Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2025 11:55 Töluvert hefur verið kvartað vegna vega á landinu undanfarnar vikur. Vísir/Vilhelm Karlar eru frekar fylgjandi veggjöldum en konur og eldra fólk frekar en það yngra. Þetta eru niðurstöður nýrrar Maskínukönnunar sem bendir til nokkurs viðsnúnings hjá landsmönnum þegar kemur að veggjöldum. Uppsöfnuð viðhaldsskuld í innviðakerfinu á Íslandi er áætluð 680 milljarðar króna og „gengur ekkert“ að vinna hana niður. Til samanburðar mældist innviðaskuldin 420 milljarðar króna í sambærilegri úttekt sem gerð var fyrir fjórum árum. Mest er uppsöfnuð viðhaldsskuld í vegakerfinu eða á bilinu 265 til 290 milljarðar króna. Þetta kom fram í skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga sem kynnt var í síðustu viku. Þar voru framtíðarhorfur metnaðar hvað verstar fyrir vegakerfið, hafnir, vatnsveitur, flugvelli og lendingarstaði að Keflavíkurflugvelli frátöldum. Könnun var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Spurt var: „Almennt séð, hversu fylgjandi eða andvígur ert þú innheimtu vegggjalda (þ.e. vegtolla) til að standa straum af rekstri þjóðvega á Íslandi? Með veggjöldum er átt við rukkun fyrir notkun ákveðinna vega. Maskína hefur spurt út í veggjöld fimm sinnum undanfarin níu ár. Alls eru 43 prósent fylgjandi veggjöldum en 39 prósent andvígur. Tæplega fimmtungur hefur ekki sterka skoðun á málinu. Þetta er töluverð breyting frá því árið 2020 þegar Maskína spurði landsmenn sömu spurningar. Þá voru 32 prósent fylgjandi en 50 prósent andvíg. Breytingin er sérstaklega mikil ef horft er til könnunar Maskínu árið 2017. Þá reyndust 25 prósent landsmanna fylgjandi en 56 prósent voru andvíg. Hlutfall óákveðinna svara hefur í öllum fimm könnunum verið um eða undir fimmtungur. Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar með tilliti til kyns, aldurs, búsetu, menntunar, tekna og stjórnmálaskoðana má sjá að karlar eru frekar fylgjandi veggjöldum en konur, eldra fólk frekar en yngra og Reykvíkingar meira fylgjandi en fólk á landsbyggðinni. Maskína hefur spurt út í veggjöld fimm sinnum undanfarin níu ár. Fólki með hærri menntun og hærri heimilistekjur hugnast frekar veggjöld. Þá vilja 61 prósent Framsóknarmanna veggjöld, og rúmlega helmingur kjósenda Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar. Aðeins einn af hverjum tíu sósíalistum er fylgjandi veggjöldum og þá eru Miðflokkurinn og Píratar frekar á móti, eða sem nemur um 55 prósentum kjósenda þeirra. Svipaða sögu er að segja af kjósendum Flokks fólksins. Könnunin fór fram dagana 28. til 31. janúar og voru svarendur 975 talsins. Tengd skjöl 2025-01-Veggjöld-MaskínuskýrslaPDF335KBSækja skjal Samgöngur Rekstur hins opinbera Vegtollar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Uppsöfnuð viðhaldsskuld í innviðakerfinu á Íslandi er áætluð 680 milljarðar króna og „gengur ekkert“ að vinna hana niður. Til samanburðar mældist innviðaskuldin 420 milljarðar króna í sambærilegri úttekt sem gerð var fyrir fjórum árum. Mest er uppsöfnuð viðhaldsskuld í vegakerfinu eða á bilinu 265 til 290 milljarðar króna. Þetta kom fram í skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga sem kynnt var í síðustu viku. Þar voru framtíðarhorfur metnaðar hvað verstar fyrir vegakerfið, hafnir, vatnsveitur, flugvelli og lendingarstaði að Keflavíkurflugvelli frátöldum. Könnun var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Spurt var: „Almennt séð, hversu fylgjandi eða andvígur ert þú innheimtu vegggjalda (þ.e. vegtolla) til að standa straum af rekstri þjóðvega á Íslandi? Með veggjöldum er átt við rukkun fyrir notkun ákveðinna vega. Maskína hefur spurt út í veggjöld fimm sinnum undanfarin níu ár. Alls eru 43 prósent fylgjandi veggjöldum en 39 prósent andvígur. Tæplega fimmtungur hefur ekki sterka skoðun á málinu. Þetta er töluverð breyting frá því árið 2020 þegar Maskína spurði landsmenn sömu spurningar. Þá voru 32 prósent fylgjandi en 50 prósent andvíg. Breytingin er sérstaklega mikil ef horft er til könnunar Maskínu árið 2017. Þá reyndust 25 prósent landsmanna fylgjandi en 56 prósent voru andvíg. Hlutfall óákveðinna svara hefur í öllum fimm könnunum verið um eða undir fimmtungur. Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar með tilliti til kyns, aldurs, búsetu, menntunar, tekna og stjórnmálaskoðana má sjá að karlar eru frekar fylgjandi veggjöldum en konur, eldra fólk frekar en yngra og Reykvíkingar meira fylgjandi en fólk á landsbyggðinni. Maskína hefur spurt út í veggjöld fimm sinnum undanfarin níu ár. Fólki með hærri menntun og hærri heimilistekjur hugnast frekar veggjöld. Þá vilja 61 prósent Framsóknarmanna veggjöld, og rúmlega helmingur kjósenda Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar. Aðeins einn af hverjum tíu sósíalistum er fylgjandi veggjöldum og þá eru Miðflokkurinn og Píratar frekar á móti, eða sem nemur um 55 prósentum kjósenda þeirra. Svipaða sögu er að segja af kjósendum Flokks fólksins. Könnunin fór fram dagana 28. til 31. janúar og voru svarendur 975 talsins. Tengd skjöl 2025-01-Veggjöld-MaskínuskýrslaPDF335KBSækja skjal
Samgöngur Rekstur hins opinbera Vegtollar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira