Handbolti

Haukar halda sér í toppbaráttunni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Össur var markahæstur.
Össur var markahæstur. vísir/ernir

Haukar lögðu Stjörnuna með sex marka mun í Olís deild karla, lokatölur í Garðabænum 23-29.

Ísak Logi Einarsson og Tandri Már Konráðsson voru markahæstir í liði Stjörnunnar með 5 mörk. Í markinu vörðu Sigurður Dan Óskarsson og Adam Thorstensen 13 skot. 

Í liði Hauka var Össur Haraldsson markahæstu rmeð 6 mörk. Þar á eftir kom Hergeir Grímsson með 5 mörk.  Í markinu varði Vilius Rasimas 19 skot og Aron Rafn Eðvarðsson eitt skot.

Haukar eru nú með 22 stig í 5. sæti, aðeins þremur minna en topplið FH og Fram. Öll fjögur liðin fyrir ofan Hauak eiga þó leik til góða. Stjarnan er í 6. sæti með 18 stig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×