Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. febrúar 2025 10:23 Mexíkóflói eða Ameríkuflói? Svarið getur skipt sköpum. Google Maps Hvíta húsið greindi frá því á föstudag að blaðamenn og ljósmyndarar AP fréttaveitunnar hefðu verið bannfærðir, bæði í Hvíta húsinu og forsetaflugvélinni Air Force One. Ástæðan er ákvörðun ritstjórnarinnar að halda áfram að nota heitið „Mexíkóflói“ í stað þess að beygja sig undir fyrirskipun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að flóinn skuli hér eftir heita „Ameríkuflói“. „Það eru forréttindi að fá flytja fréttir úr Hvíta húsinu,“ sagði Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Trump, í síðustu viku. „Enginn á rétt á því að ganga inn á skrifstofu forsetans og spyrja hann spurninga. Það er eitthvað sem mönnum er boðið að gera.“ Leavitt sagðist hafa verið afar skýr með það frá fyrsta degi að þeir fjölmiðlar sem yrðu uppvísir að „lygum“ yrðu gerðir brottrækir úr fjölmiðlaaðstöðunni. Og nú væri það staðreynd málsins að umræddur flói héti Ameríkuflói. Julie Pace, aðalritstjóri AP, hefur sent Hvíta húsinu erindi þar sem ákvörðuninni er harðlega mótmælt. Bendir hún á að að sé kjarni fyrsta ákvæðis stjórnarskrárinnar að stjórnvöld geti ekki gripið til aðgerða og refsað einstaklingum og fjölmiðlum fyrir það sem þeir segja. Stjórnendur bandaríska vefmiðilsins Axios, sem var stofnaður af fyrrverandi blaðamönnum Politico, hafa tilkynnt að þeir hyggist nota „Ameríkuflói“, enda sé lesendahópur miðilsins aðallega bandarískur. Erlendir miðlar virðast margir hverjir hafa ákveðið að nota áfram „Mexíkóflói“ en fyrirtæki á borð við Google feta miðjuveg og nota bæði, eftir því hvar notendur eru í heiminum. Þannig fá Íslendingar til að mynda upp „Gulf of Mexico (Gulf of America)“ ef þeir leita að flóanum á Google Maps. Bandaríkin Fjölmiðlar Donald Trump Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Ástæðan er ákvörðun ritstjórnarinnar að halda áfram að nota heitið „Mexíkóflói“ í stað þess að beygja sig undir fyrirskipun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að flóinn skuli hér eftir heita „Ameríkuflói“. „Það eru forréttindi að fá flytja fréttir úr Hvíta húsinu,“ sagði Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Trump, í síðustu viku. „Enginn á rétt á því að ganga inn á skrifstofu forsetans og spyrja hann spurninga. Það er eitthvað sem mönnum er boðið að gera.“ Leavitt sagðist hafa verið afar skýr með það frá fyrsta degi að þeir fjölmiðlar sem yrðu uppvísir að „lygum“ yrðu gerðir brottrækir úr fjölmiðlaaðstöðunni. Og nú væri það staðreynd málsins að umræddur flói héti Ameríkuflói. Julie Pace, aðalritstjóri AP, hefur sent Hvíta húsinu erindi þar sem ákvörðuninni er harðlega mótmælt. Bendir hún á að að sé kjarni fyrsta ákvæðis stjórnarskrárinnar að stjórnvöld geti ekki gripið til aðgerða og refsað einstaklingum og fjölmiðlum fyrir það sem þeir segja. Stjórnendur bandaríska vefmiðilsins Axios, sem var stofnaður af fyrrverandi blaðamönnum Politico, hafa tilkynnt að þeir hyggist nota „Ameríkuflói“, enda sé lesendahópur miðilsins aðallega bandarískur. Erlendir miðlar virðast margir hverjir hafa ákveðið að nota áfram „Mexíkóflói“ en fyrirtæki á borð við Google feta miðjuveg og nota bæði, eftir því hvar notendur eru í heiminum. Þannig fá Íslendingar til að mynda upp „Gulf of Mexico (Gulf of America)“ ef þeir leita að flóanum á Google Maps.
Bandaríkin Fjölmiðlar Donald Trump Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira