Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2025 11:55 Töluvert hefur verið kvartað vegna vega á landinu undanfarnar vikur. Vísir/Vilhelm Karlar eru frekar fylgjandi veggjöldum en konur og eldra fólk frekar en það yngra. Þetta eru niðurstöður nýrrar Maskínukönnunar sem bendir til nokkurs viðsnúnings hjá landsmönnum þegar kemur að veggjöldum. Uppsöfnuð viðhaldsskuld í innviðakerfinu á Íslandi er áætluð 680 milljarðar króna og „gengur ekkert“ að vinna hana niður. Til samanburðar mældist innviðaskuldin 420 milljarðar króna í sambærilegri úttekt sem gerð var fyrir fjórum árum. Mest er uppsöfnuð viðhaldsskuld í vegakerfinu eða á bilinu 265 til 290 milljarðar króna. Þetta kom fram í skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga sem kynnt var í síðustu viku. Þar voru framtíðarhorfur metnaðar hvað verstar fyrir vegakerfið, hafnir, vatnsveitur, flugvelli og lendingarstaði að Keflavíkurflugvelli frátöldum. Könnun var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Spurt var: „Almennt séð, hversu fylgjandi eða andvígur ert þú innheimtu vegggjalda (þ.e. vegtolla) til að standa straum af rekstri þjóðvega á Íslandi? Með veggjöldum er átt við rukkun fyrir notkun ákveðinna vega. Maskína hefur spurt út í veggjöld fimm sinnum undanfarin níu ár. Alls eru 43 prósent fylgjandi veggjöldum en 39 prósent andvígur. Tæplega fimmtungur hefur ekki sterka skoðun á málinu. Þetta er töluverð breyting frá því árið 2020 þegar Maskína spurði landsmenn sömu spurningar. Þá voru 32 prósent fylgjandi en 50 prósent andvíg. Breytingin er sérstaklega mikil ef horft er til könnunar Maskínu árið 2017. Þá reyndust 25 prósent landsmanna fylgjandi en 56 prósent voru andvíg. Hlutfall óákveðinna svara hefur í öllum fimm könnunum verið um eða undir fimmtungur. Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar með tilliti til kyns, aldurs, búsetu, menntunar, tekna og stjórnmálaskoðana má sjá að karlar eru frekar fylgjandi veggjöldum en konur, eldra fólk frekar en yngra og Reykvíkingar meira fylgjandi en fólk á landsbyggðinni. Maskína hefur spurt út í veggjöld fimm sinnum undanfarin níu ár. Fólki með hærri menntun og hærri heimilistekjur hugnast frekar veggjöld. Þá vilja 61 prósent Framsóknarmanna veggjöld, og rúmlega helmingur kjósenda Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar. Aðeins einn af hverjum tíu sósíalistum er fylgjandi veggjöldum og þá eru Miðflokkurinn og Píratar frekar á móti, eða sem nemur um 55 prósentum kjósenda þeirra. Svipaða sögu er að segja af kjósendum Flokks fólksins. Könnunin fór fram dagana 28. til 31. janúar og voru svarendur 975 talsins. Tengd skjöl 2025-01-Veggjöld-MaskínuskýrslaPDF335KBSækja skjal Samgöngur Rekstur hins opinbera Vegtollar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Uppsöfnuð viðhaldsskuld í innviðakerfinu á Íslandi er áætluð 680 milljarðar króna og „gengur ekkert“ að vinna hana niður. Til samanburðar mældist innviðaskuldin 420 milljarðar króna í sambærilegri úttekt sem gerð var fyrir fjórum árum. Mest er uppsöfnuð viðhaldsskuld í vegakerfinu eða á bilinu 265 til 290 milljarðar króna. Þetta kom fram í skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga sem kynnt var í síðustu viku. Þar voru framtíðarhorfur metnaðar hvað verstar fyrir vegakerfið, hafnir, vatnsveitur, flugvelli og lendingarstaði að Keflavíkurflugvelli frátöldum. Könnun var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Spurt var: „Almennt séð, hversu fylgjandi eða andvígur ert þú innheimtu vegggjalda (þ.e. vegtolla) til að standa straum af rekstri þjóðvega á Íslandi? Með veggjöldum er átt við rukkun fyrir notkun ákveðinna vega. Maskína hefur spurt út í veggjöld fimm sinnum undanfarin níu ár. Alls eru 43 prósent fylgjandi veggjöldum en 39 prósent andvígur. Tæplega fimmtungur hefur ekki sterka skoðun á málinu. Þetta er töluverð breyting frá því árið 2020 þegar Maskína spurði landsmenn sömu spurningar. Þá voru 32 prósent fylgjandi en 50 prósent andvíg. Breytingin er sérstaklega mikil ef horft er til könnunar Maskínu árið 2017. Þá reyndust 25 prósent landsmanna fylgjandi en 56 prósent voru andvíg. Hlutfall óákveðinna svara hefur í öllum fimm könnunum verið um eða undir fimmtungur. Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar með tilliti til kyns, aldurs, búsetu, menntunar, tekna og stjórnmálaskoðana má sjá að karlar eru frekar fylgjandi veggjöldum en konur, eldra fólk frekar en yngra og Reykvíkingar meira fylgjandi en fólk á landsbyggðinni. Maskína hefur spurt út í veggjöld fimm sinnum undanfarin níu ár. Fólki með hærri menntun og hærri heimilistekjur hugnast frekar veggjöld. Þá vilja 61 prósent Framsóknarmanna veggjöld, og rúmlega helmingur kjósenda Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar. Aðeins einn af hverjum tíu sósíalistum er fylgjandi veggjöldum og þá eru Miðflokkurinn og Píratar frekar á móti, eða sem nemur um 55 prósentum kjósenda þeirra. Svipaða sögu er að segja af kjósendum Flokks fólksins. Könnunin fór fram dagana 28. til 31. janúar og voru svarendur 975 talsins. Tengd skjöl 2025-01-Veggjöld-MaskínuskýrslaPDF335KBSækja skjal
Samgöngur Rekstur hins opinbera Vegtollar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira