„Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2025 13:31 Tinna Guðrún Alexandersdóttir átti stórleik í Keflavík. Vísir/Diego Haukakonur náðu fjögurra stiga forskoti á toppi Bónus deildar kvenna í körfubolta í gærkvöldi eftir sigur í spennuleik í Keflavík. Landsliðskonan Tinna Guðrún Alexandersdóttir fór á kostum í Haukaliðinu en hún skoraði 26 stig og gaf 5 stoðsendingar. Tinna hitti úr sex af átta þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Körfuboltakvöld ræddi Haukaliðið og þá sérstaklega frammistöðu Tinnu í þessum mikilvæga leik fyrir Haukakonur. Er sá erfiði kominn? „Helena, er sá erfiði kominn? Deildarmeistaratitilinn,“ spurði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Ég veit það ekki. Maður hefði alveg getað sagt það en mér finnst margir erfiðir leikir eftir. Ég held samt að þetta gefi þeim alveg hellings búst. Það er ógeðslega gaman að vinna þegar kaninn þinn er ekki með,“ sagði Helena Sverrisdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Kanalausar en eru samt að vinna Keflavík í Keflavík „Þú ert að sýna: Við erum drullugóðar. Við erum kanalausar en erum samt að vinna Keflavík í Keflavík. Ég held að það eigi eftir að gefa þeim helling. Deildin er að fara að skiptast og þá verða þetta alltaf erfiðir leikir,“ sagði Helena. „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg í kvöld,“ sagði Hörður og kallaði eftir umræðum um frammistöðu hennar. Leyfa leiknum að koma til sín „Hún hefur verið frábær á köflum í vetur og getur átt svona inn og út leiki. Er þetta eitthvað sem hún þarf að bæta mest í sínum leik? Að verða meira stabíl,“ spurði Hörður „Ég held að hún þurfti að leyfa leiknum að koma til sín. Þegar hún er að þvinga sig inn í leikinn þá finnst mér hún vera að taka taktinn úr liðinu,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Varnarleikurinn var ekkert spes og þær voru ekki að koma í hana í fyrstu tveimur skotunum en Haukarnir spiluðu bara svo flottan bolta og fóru að velja rétt skot. Þess vegna var nýtingin svona góð,“ sagði Ólöf. Það má sjá umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Bónus-deild kvenna Körfuboltakvöld Haukar Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Sjá meira
Landsliðskonan Tinna Guðrún Alexandersdóttir fór á kostum í Haukaliðinu en hún skoraði 26 stig og gaf 5 stoðsendingar. Tinna hitti úr sex af átta þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Körfuboltakvöld ræddi Haukaliðið og þá sérstaklega frammistöðu Tinnu í þessum mikilvæga leik fyrir Haukakonur. Er sá erfiði kominn? „Helena, er sá erfiði kominn? Deildarmeistaratitilinn,“ spurði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Ég veit það ekki. Maður hefði alveg getað sagt það en mér finnst margir erfiðir leikir eftir. Ég held samt að þetta gefi þeim alveg hellings búst. Það er ógeðslega gaman að vinna þegar kaninn þinn er ekki með,“ sagði Helena Sverrisdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Kanalausar en eru samt að vinna Keflavík í Keflavík „Þú ert að sýna: Við erum drullugóðar. Við erum kanalausar en erum samt að vinna Keflavík í Keflavík. Ég held að það eigi eftir að gefa þeim helling. Deildin er að fara að skiptast og þá verða þetta alltaf erfiðir leikir,“ sagði Helena. „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg í kvöld,“ sagði Hörður og kallaði eftir umræðum um frammistöðu hennar. Leyfa leiknum að koma til sín „Hún hefur verið frábær á köflum í vetur og getur átt svona inn og út leiki. Er þetta eitthvað sem hún þarf að bæta mest í sínum leik? Að verða meira stabíl,“ spurði Hörður „Ég held að hún þurfti að leyfa leiknum að koma til sín. Þegar hún er að þvinga sig inn í leikinn þá finnst mér hún vera að taka taktinn úr liðinu,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Varnarleikurinn var ekkert spes og þær voru ekki að koma í hana í fyrstu tveimur skotunum en Haukarnir spiluðu bara svo flottan bolta og fóru að velja rétt skot. Þess vegna var nýtingin svona góð,“ sagði Ólöf. Það má sjá umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“
Bónus-deild kvenna Körfuboltakvöld Haukar Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Sjá meira