Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar 19. febrúar 2025 18:03 Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Átta frábærir einstaklingar gefa kost á sér til að stýra þessari lykilstofnun sem hefur mótað og mun móta íslenskt samfélag. Bæði menntar HÍ stóran hluta háskólamenntaðs fólks, en ekki síður eru þar stundaðar fjölbreyttar rannsóknir og mikilvæg fræðastörf. Við lifum í breytilegum heimi og fátt undirbýr okkur betur fyrir framtíðina en gæðaháskóli. Okkur - bæði sem einstaklinga og sem þjóð. Til þess þarf þó fyrst og fremst eðlilega fjármögnun – til að tryggja gæði starfsins og til að þjálfa upp nýjar kynslóðir. Rektorskandídatar skilja flestir að fjármögnun HÍ og rannsókna almennt er langt undir því sem eðlilegt getur talist. Þeir hafa því margir það á stefnuskrá sinni að auka þá fjármögnun og vonandi gengur það eftir. En, fleira þarf að lagfæra innan opinbera háskólakerfisins, sem sumt kostar pólitískt þor og jafnvel samstöðu meðal akademísks starfsfólks. Frumkvæðið að því þarf að koma víða að og verðandi rektor og stjórnvöld þurfa að tryggja að sérhagsmunagæsla og tregðulögmál komi ekki í veg fyrir nauðsynlegar breytingar. Tryggja þarf gæði og efla háskólanna. Og nú verða sagðar fréttir. Akademískt starfsfólk opinberu háskólanna skiptist í fjögur stéttarfélög að mestu eftir landfræðilegri staðsetningu og/eða starfstitli. En um sama starf er að ræða og nánast samið um það sama í kjarasamningum! Munur er vissulega smávægilegur á starfskyldum lektora/dósenta og prófessora t.d. hlutfallslega í kennsluskyldu og stjórnunarskyldu en starfið er hið sama – kennsla og rannsóknir. Og lektorar verða að dósentum og dósentar oft að prófessorum með framgangi. Ástæðan fyrir því að akademískt starfsfólk er sundrað í mörgum félögum er fyrst og fremst söguleg og tími er kominn til að sameina allt akademískt starfsfólk opinberu háskólanna í eitt félag. Það verður sjálft að hafa frumkvæði að því – kannanir hafa sýnt að meirihluti þess vill sameinast. Það tryggir betri samningsstöðu og bætt kjör. Til lengri tíma tryggir það heilbrigða akademíu, grunnforsendu gæða í háskólastarfi. Það eru líka hagsmunir nemenda og annars starfsfólks skólanna (sem sumt deilir nú fleti með akademísku starfsfólki í stéttarfélögum). Rektor HÍ getur ekki sameinað stéttarfélög, en getur hvatt og stutt akademískt starfsfólk í því að sameinast í eitt félag. Það verður mikið heillaskref fyrir allt starf á háskólastigi á Íslandi. Höfundur er prófessor við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Stéttarfélög Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Átta frábærir einstaklingar gefa kost á sér til að stýra þessari lykilstofnun sem hefur mótað og mun móta íslenskt samfélag. Bæði menntar HÍ stóran hluta háskólamenntaðs fólks, en ekki síður eru þar stundaðar fjölbreyttar rannsóknir og mikilvæg fræðastörf. Við lifum í breytilegum heimi og fátt undirbýr okkur betur fyrir framtíðina en gæðaháskóli. Okkur - bæði sem einstaklinga og sem þjóð. Til þess þarf þó fyrst og fremst eðlilega fjármögnun – til að tryggja gæði starfsins og til að þjálfa upp nýjar kynslóðir. Rektorskandídatar skilja flestir að fjármögnun HÍ og rannsókna almennt er langt undir því sem eðlilegt getur talist. Þeir hafa því margir það á stefnuskrá sinni að auka þá fjármögnun og vonandi gengur það eftir. En, fleira þarf að lagfæra innan opinbera háskólakerfisins, sem sumt kostar pólitískt þor og jafnvel samstöðu meðal akademísks starfsfólks. Frumkvæðið að því þarf að koma víða að og verðandi rektor og stjórnvöld þurfa að tryggja að sérhagsmunagæsla og tregðulögmál komi ekki í veg fyrir nauðsynlegar breytingar. Tryggja þarf gæði og efla háskólanna. Og nú verða sagðar fréttir. Akademískt starfsfólk opinberu háskólanna skiptist í fjögur stéttarfélög að mestu eftir landfræðilegri staðsetningu og/eða starfstitli. En um sama starf er að ræða og nánast samið um það sama í kjarasamningum! Munur er vissulega smávægilegur á starfskyldum lektora/dósenta og prófessora t.d. hlutfallslega í kennsluskyldu og stjórnunarskyldu en starfið er hið sama – kennsla og rannsóknir. Og lektorar verða að dósentum og dósentar oft að prófessorum með framgangi. Ástæðan fyrir því að akademískt starfsfólk er sundrað í mörgum félögum er fyrst og fremst söguleg og tími er kominn til að sameina allt akademískt starfsfólk opinberu háskólanna í eitt félag. Það verður sjálft að hafa frumkvæði að því – kannanir hafa sýnt að meirihluti þess vill sameinast. Það tryggir betri samningsstöðu og bætt kjör. Til lengri tíma tryggir það heilbrigða akademíu, grunnforsendu gæða í háskólastarfi. Það eru líka hagsmunir nemenda og annars starfsfólks skólanna (sem sumt deilir nú fleti með akademísku starfsfólki í stéttarfélögum). Rektor HÍ getur ekki sameinað stéttarfélög, en getur hvatt og stutt akademískt starfsfólk í því að sameinast í eitt félag. Það verður mikið heillaskref fyrir allt starf á háskólastigi á Íslandi. Höfundur er prófessor við HÍ.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar