Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 14:47 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, lét sig ekki vanta á öryggisráðstefnuna í Munchen um helgina en í dag sækir hún óformlegan leiðtogafund í París. AP/Matthias Schrader Mette Frederikssen, forsætisráðherra Danmerkur, lítur stöðu öryggismála í Evrópu alvarlegum augum og segir nauðsynlegt sé að auka hernaðarstuðning við Úkraínu. Hún kveðst hlakka til að ræða ástandið í Úkraínu og öryggismál í Evrópu við lítinn hóp þjóðhöfðingja og annarra leiðtoga í París á eftir, en Frederiksen er jafnframt fulltúi Íslands á fundinum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá danska forsætisráðuneytinu en líkt og fram hefur komið boðaði Emmanuel Macron Frakklandsforseti til fundarins með skömmum fyrirvara í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er í tengslum við boðaðar friðarviðræður Bandaríkjanna við Rússa vegna Úkraínu og sterk skilaboð frá Bandaríkjastjórn til Evrópu hvað varðar öryggismál í álfunni. Utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna hittast á fundi í Sádi-Arabíu á morgun þar sem friðarumleitanir í Úkraínu eru á dagskrá, án þátttöku Úkraínu eða annarra Evrópuríkja. „Við þurfum að auka hernaðarstuðning við Úkraínu, við þurfum að framleiða meira og við þurfum að gera það hraðar. Og svo verðum við að afnema hömlur á vopnanotkun Úkraínumanna svo þeir geti í raun varið sig gegn Rússum án þess að vera með aðra hönd fasta fyrir aftan bak. „Vopnahlé má ekki leiða til endurvopnunar Rússa, með tilheyrandi nýjum árásum Rússa,“ er haft eftir Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur í tilkynningunni. „Ég hlakka til að ræða þetta allt í París og ég er ánægð með að Macron forseti hafi átt frumkvæðið að fundinum. Ég skynja nýja evrópska staðfestu, alvarleika og drifkraft sem er nauðsynlegur,“ segir Mette. Sjá einnig: Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Fundurinn sem er sagður óformlegur og boðaður var með skömmum fyrirvara fer fram í Élysée-höllinni í París. Líkt og fram hefur komið verður Frederiksen fulltrúi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á fundinum. Auk hennar og Frakklandsforseta taka þátt leiðtogar Þýskalands, Bretlands, Ítalíu, Póllands, Spánar og Hollands, auk forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, forseti framkvæmdastjórnar ESB og framkvæmdastjóri NATO. Danmörk Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá danska forsætisráðuneytinu en líkt og fram hefur komið boðaði Emmanuel Macron Frakklandsforseti til fundarins með skömmum fyrirvara í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er í tengslum við boðaðar friðarviðræður Bandaríkjanna við Rússa vegna Úkraínu og sterk skilaboð frá Bandaríkjastjórn til Evrópu hvað varðar öryggismál í álfunni. Utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna hittast á fundi í Sádi-Arabíu á morgun þar sem friðarumleitanir í Úkraínu eru á dagskrá, án þátttöku Úkraínu eða annarra Evrópuríkja. „Við þurfum að auka hernaðarstuðning við Úkraínu, við þurfum að framleiða meira og við þurfum að gera það hraðar. Og svo verðum við að afnema hömlur á vopnanotkun Úkraínumanna svo þeir geti í raun varið sig gegn Rússum án þess að vera með aðra hönd fasta fyrir aftan bak. „Vopnahlé má ekki leiða til endurvopnunar Rússa, með tilheyrandi nýjum árásum Rússa,“ er haft eftir Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur í tilkynningunni. „Ég hlakka til að ræða þetta allt í París og ég er ánægð með að Macron forseti hafi átt frumkvæðið að fundinum. Ég skynja nýja evrópska staðfestu, alvarleika og drifkraft sem er nauðsynlegur,“ segir Mette. Sjá einnig: Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Fundurinn sem er sagður óformlegur og boðaður var með skömmum fyrirvara fer fram í Élysée-höllinni í París. Líkt og fram hefur komið verður Frederiksen fulltrúi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á fundinum. Auk hennar og Frakklandsforseta taka þátt leiðtogar Þýskalands, Bretlands, Ítalíu, Póllands, Spánar og Hollands, auk forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, forseti framkvæmdastjórnar ESB og framkvæmdastjóri NATO.
Danmörk Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira