Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Aron Guðmundsson skrifar 19. febrúar 2025 15:03 Svo virðist sem að Arnór Sigurðsson sé að ganga í raðir Malmö í Svíþjóð. Getty/Gary Oakley Það bendir allt til þess að Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson verði bráðlega kynntur sem nýr leikmaður Malmö í Svíþjóð. Sænskir miðlar greina frá því í dag að hann fái því sem nemur rétt tæpum 160 milljónum íslenskra króna fyrir það eitt að skrifa undir samning við félagið. Vitað er að mörg sænsk félög hafa áhuga á því að fá Arnór í sínar raðir en samningi Skagamannsins við enska B-deildar liðið Blackburn Rovers var rift eftir að forráðamenn þess ákváðu að skrá Arnór ekki í hóp sinn fyrir seinni hluta tímabilsins eftir að félagsskiptaglugganum í Englandi var lokað. Í samtali við Vísi sagði Arnór að félagið hefði sett sig í skítastöðu en nú virðist sem svo að hann sé búinn að finna næsta viðkomustað á sínum ferli og það hjá sænsku meisturunum í Malmö. Sænski miðillinn Fotbolldirekt greinir frá því í dag að Arnór sé búinn að samþykkja þriggja ára samning við Malmö. Mánaðarlaun hans nemi um 200 þúsund sænskum krónum á mánuði, það jafngildir um 2,6 milljónum íslenskra króna. Það er hins vegar undirskriftarbónus í samningnum sem vekur athygli ytra. Samkvæmt heimildum Fotbolldirekt mun Arnór fá tólf milljónir sænskra króna í bonus fyrir það eitt að krota undir samning við Malmö. Sú upphæð jafngildir rétt undir 160 milljónum íslenskra króna. Fleiri sænskir miðlar greina frá þessu og vitna í Fotbolldirekt. Arnór hefur lítið spilað á yfirstandandi tímabili með Blackburn Rovers vegna veikinda og meiðsla en nú styttist óðum í að hann geti stigið aftur inn á völlinn. Malmö hafði mikla yfirburði í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra og vann hana með ellefu stiga forskoti. Fyrsti leikur liðsins á komandi tímabili í sænsku úrvalsdeildinni er gegn Djurgarden þann 29.mars næstkomandi en áður en að því kemur á liðið leiki í Svenska Cupen. Arnór þekkir vel til í Svíþjóð eftir dvöl hjá Norrköping, fyrst árið 2017-2018 og svo árið 2022-2023. Alls á hann að baki 46 leiki í sænsku úrvalsdeildinni, í þeim leikjum skoraði hann 14 mörk og gaf átta stoðsendingar. Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Fleiri fréttir „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland | Ungu strákarnir okkar vilja tengja saman sigra Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Sjá meira
Vitað er að mörg sænsk félög hafa áhuga á því að fá Arnór í sínar raðir en samningi Skagamannsins við enska B-deildar liðið Blackburn Rovers var rift eftir að forráðamenn þess ákváðu að skrá Arnór ekki í hóp sinn fyrir seinni hluta tímabilsins eftir að félagsskiptaglugganum í Englandi var lokað. Í samtali við Vísi sagði Arnór að félagið hefði sett sig í skítastöðu en nú virðist sem svo að hann sé búinn að finna næsta viðkomustað á sínum ferli og það hjá sænsku meisturunum í Malmö. Sænski miðillinn Fotbolldirekt greinir frá því í dag að Arnór sé búinn að samþykkja þriggja ára samning við Malmö. Mánaðarlaun hans nemi um 200 þúsund sænskum krónum á mánuði, það jafngildir um 2,6 milljónum íslenskra króna. Það er hins vegar undirskriftarbónus í samningnum sem vekur athygli ytra. Samkvæmt heimildum Fotbolldirekt mun Arnór fá tólf milljónir sænskra króna í bonus fyrir það eitt að krota undir samning við Malmö. Sú upphæð jafngildir rétt undir 160 milljónum íslenskra króna. Fleiri sænskir miðlar greina frá þessu og vitna í Fotbolldirekt. Arnór hefur lítið spilað á yfirstandandi tímabili með Blackburn Rovers vegna veikinda og meiðsla en nú styttist óðum í að hann geti stigið aftur inn á völlinn. Malmö hafði mikla yfirburði í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra og vann hana með ellefu stiga forskoti. Fyrsti leikur liðsins á komandi tímabili í sænsku úrvalsdeildinni er gegn Djurgarden þann 29.mars næstkomandi en áður en að því kemur á liðið leiki í Svenska Cupen. Arnór þekkir vel til í Svíþjóð eftir dvöl hjá Norrköping, fyrst árið 2017-2018 og svo árið 2022-2023. Alls á hann að baki 46 leiki í sænsku úrvalsdeildinni, í þeim leikjum skoraði hann 14 mörk og gaf átta stoðsendingar.
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Fleiri fréttir „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland | Ungu strákarnir okkar vilja tengja saman sigra Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Sjá meira