Elín Klara Þorkelsdóttir fór gjörsamlega hamförum í liði Hauka og skoraði 10 mörk. Þar á eftir kom Sara Odden með 6 mörk. Margrét Einarsdóttir og Sara Sif Helgadóttir vörðu samtals 9 skot í marki Hauka.
Í liði Stjörnunnar var Embla steindórsdóttir óstöðvandi en hún skoraði alls 13 mörk. Anna Karen Hansdóttir kom þar á eftir með 4 mörk. Í markinu varði Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 7 skot.
Eftir sigurinn eru Haukar með 26 stig í 2. sæti, sex minna en topplið Vals sem hefur leikið einum leik meira. Fram er í 3. sæti með 24 stig og leik til góða á Hauka. Stjarnan er í 6. sæti með 10 stig eftir 17 leiki.