CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2025 15:34 MQ-9 Reaper drónar geta borið ýmsar sprengjur og vopn. Þjóðvarðlið Bandaríkjanna/Joseph Pagan Leyniþjónusta Bandaríkjanna (CIA) hefur að skipan Donalds Trump, forseta, notað dróna sem eru að mestu notaðir við hernað til að vakta öflug glæpasamtök í Mexíkó. Líklegt þykir að Trump ætli sér að skilgreina þessi samtök, sem flytja gífurlegt magn fíkniefna til Bandaríkjanna sem hryðjuverkasamtök. Samkvæmt heimildum CNN hefur CIA notast við MQ-9 Reaper dróna, en þeir geta borið eldflaugar og sprengjur og hafa til að mynda ítrekað verið notaðar til árása gegn hryðjuverkasamtökum í Mið-Austurlöndum og Afríku. Drónarnir sem flogið hafa yfir Mexíkó hafa ekki verið vopnaðir en hafa þess í stað verið notaðir til eftirlits og mögulega til undirbúnings fyrir árásir á glæpasamtökin og fíkniefnaverksmiðjur þeirra í framtíðinni. Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem drónum sem þessum hefur verið flogið yfir Mexíkó en þá hefur það verið gert með samþykki yfirvalda þar. Að þessu sinni er óljóst hvort slíkt samþykki liggur fyrir en í frétt CNN segir að það hvernig aðgerðin var kynnt fyrir þingmönnum bendi til að svo sé ekki. Undanfarnar vikur hafa ráðamenn í Mexíkó krafist svara um það af hverju njósnaflugvélum hefur ítrekað verið flogið nærri lofthelgi landsins en samskipti ríkjanna hafa beðið hnekki í kjölfar þess að Trump varð forseti á nýjan leik. Hefur hann meðal annars hótað því að beita Mexíkó umfangsmiklum tollum. Ríkisstjórn Mexíkó hefur ekki svarað fyrirspurnum CNN um málið. Vilja skilgreina glæpasamtök sem hryðjuverkasamtök Ríkisstjórn Trumps vinnur að því að draga úr áherslu á baráttu gegn hefðbundinni hryðjuverkastarfsemi, þó hún virðist á uppsveiflu nánast hvert sem litið er, og nota auðlindir stofnana eins og CIA frekar gegn glæpasamtökum Mexíkó. Meðal annars hefur verið lagt til að flytja mannafla og búnað milli heimshluta í þessum tilgangi. Trump hefur talað fyrir árásum bandaríska hersins í Mexíkó. Á fyrsta kjörtímabili hans sagði hann til að mynda að Bandaríkin væru tilbúin í stríð við glæpasamtökin. Þá sagði hann í síðasta mánuði að til greina kæmi að senda sérsveitarmenn til Mexíkó. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, lagði fram frumvarp árið 2023 um að heimila hernum að gera árásir gegn glæpasamtökum í Mexíkó. Mark Esper, fyrrverandi varnarmálaráðherra Trumps, skrifaði þar að auki í bók að Trump hefði stungið upp á því að þurrka út fíkniefnaverksmiðjur í Mexíkó með stýriflaugum. Esper segist hafa mótmælt þessu og að þá hafi Trump sagt að þetta væri ekkert mál og enginn myndi vita að eldflaugunum hefði verið skotið frá Bandaríkjunum. Ráðherrann fyrrverandi skrifar í bók sína að hefði hann ekki verið að horfa framan í Trump hefði hann verið sannfærður um að þetta væri brandari. Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Hernaður Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira
Samkvæmt heimildum CNN hefur CIA notast við MQ-9 Reaper dróna, en þeir geta borið eldflaugar og sprengjur og hafa til að mynda ítrekað verið notaðar til árása gegn hryðjuverkasamtökum í Mið-Austurlöndum og Afríku. Drónarnir sem flogið hafa yfir Mexíkó hafa ekki verið vopnaðir en hafa þess í stað verið notaðir til eftirlits og mögulega til undirbúnings fyrir árásir á glæpasamtökin og fíkniefnaverksmiðjur þeirra í framtíðinni. Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem drónum sem þessum hefur verið flogið yfir Mexíkó en þá hefur það verið gert með samþykki yfirvalda þar. Að þessu sinni er óljóst hvort slíkt samþykki liggur fyrir en í frétt CNN segir að það hvernig aðgerðin var kynnt fyrir þingmönnum bendi til að svo sé ekki. Undanfarnar vikur hafa ráðamenn í Mexíkó krafist svara um það af hverju njósnaflugvélum hefur ítrekað verið flogið nærri lofthelgi landsins en samskipti ríkjanna hafa beðið hnekki í kjölfar þess að Trump varð forseti á nýjan leik. Hefur hann meðal annars hótað því að beita Mexíkó umfangsmiklum tollum. Ríkisstjórn Mexíkó hefur ekki svarað fyrirspurnum CNN um málið. Vilja skilgreina glæpasamtök sem hryðjuverkasamtök Ríkisstjórn Trumps vinnur að því að draga úr áherslu á baráttu gegn hefðbundinni hryðjuverkastarfsemi, þó hún virðist á uppsveiflu nánast hvert sem litið er, og nota auðlindir stofnana eins og CIA frekar gegn glæpasamtökum Mexíkó. Meðal annars hefur verið lagt til að flytja mannafla og búnað milli heimshluta í þessum tilgangi. Trump hefur talað fyrir árásum bandaríska hersins í Mexíkó. Á fyrsta kjörtímabili hans sagði hann til að mynda að Bandaríkin væru tilbúin í stríð við glæpasamtökin. Þá sagði hann í síðasta mánuði að til greina kæmi að senda sérsveitarmenn til Mexíkó. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, lagði fram frumvarp árið 2023 um að heimila hernum að gera árásir gegn glæpasamtökum í Mexíkó. Mark Esper, fyrrverandi varnarmálaráðherra Trumps, skrifaði þar að auki í bók að Trump hefði stungið upp á því að þurrka út fíkniefnaverksmiðjur í Mexíkó með stýriflaugum. Esper segist hafa mótmælt þessu og að þá hafi Trump sagt að þetta væri ekkert mál og enginn myndi vita að eldflaugunum hefði verið skotið frá Bandaríkjunum. Ráðherrann fyrrverandi skrifar í bók sína að hefði hann ekki verið að horfa framan í Trump hefði hann verið sannfærður um að þetta væri brandari.
Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Hernaður Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira