Gerendur yngri og brotin alvarlegri Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 17:51 Fyrr í mánuðinum varð ungmenni fyrir árás í Mjóddinni. Vísir/Vilhelm Öryggis- og löggæslufræðingur hefur áhyggjur af líkamsárásum ungmenna sem séu alvarlegri en áður. Hann mælir með að láta frekar hluti af hendi heldur en að lenda í hættu. Um helgina var fjallað um hóp drengja sem rændu úlpu af fimmtán ára dreng. Tveir strákar voru á gangi í undirgöngum skammt frá Smáralind þegar sex drengir hóta þeim og ræna úlpu annars. Í vasanum var hann með þráðlaus heyrnatól frá Apple. Sjá nánar: Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu „Þetta hefur alltaf verið til en mín tilfinning er kannski sé sú að þetta sé að aukast,“ segir Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur í Reykjavík síðdegis. Samkvæmt ársskýrslu Ríkislögreglustjóra síðasta árs fari líkamsárásum fækkandi. „Líkamsárásum hefur fækkað en þegar þær verða þá verða þær alvarlegri,“ segir Eyþór. Gerendur sé þá að verða yngri. „Ég kannast nú við eina sem að þekkir til þarna í Mjóddar-málinu og við vorum að ræða þetta sem gerðist síðast í undirgöngunum [hjá Smáralind]. Ég ætla ekki að fullyrða það en einhvers staðar heyrði ég að þetta væri sami hópurinn.“ Sjá nánar: Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stelpa úlpu Fleiri ábendingar um úlpustuldur borist Fréttastofu hefur einnig borist ábending um fleiri atvik sem varða sama hóp. Móðir í Kópavogi segir son sinn og vini hafa lent í sama hóp. Fimm strákar á aldrinum tólf til þrettán ára voru á leið í bíó um kvöld í Smáralind. Þeir mæta fimm unglingsstrákum, um fimmtán til sextán ára, í innganginum á Smáralind. Að sögn móðurinnar var einn drengur í hópi þeirra yngri með merkjavöruhúfu og annar í merkjavöruúlpu. Unglingarnir hafi tekið húfuna af fyrri drengnum og neitað að skila henni. Þá hafi þeir tekið hinn drenginn fastann og skipað honum að fara úr úlpunni. Hópurinn hafi skilað húfunni og sleppt hinum drengnum eftir að fullorðinn maður mætti á staðinn. „Þeir eru svo heppnir að það er maður þarna sem stöðvar þá,“ segir móðirin í samtali við fréttastofu. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Engir hlutir það dýrir að það sé virði heilsu eða mannslífi Eyþór segir hegðunina vera birtingarmynd mikillar vanlíðan. Þá segir hann að með því að koma í veg fyrir þessi minni atvik sé hægt að koma í veg fyrir að eitthvað alvarlegt gerist. „Ég veit að það er verið að vinna mikið í þessu máli og önnur málum, þetta er ekki bara þessi hópur. En þetta er flókið og koma margir að málunum,“ segir Eyþór. Hann ráðleggur fólki að, ef það lendi í samskonar aðstæðum, að afhenda hlutina, forða sér og reyna ná í lögreglu. Þá geti fólk líka verið vart um sig en hann vill þó ekki draga úr því að fólk fari ferða sinna í myrkri. Það sé nú myrkur tuttugu tíma á sólarhring í nokkra mánuði. „Láta hluti bara af hendi, það er ekkert svo dýrt að það sé meira virði en heilsa manns eða líf.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ofbeldi barna Lögreglumál Reykjavík síðdegis Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Um helgina var fjallað um hóp drengja sem rændu úlpu af fimmtán ára dreng. Tveir strákar voru á gangi í undirgöngum skammt frá Smáralind þegar sex drengir hóta þeim og ræna úlpu annars. Í vasanum var hann með þráðlaus heyrnatól frá Apple. Sjá nánar: Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu „Þetta hefur alltaf verið til en mín tilfinning er kannski sé sú að þetta sé að aukast,“ segir Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur í Reykjavík síðdegis. Samkvæmt ársskýrslu Ríkislögreglustjóra síðasta árs fari líkamsárásum fækkandi. „Líkamsárásum hefur fækkað en þegar þær verða þá verða þær alvarlegri,“ segir Eyþór. Gerendur sé þá að verða yngri. „Ég kannast nú við eina sem að þekkir til þarna í Mjóddar-málinu og við vorum að ræða þetta sem gerðist síðast í undirgöngunum [hjá Smáralind]. Ég ætla ekki að fullyrða það en einhvers staðar heyrði ég að þetta væri sami hópurinn.“ Sjá nánar: Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stelpa úlpu Fleiri ábendingar um úlpustuldur borist Fréttastofu hefur einnig borist ábending um fleiri atvik sem varða sama hóp. Móðir í Kópavogi segir son sinn og vini hafa lent í sama hóp. Fimm strákar á aldrinum tólf til þrettán ára voru á leið í bíó um kvöld í Smáralind. Þeir mæta fimm unglingsstrákum, um fimmtán til sextán ára, í innganginum á Smáralind. Að sögn móðurinnar var einn drengur í hópi þeirra yngri með merkjavöruhúfu og annar í merkjavöruúlpu. Unglingarnir hafi tekið húfuna af fyrri drengnum og neitað að skila henni. Þá hafi þeir tekið hinn drenginn fastann og skipað honum að fara úr úlpunni. Hópurinn hafi skilað húfunni og sleppt hinum drengnum eftir að fullorðinn maður mætti á staðinn. „Þeir eru svo heppnir að það er maður þarna sem stöðvar þá,“ segir móðirin í samtali við fréttastofu. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Engir hlutir það dýrir að það sé virði heilsu eða mannslífi Eyþór segir hegðunina vera birtingarmynd mikillar vanlíðan. Þá segir hann að með því að koma í veg fyrir þessi minni atvik sé hægt að koma í veg fyrir að eitthvað alvarlegt gerist. „Ég veit að það er verið að vinna mikið í þessu máli og önnur málum, þetta er ekki bara þessi hópur. En þetta er flókið og koma margir að málunum,“ segir Eyþór. Hann ráðleggur fólki að, ef það lendi í samskonar aðstæðum, að afhenda hlutina, forða sér og reyna ná í lögreglu. Þá geti fólk líka verið vart um sig en hann vill þó ekki draga úr því að fólk fari ferða sinna í myrkri. Það sé nú myrkur tuttugu tíma á sólarhring í nokkra mánuði. „Láta hluti bara af hendi, það er ekkert svo dýrt að það sé meira virði en heilsa manns eða líf.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ofbeldi barna Lögreglumál Reykjavík síðdegis Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira