kejelcha tók það af honum í Valencia í október síðastliðnum með því að bæta það um eina sekúndu. Aðstæður voru hinar bestu í Barcelona, 13 gráðu hiti og enginn vindur, og hljóp Kiplimo fyrstu 15 kílómetrana á 39 mínútum og 47 sekúndum. Almost a minute ☠️Jacob Kiplimo destroyed previous HM WR — 56:38 in Barcelona.5 k — 13:3410 k — 26:4615 k — 39:4620 k — 53:09finish — 56:38 pic.twitter.com/qQRDfWwYg3— Konstantin Kan (@knstntn_kan) February 16, 2025 Missti heimsmetið tveimur mínútum eftir glæstan sigur Hinn eþíópíski Kejelcha var einnig á ferðinni í dag, í 10 kílómetra götuhlaupi í Castellón de la Plana, um 300 kílómetrum frá Barcelona. Hann vann hlaupið með glæsibrag og kom í mark á 27 mínútum og 30 sekúndum, sem skilar honum í 2. sæti á lista yfir bestu götuhlaupara allra tíma. Svo merkilega vill til að aðeins tveimur mínútum eftir að Kejelcha var kominn í mark í Castellón bárust þær fregnir frá Barcelona að hann hefði misst heimsmetið í hálfmaraþoni til Kiplimo.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Sjá meira