Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2025 11:08 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra segir kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM ganga gegn stefnu ríkisins en að kaupunum verði ekki hnekkt. Flestir ráku upp stór augu þegar Landsbankinn, sem er alfarið í eigu ríkissjóðs, tilkynnti fyrirhuguð kaup á TM í mars í fyrra. Ekki síst þáverandi fjármálaráðherra sem sagði kaupin ekki myndu ganga í gegn á hans vakt. Þá lýsti Bankasýsla ríkisins yfir andstöðu sinni við áformin og þingmaður Viðreisnar sagði brýnt að fallið yrði frá kaupunum. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í gær að ástæða væri fyrir því að Landsbankinn er í ríkiseigu. Tryggja þyrfti aðhald á bankamarkaði og sjá til þess að þar væri banki sem gengdi samfélagslegu hlutverki. Ríkið skipti sér ekki af um of Hann segir þó að armslengdarsjónarmið gildi í sambandi ríkisins og Landsbankans. Þannig hafi stjórn bankans getað gert tilboð í TM án aðkomu ríkisins. „Sú armslengd gerir það að verkum að stjórnin er sjálfstæðari, innan þó eigendastefnu ríkisins, í þeim ákvörðunum sem hún tekur. Þessi ákvörðun um kaup á tryggingafélagi getum við sagt að gangi gegn því meginmarkmiði að afskipti ríkisins á samkeppnismarkaði séu sem minnst.“ Nýja bankaráðið á sömu skoðun Þrátt fyrir að kaupin gangi gegn eigendastefnu ríkisins verði þeim ekki hnekkt. „Það er líka samt þannig að það var mat stjórnar bankans og á því hefur ekki orðið nein breyting, að það kæmi viðskiptavinum bankans vel, að hann ætti tryggingarfélag. Þetta er þróun sem er að eiga sér stað mjög víða, að bankar séu að eignast tryggingarfélög, enda er starfsemi þeirra ekki alveg ótengd.“ Athygli vekur að afstaða stjórnar bankans hafi ekki breyst hvað kaup á tryggingafélagi varðar, enda var öllu bankaráði Landsbankans skipt út í kjölfar tilkynningar um kaupin á TM. „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn. Hvort að síðan sambærileg þjöppun sé æskileg eða eitthvað sem við myndum styðja í framtíðinni er önnur spurning,“ segir Daði Már að lokum. Kaup Landsbankans á TM Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármálafyrirtæki Tryggingar Landsbankinn Tengdar fréttir Skrifuðu undir kaup Landsbankans á TM Landsbankinn gekk frá samningi við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 28,6 milljarða króna í dag. Kaupsamningur þeirra var skuldbindandi fyrir Landsbankann samkvæmt lögfræðiáliti sem nýtt bankaráðs bankans lét vinna. 30. maí 2024 19:04 Mest lesið Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Sjá meira
Flestir ráku upp stór augu þegar Landsbankinn, sem er alfarið í eigu ríkissjóðs, tilkynnti fyrirhuguð kaup á TM í mars í fyrra. Ekki síst þáverandi fjármálaráðherra sem sagði kaupin ekki myndu ganga í gegn á hans vakt. Þá lýsti Bankasýsla ríkisins yfir andstöðu sinni við áformin og þingmaður Viðreisnar sagði brýnt að fallið yrði frá kaupunum. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í gær að ástæða væri fyrir því að Landsbankinn er í ríkiseigu. Tryggja þyrfti aðhald á bankamarkaði og sjá til þess að þar væri banki sem gengdi samfélagslegu hlutverki. Ríkið skipti sér ekki af um of Hann segir þó að armslengdarsjónarmið gildi í sambandi ríkisins og Landsbankans. Þannig hafi stjórn bankans getað gert tilboð í TM án aðkomu ríkisins. „Sú armslengd gerir það að verkum að stjórnin er sjálfstæðari, innan þó eigendastefnu ríkisins, í þeim ákvörðunum sem hún tekur. Þessi ákvörðun um kaup á tryggingafélagi getum við sagt að gangi gegn því meginmarkmiði að afskipti ríkisins á samkeppnismarkaði séu sem minnst.“ Nýja bankaráðið á sömu skoðun Þrátt fyrir að kaupin gangi gegn eigendastefnu ríkisins verði þeim ekki hnekkt. „Það er líka samt þannig að það var mat stjórnar bankans og á því hefur ekki orðið nein breyting, að það kæmi viðskiptavinum bankans vel, að hann ætti tryggingarfélag. Þetta er þróun sem er að eiga sér stað mjög víða, að bankar séu að eignast tryggingarfélög, enda er starfsemi þeirra ekki alveg ótengd.“ Athygli vekur að afstaða stjórnar bankans hafi ekki breyst hvað kaup á tryggingafélagi varðar, enda var öllu bankaráði Landsbankans skipt út í kjölfar tilkynningar um kaupin á TM. „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn. Hvort að síðan sambærileg þjöppun sé æskileg eða eitthvað sem við myndum styðja í framtíðinni er önnur spurning,“ segir Daði Már að lokum.
Kaup Landsbankans á TM Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármálafyrirtæki Tryggingar Landsbankinn Tengdar fréttir Skrifuðu undir kaup Landsbankans á TM Landsbankinn gekk frá samningi við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 28,6 milljarða króna í dag. Kaupsamningur þeirra var skuldbindandi fyrir Landsbankann samkvæmt lögfræðiáliti sem nýtt bankaráðs bankans lét vinna. 30. maí 2024 19:04 Mest lesið Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Sjá meira
Skrifuðu undir kaup Landsbankans á TM Landsbankinn gekk frá samningi við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 28,6 milljarða króna í dag. Kaupsamningur þeirra var skuldbindandi fyrir Landsbankann samkvæmt lögfræðiáliti sem nýtt bankaráðs bankans lét vinna. 30. maí 2024 19:04